Íslendingar í útlöndum sjöunda kjördæmið Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 14. apríl 2013 18:47 Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum. Fjölmargir Íslendingar fluttu af landi brott síðustu eftir að efnahagshrunið reið yfir þótt nokkuð hafi dregið úr síðustu misserin. Við síðustu alþingiskosningar voru íslendingar búsettir erlendis sem þó höfðu kosningarétt 9924 en þeim hefur nú fjölgað um 28,5 prósent, eru nú 12757. Þetta þýðir að Íslendingar erlendis eru 4,4 prósent kjósendatölunnar en alls eru kjósendur fyrir þessar kosningar 237957. Ef þessi tala er sett í samhengi við fjölda kjósenda í einstaka sveitarfélögum má sjá að það eru nokkuð fleiri kjósendur í útlöndum, en búa í Garðabæ svo dæmi sé tekið en þar eru 12274 á kjörskrárstofni. En hvernig dreifast þessi Íslendingar um heiminn? Það kemur ekki á óvart að langflestir eru þeir á Norðurlöndunum eða 9 099. Í tölum frá þjóðskrá má sjá að flestir búa í Noregi eða 3 560 kjósendur. Litlu færri eru í Danmörku, 3 378 og í Svíþjóð búa 2007. Annarsstaðar í Evrópu eru kjósendur 2044 talsins. flestir búa þeir í Bretlandi 596 og í Þýskalandi eru þeir 366. Í Ameríku búa 1074, flestir í Bandaríkjunum, 871 en 161 í Kanada. Í Afríku búa 94 sem eru á kjörskrá, Þar af flestir í Máritaníu þar sem 27 eru staddir en í Suður Afríku búa 16. Í Asíu búa 246, þar af flestir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem 41 Íslendingur á tök á að kjósa. 39 búa í Kína og 38 í Sádi-Arabíu. Og hinum megin á hnettinum, í Eyjaálfu, eru 99 Íslendingar á kjörskrárstofni. Flestir búa þeir í Ástralíu 57 talsins en 42 búa á Nýja Sjálandi. Kosningar 2013 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira
Íslendingum á kjörskrá, sem eiga lögheimili erlendis, hefur fjölgað um tæp þrjátíu prósent frá síðustu kosningum. Hópurinn telur tæplega þrettán þúsund manns og búa flestir á Norðurlöndunum. Fjölmargir Íslendingar fluttu af landi brott síðustu eftir að efnahagshrunið reið yfir þótt nokkuð hafi dregið úr síðustu misserin. Við síðustu alþingiskosningar voru íslendingar búsettir erlendis sem þó höfðu kosningarétt 9924 en þeim hefur nú fjölgað um 28,5 prósent, eru nú 12757. Þetta þýðir að Íslendingar erlendis eru 4,4 prósent kjósendatölunnar en alls eru kjósendur fyrir þessar kosningar 237957. Ef þessi tala er sett í samhengi við fjölda kjósenda í einstaka sveitarfélögum má sjá að það eru nokkuð fleiri kjósendur í útlöndum, en búa í Garðabæ svo dæmi sé tekið en þar eru 12274 á kjörskrárstofni. En hvernig dreifast þessi Íslendingar um heiminn? Það kemur ekki á óvart að langflestir eru þeir á Norðurlöndunum eða 9 099. Í tölum frá þjóðskrá má sjá að flestir búa í Noregi eða 3 560 kjósendur. Litlu færri eru í Danmörku, 3 378 og í Svíþjóð búa 2007. Annarsstaðar í Evrópu eru kjósendur 2044 talsins. flestir búa þeir í Bretlandi 596 og í Þýskalandi eru þeir 366. Í Ameríku búa 1074, flestir í Bandaríkjunum, 871 en 161 í Kanada. Í Afríku búa 94 sem eru á kjörskrá, Þar af flestir í Máritaníu þar sem 27 eru staddir en í Suður Afríku búa 16. Í Asíu búa 246, þar af flestir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum þar sem 41 Íslendingur á tök á að kjósa. 39 búa í Kína og 38 í Sádi-Arabíu. Og hinum megin á hnettinum, í Eyjaálfu, eru 99 Íslendingar á kjörskrárstofni. Flestir búa þeir í Ástralíu 57 talsins en 42 búa á Nýja Sjálandi.
Kosningar 2013 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Sjá meira