Fleiri fréttir Bíða allt að ár eftir greiningu á ADHD Allt að árs bið er fyrir fullorðna eftir greiningarviðtali hjá geðlækni vegna ADHD. Margir geðlæknar meðhöndla ekki kvillann vegna neikvæðrar umræðu um lyfjameðferð. Mikil aukning fyrirspurna varðandi meðferð hjá ADHD-samtökunum. 13.4.2013 07:00 Fluguveiði yfirvarp fávísra einstaklinga Guttormur Einarsson, sem veitt hefur í Þingvallavatni í hálfa öld, segir breytingar á lífríki vatnsins vekja ugg. Fólk „af erlendum uppruna“ veiði á fjölda stanga með beitu en þykist á fluguveiðum. Menn herji á urriða sem gangi aflvana úr Öxará. 13.4.2013 07:00 Undrast að sjá loðnu fyrir öllu Suðurlandi Fréttir af miðunum fyrir Suðurlandi greina frá því að þar sé allnokkuð af loðnu. Óvenjulegt ástand á þessum tíma árs, segir skipstjóri með 40 ára reynslu. Sérfræðingur Hafró telur að eftirhreytur stóru loðnugöngunnar geti verið skýringin. 13.4.2013 07:00 15 listar í framboði til Alþingis Ellefu listar bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum í komandi þingkosningum. 13.4.2013 07:00 Ársfangelsi fyrir fíkniefnasmygl Dómsmál Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á miðvikudag 36 ára Pólverja í eins árs fangelsi fyrir að flytja til landsins tæpt kíló af amfetamíni í tveimur niðursuðudósum. 13.4.2013 07:00 Íbúakosningu í Reykjavík lokið Reykjavík Rafrænni íbúakosningu um framkvæmdaverkefni í hverfum Reykjavíkur er lokið. Niðurstöðurnar lágu fyrir í gær en alls kusu 6.076 Reykvíkingar og voru þar af 5.732 atkvæði gild. Þetta jafngildir 6,3% kjörsókn. 13.4.2013 07:00 Hvetja til útstrikana á eigin frambjóðanda Píratar senda frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar um Hildi Lilliendahl 13.4.2013 00:53 Veikburða Hæstarétti fagnað í Eymundsson Úgáfuhóf nýúkominnar bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, var haldið í Eymundsson Skólavörðustíg í dag. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson var á staðnum. 12.4.2013 20:57 Finnst afsökunarbeiðnin ekki sannfærandi Hildi Lilliendahl barst afsökunarbeiðni frá Inga Karli Sigríðarsyni, frambjóðanda Pírata í norðausturkjördæmi vegna ógeðfelldra skrifa. 12.4.2013 19:59 Stendur klár þegar borpallurinn kemur Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var lengi útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. 12.4.2013 19:22 Hefur tvívegis hvatt Bjarna til að segja af sér Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, sendi Bjarna Benediktsson bréf þar sem hann hvatti hann til að segja af sér. 12.4.2013 19:00 Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar. 12.4.2013 18:30 Svipmyndir frá leitinni í dag - hefur enn ekki borið árangur Björgunarsveitir leituðu í dag að Önnu Kristínu Ólafsdóttur í fjörunni í Skerjafirði og nágrenni. 12.4.2013 18:15 „Við erum miður okkar yfir þessu“ Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, sagði að það þyrfti að gefa Hildi Lilliendahl "high five með sleggju í andlitið“. Framkvæmdastjóri Pírata segist miður sín. 12.4.2013 17:56 Formaður þingflokksins styður Bjarna Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist styðja Bjarna Benediktsson til áframhaldandi formennsku í flokknum. 12.4.2013 16:54 Réðst á stúlku og hótaði lögreglumönnum lífláti Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag nítján ára gamlan pilt, Egil Mikael Ólafsson, í tveggja ára fangelsi fyrir þrjú brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, brot gegn vopnalögum og þjófnað. 12.4.2013 16:05 Anna Kristín ófundin - björgunarsveitarmenn ganga fjörur Leit stendur enn yfir að Önnu Kristínu Ólafsdóttur sem hefur verið saknað frá því í gærkvöldi. Fjölmargir björgunarsveitar- og lögreglumenn leita hennar í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi og þá er einnig verið að ganga fjörur í Skerjafirði. 