Fleiri fréttir Hvernig getum við hjálpað öðrum þjóðum? "Maður horfir upp á fólk vera matarlaust síðustu tíu daga mánaðarins. Svo verður maður vitni að því að Alþingi samþykkir að senda 24 milljarða í neyðaraðstoð til annarra þjóða. Hvernig getur jafn illa stödd þjóð og okkar hjálpað öðrum þjóðum?“ 28.3.2013 18:16 Mandela allur að koma til Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, bregst vel við meðferð sem hann gengst nú undir eftir að lungnabólga tók sig upp að nýju. 28.3.2013 17:57 Óviðunandi ástand Fornleifafræðingafélag Íslands gagnrýnir mennta- og menningarmálaráðherra og Minjastofnunum Íslands fyrir þann drátt sem orðið hefur á auglýsingu styrkja úr Fornminjasjóði. 28.3.2013 17:56 Tvær ungar stelpur brenndust við Geysi "Íslenskir krakkar þekkja hættuna af heitu vatni en þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að það sé 100°C heitt vatn flæðandi meðfram gangstéttinni. Það er ekkert sem varar fólk við," segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður. 28.3.2013 17:37 "Árni kryddaði tilveruna á Alþingi" Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sleit þingi í nótt. Í ræðu sinni minntist hún þeirra þingmanna sem nú hverfa af þingi. Auk hennar sjálfrar má nefna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. 28.3.2013 16:46 Typpin fjarlægð af Laugavegi Margir sem nú eiga leið um Laugaveginn taka kannski eftir því að hann virkar rýmri en áður. Ástæðan er sú að búið er að fjarlægja alla polla sem voru innan við fjóra metra frá húsvegg og einnig þá sem þóttu þrengja að gangandi og akandi vegfarendum. Útkoman er breiðari gangstétt og gata vegfarendum til hægðarauka. 28.3.2013 16:00 Júlli í Draumnum kaupir James Bönd Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, hefur fest kaup á myndbandaleigunni og söluturninum James Bönd í Skipholti. 28.3.2013 15:49 Síðustu vikur þær döprustu á ferlinum Samkomulag náðist um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi um klukkan níu í gærkvöldi. Meðal mála sem voru samþykkt á þessum síðasta þingfundi var stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík, frumvarp um kísilver á Bakka og frumvarp um stuðning um uppbyggingu vegna atvinnustarfsemi vegna iðnaðar á Bakka og þá voru ný náttúruverndarlög samþykkt. 28.3.2013 13:53 Athugasemd frá Nóa Síríus „Það er rétt sem fram kemur í frétt á Vísi.is að barnaþrælkun er ljótur blettur á kakóbaunarækt á Fílabeinsströndinni en vegna fátæktar og viðvarandi stríðsástands á þessum slóðum hefur gengið illa útrýma þessu vandamáli." 28.3.2013 13:32 Leita á frekar til ungmenna Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna séu ungmennin sjálf. 28.3.2013 12:56 Tollvörðurinn látinn laus Tollvörður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli hefur verið látinn laus. 28.3.2013 11:05 Stökkvararnir fá sálfræðiaðstoð Fallhlífastökkvarinn Hjörtur Blöndal hefur skrifað pistil fyrir hönd stökkhópsins í Flórída þar sem hann útskýrir sjónarhorn hópsins sem enn dvelur vestanhafs. 28.3.2013 10:54 Stigu trylltan dans Óhætt er að segja að norðurljósin hafi skartað sínu fegursta þann 17. mars síðastliðinn við náttúruperlur Íslands. 28.3.2013 10:18 Þingfundum frestað í nótt Fundum Alþingis var frestað rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las þá upp forsetabréf um þingfrestun og hélt síðan stutta ræðu en þetta var síðasti þingfundur hennar eftir um þrjátíu og fimm ára samfelldan feril á Alþingi. Hún hefur setið þar lengst allra kvenna í sögunni. 28.3.2013 09:59 Braust inn í apótek Brotist var inn í apótek í Salahverfinu á öðrum tímanum í nótt. Innbrotsþjófurinn var á bak og burt þegar lögregla og öryggisverðir komu á staðinn. 