Innlent

Alfreð skoraði tvö í sigri Heerenveen

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alfreð Finnbogason
Alfreð Finnbogason Mynd. / Getty Images
Alfreð Finnbogason var heldur betur á skotskónum þegar Heerenveen lagði Willem II, 3-2, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Alfreð skoraði tvö mörk í leiknum.

Ricardo Ippel kom Willem II yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik en Yassine El Ghanassy jafnaði metin fyrir Heerenveen í upphafi síðari hálfleiksins.

Alfreð Finnbogason kom síðan heimamönnum yfir tveim mínútum síðar með laglega marki.

Aurélien Joachim jafnaði metin fyrir Willem II tíu mínútum fyrir leikslok en það var okkar maður sem tryggði Heerenveen sigurinn úr vítaspyrnu fimm mínútum fyrir leikslok.

Heerenveen er í sjöunda sæti deildarinnar með 41 stig. Alfreð hefur skorað 21 mark fyrir Heerenveen á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×