Innlent

Snjóflóðahætta á Tröllaskaga

Björgunarsveitarmenn bjarga fólki í föstum bílum á norðanverðu landinu.
Björgunarsveitarmenn bjarga fólki í föstum bílum á norðanverðu landinu.
Björgunarsveitarmenn voru fram undir miðnætti að aðstoða fólk í föstum bílum um norðanvert landið og þar um slóðir snjóaði fram undir morgun. Ólafsfjarðarmúla var lokað í gærkvöldi vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Mikil snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar.

Mikið snjóaði á Austfjörðum og óstaðfestar fregnir hafa borist af rafmagnstruflunum þar. Þrátt fyrir erfiðleika á vegunum í gær, hafa ekki borist fréttir af slysum eða alvarlegum óhöppum. Lítil sem engin umferð var um þjóðvegina fyrir norðan og austan í nótt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×