28.3.2013 09:54 Gott skíðaveður Landsmenn geta skellt sér á skíði víðast hvar á landinu í dag ef frá eru taldir íbúar á höfuðborgarsvæðinu. 28.3.2013 09:49 Umhverfismat og þverun fjarðarins Í mati á umhverfisáhrifum vegna Snæfellsnesvegar um Kolgrafafjörð, sem unnið var af Vegagerðinni, kemur fram að vatnsskipti fjarðarins hafi verið eitt af grundvallaratriðunum við hönnun vegarins. 28.3.2013 06:00 Tók að sér ungling og misnotaði hann Ómar Traustason fékk þriggja ára fangelsisdóm fyrir að brjóta ítrekað og gróflega gegn pilti sem þá var 14 og 15 ára. Hann veitti piltinum húsaskjól eftir að fjölskylda hans varð heimilislaus, gaf honum mat og nestispening og hélt að honum fíkniefnum. 28.3.2013 06:00 Rannsaka hvort vegagerð var ástæða síldardauðans Vegagerðin og Hafrannsóknastofnun ráðast sameiginlega í verkefni sem lýtur að því að kanna hvort samhengi er á milli síldardauðans í Kolgrafafirði og þverunar fjarðarins. Staðfest er að síldin drapst úr súrefnisskorti. 28.3.2013 06:00 Vill færa Þorláksbúð frá Skálholtskirkju Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hvetur til þess í skýrslu sinni að samkomulag verði gert um að færa nýgerða yfirbyggingu yfir Þorláksbúð. Nefndin fjallaði um málið í kjölfar bréflegrar athugasemdar um ráðstöfun styrkja úr ríkissjóði til Félags áhugafólks um uppbyggingu Þorláksbúðar. 28.3.2013 06:00 Bara aurar miðað við tjónið „Þetta eru bara aurar miðað það sem hefði orðið ef við hefðum fengið verkið,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar, sem fékk í gær dæmdar um 249 milljónir króna í bætur frá íslenska ríkinu. 28.3.2013 06:00 Náðu að frysta 18.100 loðnutonn Loðnuvertíðinni er lokið hjá HB Granda og skip fyrirtækisins náðu að veiða úthlutaðan kvóta í lok síðustu viku. Afli skipanna nam alls 86.150 tonnum. Alls nam framleiðsla á frystum loðnuafurðum á vegum HB Granda um 18.100 tonnum á vertíðinni. 28.3.2013 06:00 Framsókn vildi ekki Landspítala Allt útlit var fyrir að þingstörfum mundi ljúka í gær í eins mikilli sátt og hægt var, miðað við deilur undanfarinnar daga. Samningar náðust daginn áður á milli formanna flokkanna um þingfrestun. Undir kvöldmat hljóp hins vegar snurða á þráðinn þegar Framsóknarflokkurinn neitaði að afgreiða lög um byggingu nýs Landspítala. 28.3.2013 06:00 Lést í slysi á Skeiðavegi Maðurinn sem lést í árekstri jeppa og dráttarvélar á Skeiðavegi mánudaginn 25. mars hét Ellert Þór Benediktsson. 28.3.2013 06:00 EasyJet eykur starfsemi sína Ferðamennska Breska flugfélagið EasyJet hefur ákveðið að tvöfalda starfsemi sína á Íslandi og bjóða upp á þrjár flugleiðir allt árið um kring. 28.3.2013 06:00 Glöggt fylgst með Heklu Óvissustig vegna óvenjulegra jarðhræringa í Heklu er enn í gildi. Engir atburðir eru þó í gangi sem benda til að eldgos sé yfirvofandi, segir í tilkynningu Almannavarna. 28.3.2013 06:00 Frekari aðgerða þörf gegn spillingu GRECO - samtök ríkja í Evrópuráðinu gegn spillingu, birtir í dag nýja matsskýrslu um Ísland. 28.3.2013 00:22 Kennarar undirbúi komu spjaldtölvanna Undirbúningur kennara ræður því hvort spjaldtölvuvæðing í skólum heppnast. Í greinargerð um möguleika spjaldtölvunotkun í grunnskólum Reykjavíkur segir að tæknin sem slík skipti ekki mestu, heldur hvernig bæta megi skólastarf. 28.3.2013 00:01 Fimm hælisleitendamál kærð á mánuði 28.3.2013 00:01 Stöðugleiki og nýr gjaldmiðill Samfylkingin leggur áherslu á að tryggja öllum öruggt húsnæði, vill mynda nýja þjóðarsátt um stöðugleika og hefja strax undirbúning upptöku evru. Árni Páll Árnason segir Fréttablaðinu frá því að flokkurinn ætli ekki að taka þátt í kosningaloforðasúpu. 