Innlent

Maður í vélhjólagengi handtekinn fyrir líkamsárás

Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn skömmu eftir klukkan þrjú í nótt eftir alvarlega líkamsárás á skemmtistað í borginni.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er maðurinn meðlimur í vélhjólasamtökum en lögreglan tiltekur ekki hvaða samtök það eiga að vera. Maðurinn var í mjög annarlegu ástandi þegar ásrásin átti sér stað auk þess sem fíkniefni fundust í hans fórum. Ekki er vitað um ástand mannsins sem lenti í árásinni.

Þá var annar karlmaður handtekin rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Sá kastaði glasi í fólk sem leiddi af sér að einn þurftu að leita á slysadeild vegna meiðsla. Maðurinn sem kastaði glasinu er tæplega tvítugur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×