Leik lokið: Stjarnan-FH 2-2 | Markaflóð í lokin en bara stig á lið Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 19:54 Stjarnan - Keflavík Besta Deild Kvenna Sumar 2024 Stjarnan og FH gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld og gestirnir úr Hafnarfirðinum töpuðu tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Það voru þó Stjörnukonur sem komust tvisvar yfir í leiknum en FH jafnaði í bæði skiptin. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrra Stjörnunnar strax á 19. mínútu eftir frábæra sókn og sendingu frá Úlfu Dís Úlfarsdóttur. Arna Eiríksdóttir jafnaði metin eftir hornspyrnu á 76. mínútu en varamaðurinn Snædís María Jörundsdóttir kom Garðabæjarliðinu aftur yfir þegar átta mínútur voru eftir.. Berglind Freyja Hlynsdóttir átti hins vegar lokaorðið þremur mínútum síðar og tryggði FH eitt stig. Þetta voru fín úrslit fyrir nýkrýnda bikarmeistara Breiðabliks sem geta fyrir vikið náð átta stiga forystu á toppnum annað kvöld. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld. Besta deild kvenna Stjarnan FH
Stjarnan og FH gerðu 2-2 jafntefli í Bestu deild kvenna í fótbolta í kvöld og gestirnir úr Hafnarfirðinum töpuðu tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni. Það voru þó Stjörnukonur sem komust tvisvar yfir í leiknum en FH jafnaði í bæði skiptin. Birna Jóhannsdóttir skoraði fyrra Stjörnunnar strax á 19. mínútu eftir frábæra sókn og sendingu frá Úlfu Dís Úlfarsdóttur. Arna Eiríksdóttir jafnaði metin eftir hornspyrnu á 76. mínútu en varamaðurinn Snædís María Jörundsdóttir kom Garðabæjarliðinu aftur yfir þegar átta mínútur voru eftir.. Berglind Freyja Hlynsdóttir átti hins vegar lokaorðið þremur mínútum síðar og tryggði FH eitt stig. Þetta voru fín úrslit fyrir nýkrýnda bikarmeistara Breiðabliks sem geta fyrir vikið náð átta stiga forystu á toppnum annað kvöld. Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.