Innlent

Jóhanna og föruneyti komin til Kína

Jóhanna er í Kína ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Leósdóttur.
Jóhanna er í Kína ásamt eiginkonu sinni, Jónínu Leósdóttur.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra kom til Kína í gærkvöldi ásamt fríðu föruneyti. Í viðtali við kínversku fréttastofuna Xinhua segist Jóhanna bjartsýn á að skrifað verði undir fríverslunarsamning á milli ríkjanna á morgun.

Jóhanna segir samninginn koma báðum aðilum afskaplega vel, íslenskir útflytjendur fái aukin tækifæri á kínverskum mörkuðum og að þá muni verð á vörum framleiddum í Kína lækka hér á landi.

Þá gefi samningurinn Kínverjum kost á að komast í færi við íslenska sérfræðiþekkingu á sviði jarðvarma. Með samningnum verður Ísland fyrsta Evrópuríkið sem gerir fríverslunarsamning við Kínverja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×