28.3.2013 00:01 Samkomulagi náð um þinglok Tillaga um breytingar á stjórnarskrá samþykkt. Síðasti þingfundur Jóhönnu Sigurðardóttur eftir 35 ár á þingi. 27.3.2013 21:34 Segir kynþáttafordóma hafa aukist á Íslandi Salmann Tamimi, varaformaður félags múslima á Íslandi, átti í orðaskiptum við starfsmann Matfugls í gær. 27.3.2013 20:39 Fullyrt að íslenskt súkkulaði eigi uppruna í barnaþrælkun Íslandsdeild alþjóðasamtakanna Stop the Traffik skorar á íslenskan almenning að þrýsta á íslenska sælgætisframleiðendur. 27.3.2013 20:11 Stefnt að þinglokum í kvöld þrátt fyrir deilur Enn logar allt í ágreiningi á Alþingi um stjórnarskrármálið og fleiri stór mál. Um hundrað stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár mótmæla nú á Austurvelli. 27.3.2013 18:41 Segir lög um ættleiðingar samkynhneigðra ekki hafa náð að þjóna tilgangi sínum Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að bæta þurfi um betur og tryggja að lögin komist í framkvæmd. 27.3.2013 18:23 Tvær konur skipaðar í Héraðsdóm Reykjavíkur Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðingur við embætti landlæknis, og Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, hafa verið skipaðar í embætti héraðsdómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættin tvö voru auglýst laus til umsóknar þann 30. janúar síðastliðinn. 27.3.2013 16:43 Ný simla í Húsdýragarðinn Eitt hreindýr bættist í litlu hreindýrahjörðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gærkvöldi þegar veturgamalli simlu, sem er kvenkyns hreindýr, var sleppt í garðinum eftir ferðalag að austan. Þar hitti hún fyrir vetrungana Tind, Heiði og Austra og hina fimm vetra Regínu. 27.3.2013 16:32 Máttu ekki skoða tölvupóst fyrrverandi starfsmanns síns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tölvufyrirtækið Advanía, sem áður hét EJS, til þess að greiða Guðjóni Magnússyni, fyrrverandi starfsmanni 300 þúsund í miskabætur. Þá var fyrirtækið dæmt til að greiða 1200 þúsund krónur í málskostnað. Ástæðan er sú að fyrirtækið sótti tölvupóst á tölvupóstfang Guðjóns án hans vitneskju. Guðjón hóf störf hjá EJS í maí 2006 og vann hjá fyrirtækinu þar til 3. febrúar 2009 en hann var einn helsti sérfræðingur fyrirtækisins í Microsoft hugbúnaði. 27.3.2013 15:47 Aldrei sannað að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið myrtir Aldrei hefur verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnið við hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson þáverandi lögmaður og síðar hæstaréttardómari í grein í Morgunblaðinu. Greinina ritaði Jón Steinar í ágúst 1997, fáeinum dögum eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku málsins. 27.3.2013 15:07 Svartsýnar spár í Eurovision: Öndum bara rólega "Ég fer varlega í að skoða þessar spár og trúa þeim - keppnin er ekki hafin,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, okkar helsti Eurovision-sérfræðingur. Veðmálasíðan Betsson.com spáir Íslandi 30. til 34. sæti og aðrar sambærilegar síður spá okkur svipuðum árangri. 27.3.2013 14:28 Ekki ætlunin að mismuna nemendum "Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi að auka mismun heldur stuðla að jafnrétti,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Blindrafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu með greinagerð tveggja lögmanna þar sem fullyrt er að nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 27.3.2013 14:05 Enn óvissa vegna Heklu Óvissustig vegna Heklu er enn í gildi. