Innlent

Spila í Saturday night live

Hljómsveitin Of Monters and men spilar í einum frægasta grínþætti veraldar í byrjun maí, eða þættinum Saturday night live.

Það verður grínleikarinn frægi, Zach Galifianakis, sem verður kynnir þáttarins, en flestir kannast kannski við kauða úr kvikmyndinni Hangover.

Það er óhætt að segja að hljómsveitin sé að slá í gegn í Bandaríkjunum en þau hafa að auki spilað í helstu spjallþáttum Bandaríkjanna, meðal annars hjá Jay Leno.

Í viðhengi hér fyrir ofan má svo sjá óskarsverðlaunaleikarann Christoph Waltz kynna hljómsveitina Alabama Shakes á svið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×