12.4.2013 15:34 ASÍ mótmælir fríverslunarsamningi við Kína Alþýðusamband Íslands mótmælir því harðlega að til standi að gera fríverslunarsamning við Kína. Í yfirlýsingu frá ASÍ segir að kínversk stjórnvöld viðurkenni ekki mannréttindi og hafi áratugum saman hunsað grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og þannig meinað launafólki að stofna frjáls stéttarfélög til að semja um sín kjör. Það sé ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyriræki í Kína. 12.4.2013 15:08 "Þetta er voðalega leiðinlegt" "Þetta kom mjög flatt upp á mig,“ segir Haukur Magnússon, stofnandi og eigandi Svarta-Hauks sem selur Lúpínuseyði. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands innkallaði á dögunum seyðið þar sem það var framleitt við óheilnæmar aðstæður. 12.4.2013 14:51 Ungir sjálfstæðismenn styðja Bjarna Ungir sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun sem stjórn SUS samþykkti í dag harma þeir það sem fram kom á RÚV í gærkvöldi um að Bjarni Benediktsson íhugi að segja af sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. 12.4.2013 14:27 Sérsveitamenn lærðu fallhlífarstökk Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík bauð sérsveit ríkislögreglustjóra á námskeið í fallhlífarstökki á dögunum. Námskeiðið stóð yfir í viku og var um að ræða bæði bóklegt og verklegt nám. Landhelgisgæslan tók þátt í námskeiðinu og flugvélin TF-SIF var notuð við stökkin. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur langa reynslu á þessu sviði og hefur stundað björgunarfallhlífarstökk eftir alþjóðlegum stöðlum til margra ára. 12.4.2013 14:13 Lúpínuseyði innkallað Í eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á dögunum kom í ljós að lúpínuseyði frá Svarta Hauki var framleitt við óheilnæmar aðstæður. Varan uppfyllir því ekki kröfur um öryggi matvæla og hefur því verið innkölluð af markaði og frá neytendum. Varan er ekki lengur í sölu í verslunum í Reykjavík. Þetta kemur fram á vefsíðu Matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Þeir sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neita hennar ekki og farga. 12.4.2013 13:50 Safna fyrir skógum í Skorradal og á Austurlandi Almenningur er hvattur til að leggja sitt af mörkum í verkefninu Aprílskógar. Safnað er fyrir Bændaskóga á Austurlandi, til að grisja lerkiskóginn, og plöntun nýrra trjáa í Skorradal. Aprílskógar eru söfnunarverkefni átaksins Græns Apríl. 12.4.2013 13:45 Suðurnesjamenn á hraðferð Sex ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. 12.4.2013 13:41 Kynnti nýjan veflykil Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í dag nýjan veflykil sem Þjóðskrá Íslands hefur þróað til að tryggja einfalda og örugga leið til auðkenningar inn á vefi. Lykillinn nefnist Íslykill og hann má nota til innskráningar á einstaklingsmiðaðar síður hjá stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem nýta sér innskráningarþjónustu Ísland.is. 12.4.2013 13:28 Númer klippt af 36 bílum Lögreglumenn í Hafnarfirði og í austurborginni tóku númer af þrjátíu og sex bifreiðum í nótt. Bifreiðarnar höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma eða tryggingarnar voru í ólagi. Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá lögreglu. 12.4.2013 13:26 Þetta sagði Bjarni Ben í viðtalinu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að tilkynna það hvort að hann ætli að hætta sem formaður flokksins í dag eða um helgina. Í þættinum forystusætinu á RÚV í gærkvöldi sagði hann að hann væri að íhuga stöðu sína alvarlega. 