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að engir atburðir séu nú í gangi sem bendi til að eldgos sé yfirvofandi en í samráði við Veðurstofu Íslands verði áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verði staðan endurmetin í næstu viku. 27.3.2013 13:48 Samkynhneigð pör hafa ekki ættleitt börn Ekkert par af sama kyni, sem búsett er hér á landi, hefur ættleitt barn frá árinu 2006 - hvorki innan lands né erlendis frá. Svipaða sögu eru að segja þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum. 27.3.2013 13:34 Að óbreyttu fá nýútskrifaðir lögreglumenn ekki vinnu Á annan tug lögreglumanna, sem útskrifuðust úr lögregluskólanum síðustu jól, fær enga vinnu þar sem niðurskurður síðustu ára hefur fækkað störfum verulega. Tuttugu í viðbót útskrifast næstu jól og sjá þeir heldur ekki fram á að fá vinnu við löggæslu. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af ástandinu. 27.3.2013 12:15 Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27.3.2013 12:13 Sjá næstu 50 fréttir
Hvernig getum við hjálpað öðrum þjóðum? "Maður horfir upp á fólk vera matarlaust síðustu tíu daga mánaðarins. Svo verður maður vitni að því að Alþingi samþykkir að senda 24 milljarða í neyðaraðstoð til annarra þjóða. Hvernig getur jafn illa stödd þjóð og okkar hjálpað öðrum þjóðum?“ 28.3.2013 18:16
Mandela allur að koma til Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, bregst vel við meðferð sem hann gengst nú undir eftir að lungnabólga tók sig upp að nýju. 28.3.2013 17:57
Óviðunandi ástand Fornleifafræðingafélag Íslands gagnrýnir mennta- og menningarmálaráðherra og Minjastofnunum Íslands fyrir þann drátt sem orðið hefur á auglýsingu styrkja úr Fornminjasjóði. 28.3.2013 17:56
Tvær ungar stelpur brenndust við Geysi "Íslenskir krakkar þekkja hættuna af heitu vatni en þetta fólk gerir sér ekki grein fyrir að það sé 100°C heitt vatn flæðandi meðfram gangstéttinni. Það er ekkert sem varar fólk við," segir Börkur Hrólfsson leiðsögumaður. 28.3.2013 17:37
"Árni kryddaði tilveruna á Alþingi" Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sleit þingi í nótt. Í ræðu sinni minntist hún þeirra þingmanna sem nú hverfa af þingi. Auk hennar sjálfrar má nefna Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Árna Johnsen, þingmann Sjálfstæðisflokksins. 28.3.2013 16:46
Typpin fjarlægð af Laugavegi Margir sem nú eiga leið um Laugaveginn taka kannski eftir því að hann virkar rýmri en áður. Ástæðan er sú að búið er að fjarlægja alla polla sem voru innan við fjóra metra frá húsvegg og einnig þá sem þóttu þrengja að gangandi og akandi vegfarendum. Útkoman er breiðari gangstétt og gata vegfarendum til hægðarauka. 28.3.2013 16:00
Júlli í Draumnum kaupir James Bönd Júlíus Þorbergsson, betur þekktur sem Júlli í Draumnum, hefur fest kaup á myndbandaleigunni og söluturninum James Bönd í Skipholti. 28.3.2013 15:49
Síðustu vikur þær döprustu á ferlinum Samkomulag náðist um þinglok og afgreiðslu mála á Alþingi um klukkan níu í gærkvöldi. Meðal mála sem voru samþykkt á þessum síðasta þingfundi var stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík, frumvarp um kísilver á Bakka og frumvarp um stuðning um uppbyggingu vegna atvinnustarfsemi vegna iðnaðar á Bakka og þá voru ný náttúruverndarlög samþykkt. 28.3.2013 13:53
Athugasemd frá Nóa Síríus „Það er rétt sem fram kemur í frétt á Vísi.is að barnaþrælkun er ljótur blettur á kakóbaunarækt á Fílabeinsströndinni en vegna fátæktar og viðvarandi stríðsástands á þessum slóðum hefur gengið illa útrýma þessu vandamáli." 28.3.2013 13:32
Leita á frekar til ungmenna Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði, haldin á Egilsstöðum 20. - 22. mars 2013, skorar á íslensk stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum þau sem varða ungmennin sjálf. Bestu málsvarar ungmenna séu ungmennin sjálf. 28.3.2013 12:56
