Innlent

Arnór gerði tvö í sigri á Randers

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnór Smárason
Arnór Smárason Mynd / AFP
Esbjerg vann Randers, 4-0, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Arnór Smárason skoraði tvö mörk fyrur Esbjerg í leiknum.

Fyrsta mark leiksins Yousset Toutouh eftir um hálftíma leik og var staðan 1-0 í hálfleik. Arnór Smárason skoraði síðan annað mark leiksins í upphafi síðari hálfleiksins.

Martin Braithwaite gerði þriðja mark leiksins aðeins þremur mínútum síðar en Arnór Smárason gerði lokamark leiksins tíu mínútum fyrir leikslok.

Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers en náði ekki að setja mark sitt á leikinn.

Esbjerg er í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig en Randers í því þriðja með 44 stig og því var þetta frábær sigur fyrir heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×