12.4.2013 13:10 Bjarni finnur fyrir stuðningi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa fengið mjög mikinn stuðning og hvatningu um að halda áfram eftir að hann tilkynnti í gær að hann íhugaði að segja af sér og hvort betra væri fyrir flokkinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við. 12.4.2013 12:56 Lögreglan lýsir eftir Önnu Kristínu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Önnu Kristínu Ólafsdóttur, 47 ára. Anna er rúmlega 170 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með dökkt stutt hár. Hún er talin vera í brúnum rússkinsjakka, gallabuxum , svörtum stígvélum og með grátt hliðar veski. 12.4.2013 12:25 Konu á fimmtugsaldri leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir eru nú að hefja leit að konu á fimmtugsaldri sem ekkert hefur spurst til síðan kl. 20 í gær. Konan var klædd í brúnan rúskinsjakka, bláar gallabuxur og svört leðurstígvél þegar hún fór að heiman í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í vesturborginni. 12.4.2013 11:55 Spurning hvort að Bjarni hafi sagt of mikið "Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. 12.4.2013 11:06 Húsasmiðjan verður að afhenda sérstökum saksóknara ráðningasamninga Hæstiréttur hefur staðfest kröfu sérstaks saksóknara um að Húsasmiðjunni verði gert að afhenda sérstökum saksóknara afrit af ráðningarsamningum nokkurra starfsmanna fyrirtækjanna. 12.4.2013 10:58 Stal síma og hringdi til Sýrlands Karlmaður tilkynnti á dögunum að farsíma sínum hefði verið stolið á skemmtistað í umdæminu. Síminn var nýlegur og hafði kostað 100 þúsund krónur. Maðurinn sagði símann hafa verið notaðan daginn eftir að honum var stolið og hefði verið hringt úr honum til útlanda, þar á meðal til Sýrlands, fyrir þrjátíu þúsund krónur. 12.4.2013 10:30 Fjöldi nýliða á þingi Einungis fjórtán þingmenn af 63 sem sátu á Alþingi fyrir bankahrunið árið 2008 myndu sitja á þingi eftir kosningar 27. apríl næstkomandi verði niðurstöður kosninganna í takti við niðurstöður skoðanakannana sem hafa birst að undanförnu. 12.4.2013 10:12 Djúpið frumsýnt í Noregi Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýndi í Noregi í dag og ríkir nokkur eftirvænting meðal þarlendra sem og aðstandenda kvikmyndarinnar. 12.4.2013 07:36 Átta ár fyrir nauðgun og hrottalegt ofbeldi Jens Hjartarson nauðgaði konu og lúbarði fyrrverandi unnustu sína á meðan hún hélt á barninu sínu. 12.4.2013 07:00 Þarf að horfa til allra eigna við afnám gjaldeyrishafta Fulltrúar í þverpólitískri nefnd vara við einstökum aðgerðum varðandi erlendar eignir hérlendis. Ekki megi selja banka eða losa snjóhengju í sértækum aðgerðum. Fjárþörf úr krónueignum geti skert samningsstöðu. 12.4.2013 07:00 Tannlækningar fyrir börn verða ókeypis Langþráður samningur á milli tannlækna og velferðarráðuneytisins var undirritaður í gær. Samningurinn felur í sér stórbætta þjónustu við barnafjölskyldur. Nýtt kerfi verður innleitt í þrepum og fá 15-17 ára ungmenni þjónustuna fyrst. 12.4.2013 07:00 Útskúfuð Blönduóslögga í mál við ríkið Fyrrverandi lögregluvarðstjóri vill komast aftur til starfa á Blönduósi eftir að hann var sýknaður af kynferðisbroti. Hann segist vera "milli steins og sleggju tveggja stjórnvalda“ og kvartar undan því að lögreglustjórinn svari ekki erindum hans. 12.4.2013 07:00 Vopnuð íhlutun er alltaf sísti kosturinn Vopnuð íhlutun í þeim tilgangi að skipta um stjórnendur ríkis eða bylta stjórnskipan kann aldrei góðri lukku að stýra. Þetta segir John Prescott, fyrrverandi aðstoðarforsætisráherra Bretlands, í samtali við Fréttablaðið. 