Tollvörðurinn látinn laus Tollvörður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 21. febrúar í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli hefur verið látinn laus. 28.3.2013 11:05
Stökkvararnir fá sálfræðiaðstoð Fallhlífastökkvarinn Hjörtur Blöndal hefur skrifað pistil fyrir hönd stökkhópsins í Flórída þar sem hann útskýrir sjónarhorn hópsins sem enn dvelur vestanhafs. 28.3.2013 10:54
Stigu trylltan dans Óhætt er að segja að norðurljósin hafi skartað sínu fegursta þann 17. mars síðastliðinn við náttúruperlur Íslands. 28.3.2013 10:18
Þingfundum frestað í nótt Fundum Alþingis var frestað rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las þá upp forsetabréf um þingfrestun og hélt síðan stutta ræðu en þetta var síðasti þingfundur hennar eftir um þrjátíu og fimm ára samfelldan feril á Alþingi. Hún hefur setið þar lengst allra kvenna í sögunni. 28.3.2013 09:59
Braust inn í apótek Brotist var inn í apótek í Salahverfinu á öðrum tímanum í nótt. Innbrotsþjófurinn var á bak og burt þegar lögregla og öryggisverðir komu á staðinn. 28.3.2013 09:54
Gott skíðaveður Landsmenn geta skellt sér á skíði víðast hvar á landinu í dag ef frá eru taldir íbúar á höfuðborgarsvæðinu. 28.3.2013 09:49
Umhverfismat og þverun fjarðarins Í mati á umhverfisáhrifum vegna Snæfellsnesvegar um Kolgrafafjörð, sem unnið var af Vegagerðinni, kemur fram að vatnsskipti fjarðarins hafi verið eitt af grundvallaratriðunum við hönnun vegarins. 28.3.2013 06:00
Tók að sér ungling og misnotaði hann Ómar Traustason fékk þriggja ára fangelsisdóm fyrir að brjóta ítrekað og gróflega gegn pilti sem þá var 14 og 15 ára. Hann veitti piltinum húsaskjól eftir að fjölskylda hans varð heimilislaus, gaf honum mat og nestispening og hélt að honum fíkniefnum. 28.3.2013 06:00
Rannsaka hvort vegagerð var ástæða síldardauðans Vegagerðin og Hafrannsóknastofnun ráðast sameiginlega í verkefni sem lýtur að því að kanna hvort samhengi er á milli síldardauðans í Kolgrafafirði og þverunar fjarðarins. Staðfest er að síldin drapst úr súrefnisskorti. 28.3.2013 06:00
Vill færa Þorláksbúð frá Skálholtskirkju Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hvetur til þess í skýrslu sinni að samkomulag verði gert um að færa nýgerða yfirbyggingu yfir Þorláksbúð. Nefndin fjallaði um málið í kjölfar bréflegrar athugasemdar um ráðstöfun styrkja úr ríkissjóði til Félags áhugafólks um uppbyggingu Þorláksbúðar. 28.3.2013 06:00
Bara aurar miðað við tjónið „Þetta eru bara aurar miðað það sem hefði orðið ef við hefðum fengið verkið,“ segir Tyrfingur Guðmundsson, einn eigenda Hópbílaleigunnar, sem fékk í gær dæmdar um 249 milljónir króna í bætur frá íslenska ríkinu. 28.3.2013 06:00
Náðu að frysta 18.100 loðnutonn Loðnuvertíðinni er lokið hjá HB Granda og skip fyrirtækisins náðu að veiða úthlutaðan kvóta í lok síðustu viku. Afli skipanna nam alls 86.150 tonnum. Alls nam framleiðsla á frystum loðnuafurðum á vegum HB Granda um 18.100 tonnum á vertíðinni. 28.3.2013 06:00
Framsókn vildi ekki Landspítala Allt útlit var fyrir að þingstörfum mundi ljúka í gær í eins mikilli sátt og hægt var, miðað við deilur undanfarinnar daga. Samningar náðust daginn áður á milli formanna flokkanna um þingfrestun. Undir kvöldmat hljóp hins vegar snurða á þráðinn þegar Framsóknarflokkurinn neitaði að afgreiða lög um byggingu nýs Landspítala. 28.3.2013 06:00
Lést í slysi á Skeiðavegi Maðurinn sem lést í árekstri jeppa og dráttarvélar á Skeiðavegi mánudaginn 25. mars hét Ellert Þór Benediktsson. 28.3.2013 06:00
EasyJet eykur starfsemi sína Ferðamennska Breska flugfélagið EasyJet hefur ákveðið að tvöfalda starfsemi sína á Íslandi og bjóða upp á þrjár flugleiðir allt árið um kring. 28.3.2013 06:00
