Innlent

Nótan í Eldborgarsal Hörpu í dag

Nótan - uppskeruhátíð tónlistarskólanna verður haldin í Eldborgarsal Hörpu í dag en hátíðin er þrískipt en þátttakendur koma af öllu landinu og eru á öllum aldri.

Í tilkynningu frá Nótunni segir að efnisskráin endurspegli ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms.

Níu atriði verða verðlaunuð sérstaklega í dag auk þess sem eitt atriðið er valið sem besta atriði Nótunnar 2013. Fyrri tónleikarnir hefjast klukkan hálf tólf, þeir seinni klukkan tvö og svo er lokaathöfn klukkan hálf fimm. Kynnir á lokatónleikunum er: Felix Bergsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×