12.4.2013 07:00 13.200 fermetra vinnubúðir við Bjarnarflag Stefnt er að því að fyrirhugaðar vinnubúðir Bjarnarflagsvirkjunar verði reistar á lóð Kísiliðjunnar. Gert er ráð fyrir tólf byggingarreitum alls 13.200m². Þetta kemur fram í auglýsingu um deiliskipulag frá skipulags- og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps sem birt var í Mýflugunni í gær. 12.4.2013 07:00 Reyndi að stöðva birtingu stuðningslistans Lögmaður Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, Berglind Svavarsdóttir, reyndi að koma í veg fyrir birtingu stuðningslista með 113 nöfnum í blaðinu Skránni á Húsavík árið 2000. 12.4.2013 07:00 Gunnar fundinn sekur um trúnaðarbrot Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í gær Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir brot á þagnarskyldu með því að koma upplýsingum um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til fjölmiðla í því skyni að koma á hann höggi. 12.4.2013 07:00 Vilja ríkislóðir fyrir leiguíbúðir „Þetta er ekki það eina sem þarf að gera til að efla leigumarkaðinn en væri að okkar mati mjög áhugavert og mikilvægt verkefni til að byggja upp öruggan leigumarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sem vill samstarf við ríkið um uppbyggingu öruggari leigumarkaðar í Reykjavík. 12.4.2013 07:00 Fá veiðikortið fyrir nætureftirlit „Meirihlutinn í nefndinni er sammála því að gera þetta svona,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um samkomulag sem felur í sér að ekkert verður af banni við næturveiði í Þingvallavatni. 12.4.2013 07:00 Sjá næstu 50 fréttir
Bíða allt að ár eftir greiningu á ADHD Allt að árs bið er fyrir fullorðna eftir greiningarviðtali hjá geðlækni vegna ADHD. Margir geðlæknar meðhöndla ekki kvillann vegna neikvæðrar umræðu um lyfjameðferð. Mikil aukning fyrirspurna varðandi meðferð hjá ADHD-samtökunum. 13.4.2013 07:00
Fluguveiði yfirvarp fávísra einstaklinga Guttormur Einarsson, sem veitt hefur í Þingvallavatni í hálfa öld, segir breytingar á lífríki vatnsins vekja ugg. Fólk „af erlendum uppruna“ veiði á fjölda stanga með beitu en þykist á fluguveiðum. Menn herji á urriða sem gangi aflvana úr Öxará. 13.4.2013 07:00
Undrast að sjá loðnu fyrir öllu Suðurlandi Fréttir af miðunum fyrir Suðurlandi greina frá því að þar sé allnokkuð af loðnu. Óvenjulegt ástand á þessum tíma árs, segir skipstjóri með 40 ára reynslu. Sérfræðingur Hafró telur að eftirhreytur stóru loðnugöngunnar geti verið skýringin. 13.4.2013 07:00
15 listar í framboði til Alþingis Ellefu listar bjóða fram til Alþingis í öllum kjördæmum í komandi þingkosningum. 13.4.2013 07:00
Ársfangelsi fyrir fíkniefnasmygl Dómsmál Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á miðvikudag 36 ára Pólverja í eins árs fangelsi fyrir að flytja til landsins tæpt kíló af amfetamíni í tveimur niðursuðudósum. 13.4.2013 07:00
Íbúakosningu í Reykjavík lokið Reykjavík Rafrænni íbúakosningu um framkvæmdaverkefni í hverfum Reykjavíkur er lokið. Niðurstöðurnar lágu fyrir í gær en alls kusu 6.076 Reykvíkingar og voru þar af 5.732 atkvæði gild. Þetta jafngildir 6,3% kjörsókn. 13.4.2013 07:00
Hvetja til útstrikana á eigin frambjóðanda Píratar senda frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar um Hildi Lilliendahl 13.4.2013 00:53
Veikburða Hæstarétti fagnað í Eymundsson Úgáfuhóf nýúkominnar bókar Jóns Steinars Gunnlaugssonar, fyrrverandi hæstaréttardómara, var haldið í Eymundsson Skólavörðustíg í dag. Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson var á staðnum. 12.4.2013 20:57
Finnst afsökunarbeiðnin ekki sannfærandi Hildi Lilliendahl barst afsökunarbeiðni frá Inga Karli Sigríðarsyni, frambjóðanda Pírata í norðausturkjördæmi vegna ógeðfelldra skrifa. 12.4.2013 19:59
