Innlent

Útstilling verslunar fór fyrir brjóstið á vegfaranda

Fátítt er að lögreglu berist kvartanir vegna útstillinga í gluggum verslana.

Ein slík barst þó á dögunum samkvæmt tilkynningu lögreglunnar, en þá hafði sómakær borgari samband og benti á tiltekna verslun á höfuðborgarsvæðinu og lét þess getið að útstilling á varningi í glugga verslunarinnar væri komin langt út fyrir öll velsæmismörk.

Tveir lögreglumenn fóru á vettvang til að kynna sér málið og höfðu jafnframt tal af verslunareigandanum.

Sá tók athugasemdinni vel, en bar við handvömm starfsmanna verslunarinnar hvað útstillinguna varðaði. Farið var strax í breyta útstillingunni enda vildi verslunareigandinn ekki særa blygðunarkennd fleiri borgara.

Eins og einhverjir hafa kannski getið sér til, var hér um að ræða verslun, sem selur hjálpartæki ástarlífsins og skyldan varning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×