Innlent

Tæp 60 prósent vilja takmarka stærð búa

Stuðningur bænda við takmarkanir á bústærð minnkar hratt eftir því sem bú þeirra eru stærri.  Fréttablaðið/Stefán
Stuðningur bænda við takmarkanir á bústærð minnkar hratt eftir því sem bú þeirra eru stærri. Fréttablaðið/Stefán
Nærri 60 prósent bænda eru því fylgjandi að teknar verði upp takmarkanir á stærð búa. Þetta kemur fram í nýrri könnun Landssambands kúabænda.

?Af þeim sem tóku afstöðu (82,5 prósent svarenda) svöruðu 59,3 prósent bænda þeirri spurningu játandi en 40,7 prósent neitandi,? segir á vef Landssambands kúabænda. Fram kemur að stuðningur við takmarkanir fari vaxandi með aldri. 71 prósent bænda yfir sextugu telji mikilvægt að setja slíkar takmarkanir, á meðan tæpur helmingur bænda á fertugsaldri sé hlynntur þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×