Stendur klár þegar borpallurinn kemur Steingrímur Erlingsson, sem er að láta smíða dýrasta skip Íslendinga, segist vilja standa klár þegar borpallarnir mæta á Drekasvæðið. Næstu árin hefur hann þó tryggt skipinu sjö milljarða verkefni á Svalbarða, eða sem nemur kaupverðinu að stórum hluta. Hann er 43 ára Hafnfirðingur, vélfræðingur og flugvirki að mennt, var lengi útgerðarstjóri í Þorlákshöfn, en hefur síðasta áratug stundað útgerð á norðurslóðum Kanada. 12.4.2013 19:22
Hefur tvívegis hvatt Bjarna til að segja af sér Friðrik Friðriksson, formaður kosningarstjórnar Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi, sendi Bjarna Benediktsson bréf þar sem hann hvatti hann til að segja af sér. 12.4.2013 19:00
Grunur leikur á að íslenskur karlmaður hafi verið myrtur Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust nýlega ábendingar um að íslenskur karlmaður, fæddur 1983, hefði verið myrtur í Suður-Ameríku. Eftirgrennslan hefur hins vegar litlu skilað og upplýsingar um margt óljósar. 12.4.2013 18:30
Svipmyndir frá leitinni í dag - hefur enn ekki borið árangur Björgunarsveitir leituðu í dag að Önnu Kristínu Ólafsdóttur í fjörunni í Skerjafirði og nágrenni. 12.4.2013 18:15
„Við erum miður okkar yfir þessu“ Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, sagði að það þyrfti að gefa Hildi Lilliendahl "high five með sleggju í andlitið“. Framkvæmdastjóri Pírata segist miður sín. 12.4.2013 17:56
Formaður þingflokksins styður Bjarna Illugi Gunnarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, segist styðja Bjarna Benediktsson til áframhaldandi formennsku í flokknum. 12.4.2013 16:54
Réðst á stúlku og hótaði lögreglumönnum lífláti Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag nítján ára gamlan pilt, Egil Mikael Ólafsson, í tveggja ára fangelsi fyrir þrjú brot gegn valdstjórninni, líkamsárás, brot gegn vopnalögum og þjófnað. 12.4.2013 16:05
Anna Kristín ófundin - björgunarsveitarmenn ganga fjörur Leit stendur enn yfir að Önnu Kristínu Ólafsdóttur sem hefur verið saknað frá því í gærkvöldi. Fjölmargir björgunarsveitar- og lögreglumenn leita hennar í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi og þá er einnig verið að ganga fjörur í Skerjafirði. 12.4.2013 15:34
ASÍ mótmælir fríverslunarsamningi við Kína Alþýðusamband Íslands mótmælir því harðlega að til standi að gera fríverslunarsamning við Kína. Í yfirlýsingu frá ASÍ segir að kínversk stjórnvöld viðurkenni ekki mannréttindi og hafi áratugum saman hunsað grundvallarsamþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og þannig meinað launafólki að stofna frjáls stéttarfélög til að semja um sín kjör. Það sé ótrúlegt að ríkisstjórn undir forystu jafnaðarmanna skuli ætla íslenskum fyrirtækjum og íslensku launafólki að keppa á jafnréttisgrundvelli við fyriræki í Kína. 12.4.2013 15:08
"Þetta er voðalega leiðinlegt" "Þetta kom mjög flatt upp á mig,“ segir Haukur Magnússon, stofnandi og eigandi Svarta-Hauks sem selur Lúpínuseyði. Heilbrigðiseftirlit Suðurlands innkallaði á dögunum seyðið þar sem það var framleitt við óheilnæmar aðstæður. 12.4.2013 14:51
Ungir sjálfstæðismenn styðja Bjarna Ungir sjálfstæðismenn lýsa yfir fullum stuðningi við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Í ályktun sem stjórn SUS samþykkti í dag harma þeir það sem fram kom á RÚV í gærkvöldi um að Bjarni Benediktsson íhugi að segja af sér sem formaður Sjálfstæðisflokksins. 12.4.2013 14:27
Sérsveitamenn lærðu fallhlífarstökk Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík bauð sérsveit ríkislögreglustjóra á námskeið í fallhlífarstökki á dögunum. Námskeiðið stóð yfir í viku og var um að ræða bæði bóklegt og verklegt nám. Landhelgisgæslan tók þátt í námskeiðinu og flugvélin TF-SIF var notuð við stökkin. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur langa reynslu á þessu sviði og hefur stundað björgunarfallhlífarstökk eftir alþjóðlegum stöðlum til margra ára. 12.4.2013 14:13
