Innlent

Hrannar nýr formaður Geðhjálpar

Hrannar Jónsson.
Hrannar Jónsson.
Á fjölmennum aðalfundi Geðhjálpar í dag var Hrannar Jónsson kjörinn nýr formaður félagsins.

Í stjórn voru kjörin þau Jónína Valsdóttir, Maggý Hrönn Hermannsdóttir, Róbert Lageman og Sveinn Rúnar Hauksson. Í varastjórn hlutu kosningu Gunnar Einarsson, Héðinn Unnsteinsson og Margrét Ómarsdóttir.

Hrannar er 49 ára gamall Reykvíkingur og starfar við hugbúnaðarþróun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×