Lúpínuseyði innkallað Í eftirliti Heilbrigðiseftirlits Suðurlands á dögunum kom í ljós að lúpínuseyði frá Svarta Hauki var framleitt við óheilnæmar aðstæður. Varan uppfyllir því ekki kröfur um öryggi matvæla og hefur því verið innkölluð af markaði og frá neytendum. Varan er ekki lengur í sölu í verslunum í Reykjavík. Þetta kemur fram á vefsíðu Matvælaeftirlits Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Þeir sem eiga umrædda vöru eru beðnir um að neita hennar ekki og farga. 12.4.2013 13:50
Safna fyrir skógum í Skorradal og á Austurlandi Almenningur er hvattur til að leggja sitt af mörkum í verkefninu Aprílskógar. Safnað er fyrir Bændaskóga á Austurlandi, til að grisja lerkiskóginn, og plöntun nýrra trjáa í Skorradal. Aprílskógar eru söfnunarverkefni átaksins Græns Apríl. 12.4.2013 13:45
Suðurnesjamenn á hraðferð Sex ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. 12.4.2013 13:41
Kynnti nýjan veflykil Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kynnti í dag nýjan veflykil sem Þjóðskrá Íslands hefur þróað til að tryggja einfalda og örugga leið til auðkenningar inn á vefi. Lykillinn nefnist Íslykill og hann má nota til innskráningar á einstaklingsmiðaðar síður hjá stofnunum, sveitarfélögum, félagasamtökum og fyrirtækjum sem nýta sér innskráningarþjónustu Ísland.is. 12.4.2013 13:28
Númer klippt af 36 bílum Lögreglumenn í Hafnarfirði og í austurborginni tóku númer af þrjátíu og sex bifreiðum í nótt. Bifreiðarnar höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma eða tryggingarnar voru í ólagi. Þetta kemur fram í fréttaskeyti frá lögreglu. 12.4.2013 13:26
Þetta sagði Bjarni Ben í viðtalinu Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að tilkynna það hvort að hann ætli að hætta sem formaður flokksins í dag eða um helgina. Í þættinum forystusætinu á RÚV í gærkvöldi sagði hann að hann væri að íhuga stöðu sína alvarlega. 12.4.2013 13:10
Bjarni finnur fyrir stuðningi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa fengið mjög mikinn stuðning og hvatningu um að halda áfram eftir að hann tilkynnti í gær að hann íhugaði að segja af sér og hvort betra væri fyrir flokkinn að Hanna Birna Kristjánsdóttir tæki við. 12.4.2013 12:56
Lögreglan lýsir eftir Önnu Kristínu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Önnu Kristínu Ólafsdóttur, 47 ára. Anna er rúmlega 170 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með dökkt stutt hár. Hún er talin vera í brúnum rússkinsjakka, gallabuxum , svörtum stígvélum og með grátt hliðar veski. 12.4.2013 12:25
Konu á fimmtugsaldri leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og björgunarsveitir eru nú að hefja leit að konu á fimmtugsaldri sem ekkert hefur spurst til síðan kl. 20 í gær. Konan var klædd í brúnan rúskinsjakka, bláar gallabuxur og svört leðurstígvél þegar hún fór að heiman í vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöld. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í vesturborginni. 12.4.2013 11:55
Spurning hvort að Bjarni hafi sagt of mikið "Þetta samtal hans í gær er eitthvað sem maður á við sína nánustu vini, en það fór fram fyrir framan alþjóð," segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur. 12.4.2013 11:06
Húsasmiðjan verður að afhenda sérstökum saksóknara ráðningasamninga Hæstiréttur hefur staðfest kröfu sérstaks saksóknara um að Húsasmiðjunni verði gert að afhenda sérstökum saksóknara afrit af ráðningarsamningum nokkurra starfsmanna fyrirtækjanna. 12.4.2013 10:58
Stal síma og hringdi til Sýrlands Karlmaður tilkynnti á dögunum að farsíma sínum hefði verið stolið á skemmtistað í umdæminu. Síminn var nýlegur og hafði kostað 100 þúsund krónur. Maðurinn sagði símann hafa verið notaðan daginn eftir að honum var stolið og hefði verið hringt úr honum til útlanda, þar á meðal til Sýrlands, fyrir þrjátíu þúsund krónur. 12.4.2013 10:30
Fjöldi nýliða á þingi Einungis fjórtán þingmenn af 63 sem sátu á Alþingi fyrir bankahrunið árið 2008 myndu sitja á þingi eftir kosningar 27. apríl næstkomandi verði niðurstöður kosninganna í takti við niðurstöður skoðanakannana sem hafa birst að undanförnu. 12.4.2013 10:12
Djúpið frumsýnt í Noregi Djúpið, kvikmynd Baltasars Kormáks, verður frumsýndi í Noregi í dag og ríkir nokkur eftirvænting meðal þarlendra sem og aðstandenda kvikmyndarinnar. 12.4.2013 07:36
Átta ár fyrir nauðgun og hrottalegt ofbeldi Jens Hjartarson nauðgaði konu og lúbarði fyrrverandi unnustu sína á meðan hún hélt á barninu sínu. 12.4.2013 07:00
Þarf að horfa til allra eigna við afnám gjaldeyrishafta Fulltrúar í þverpólitískri nefnd vara við einstökum aðgerðum varðandi erlendar eignir hérlendis. Ekki megi selja banka eða losa snjóhengju í sértækum aðgerðum. Fjárþörf úr krónueignum geti skert samningsstöðu. 12.4.2013 07:00
Tannlækningar fyrir börn verða ókeypis Langþráður samningur á milli tannlækna og velferðarráðuneytisins var undirritaður í gær. Samningurinn felur í sér stórbætta þjónustu við barnafjölskyldur. Nýtt kerfi verður innleitt í þrepum og fá 15-17 ára ungmenni þjónustuna fyrst. 12.4.2013 07:00
Útskúfuð Blönduóslögga í mál við ríkið Fyrrverandi lögregluvarðstjóri vill komast aftur til starfa á Blönduósi eftir að hann var sýknaður af kynferðisbroti. Hann segist vera "milli steins og sleggju tveggja stjórnvalda“ og kvartar undan því að lögreglustjórinn svari ekki erindum hans. 12.4.2013 07:00
Vopnuð íhlutun er alltaf sísti kosturinn Vopnuð íhlutun í þeim tilgangi að skipta um stjórnendur ríkis eða bylta stjórnskipan kann aldrei góðri lukku að stýra. Þetta segir John Prescott, fyrrverandi aðstoðarforsætisráherra Bretlands, í samtali við Fréttablaðið. 12.4.2013 07:00
13.200 fermetra vinnubúðir við Bjarnarflag Stefnt er að því að fyrirhugaðar vinnubúðir Bjarnarflagsvirkjunar verði reistar á lóð Kísiliðjunnar. Gert er ráð fyrir tólf byggingarreitum alls 13.200m². Þetta kemur fram í auglýsingu um deiliskipulag frá skipulags- og byggingarfulltrúa Skútustaðahrepps sem birt var í Mýflugunni í gær. 12.4.2013 07:00
Reyndi að stöðva birtingu stuðningslistans Lögmaður Guðnýjar Jónu Kristjánsdóttur, Berglind Svavarsdóttir, reyndi að koma í veg fyrir birtingu stuðningslista með 113 nöfnum í blaðinu Skránni á Húsavík árið 2000. 12.4.2013 07:00
Gunnar fundinn sekur um trúnaðarbrot Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi í gær Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóra Fjármálaeftirlitsins, fyrir brot á þagnarskyldu með því að koma upplýsingum um viðskipti þingmannsins Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til fjölmiðla í því skyni að koma á hann höggi. 12.4.2013 07:00
Vilja ríkislóðir fyrir leiguíbúðir „Þetta er ekki það eina sem þarf að gera til að efla leigumarkaðinn en væri að okkar mati mjög áhugavert og mikilvægt verkefni til að byggja upp öruggan leigumarkað,“ segir Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, sem vill samstarf við ríkið um uppbyggingu öruggari leigumarkaðar í Reykjavík. 12.4.2013 07:00
Fá veiðikortið fyrir nætureftirlit „Meirihlutinn í nefndinni er sammála því að gera þetta svona,“ segir Álfheiður Ingadóttir, formaður Þingvallanefndar, um samkomulag sem felur í sér að ekkert verður af banni við næturveiði í Þingvallavatni. 12.4.2013 07:00