Glöggt fylgst með Heklu Óvissustig vegna óvenjulegra jarðhræringa í Heklu er enn í gildi. Engir atburðir eru þó í gangi sem benda til að eldgos sé yfirvofandi, segir í tilkynningu Almannavarna. 28.3.2013 06:00
Frekari aðgerða þörf gegn spillingu GRECO - samtök ríkja í Evrópuráðinu gegn spillingu, birtir í dag nýja matsskýrslu um Ísland. 28.3.2013 00:22
Kennarar undirbúi komu spjaldtölvanna Undirbúningur kennara ræður því hvort spjaldtölvuvæðing í skólum heppnast. Í greinargerð um möguleika spjaldtölvunotkun í grunnskólum Reykjavíkur segir að tæknin sem slík skipti ekki mestu, heldur hvernig bæta megi skólastarf. 28.3.2013 00:01
Stöðugleiki og nýr gjaldmiðill Samfylkingin leggur áherslu á að tryggja öllum öruggt húsnæði, vill mynda nýja þjóðarsátt um stöðugleika og hefja strax undirbúning upptöku evru. Árni Páll Árnason segir Fréttablaðinu frá því að flokkurinn ætli ekki að taka þátt í kosningaloforðasúpu. 28.3.2013 00:01
Samkomulagi náð um þinglok Tillaga um breytingar á stjórnarskrá samþykkt. Síðasti þingfundur Jóhönnu Sigurðardóttur eftir 35 ár á þingi. 27.3.2013 21:34
Segir kynþáttafordóma hafa aukist á Íslandi Salmann Tamimi, varaformaður félags múslima á Íslandi, átti í orðaskiptum við starfsmann Matfugls í gær. 27.3.2013 20:39
Fullyrt að íslenskt súkkulaði eigi uppruna í barnaþrælkun Íslandsdeild alþjóðasamtakanna Stop the Traffik skorar á íslenskan almenning að þrýsta á íslenska sælgætisframleiðendur. 27.3.2013 20:11
Stefnt að þinglokum í kvöld þrátt fyrir deilur Enn logar allt í ágreiningi á Alþingi um stjórnarskrármálið og fleiri stór mál. Um hundrað stuðningsmenn nýrrar stjórnarskrár mótmæla nú á Austurvelli. 27.3.2013 18:41
Segir lög um ættleiðingar samkynhneigðra ekki hafa náð að þjóna tilgangi sínum Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna 78, segir að bæta þurfi um betur og tryggja að lögin komist í framkvæmd. 27.3.2013 18:23
Tvær konur skipaðar í Héraðsdóm Reykjavíkur Kristrún Kristinsdóttir, lögfræðingur við embætti landlæknis, og Barbara Björnsdóttir, settur héraðsdómari, hafa verið skipaðar í embætti héraðsdómara með fast sæti við Héraðsdóm Reykjavíkur. Embættin tvö voru auglýst laus til umsóknar þann 30. janúar síðastliðinn. 27.3.2013 16:43
Ný simla í Húsdýragarðinn Eitt hreindýr bættist í litlu hreindýrahjörðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í gærkvöldi þegar veturgamalli simlu, sem er kvenkyns hreindýr, var sleppt í garðinum eftir ferðalag að austan. Þar hitti hún fyrir vetrungana Tind, Heiði og Austra og hina fimm vetra Regínu. 27.3.2013 16:32
Máttu ekki skoða tölvupóst fyrrverandi starfsmanns síns Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi tölvufyrirtækið Advanía, sem áður hét EJS, til þess að greiða Guðjóni Magnússyni, fyrrverandi starfsmanni 300 þúsund í miskabætur. Þá var fyrirtækið dæmt til að greiða 1200 þúsund krónur í málskostnað. Ástæðan er sú að fyrirtækið sótti tölvupóst á tölvupóstfang Guðjóns án hans vitneskju. Guðjón hóf störf hjá EJS í maí 2006 og vann hjá fyrirtækinu þar til 3. febrúar 2009 en hann var einn helsti sérfræðingur fyrirtækisins í Microsoft hugbúnaði. 27.3.2013 15:47
Aldrei sannað að Guðmundur og Geirfinnur hafi verið myrtir Aldrei hefur verið sannað með óyggjandi hætti að nein glæpaverk hafi verið unnið við hvarf Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar, sagði Jón Steinar Gunnlaugsson þáverandi lögmaður og síðar hæstaréttardómari í grein í Morgunblaðinu. Greinina ritaði Jón Steinar í ágúst 1997, fáeinum dögum eftir að Hæstiréttur hafnaði beiðni um endurupptöku málsins. 27.3.2013 15:07
Svartsýnar spár í Eurovision: Öndum bara rólega "Ég fer varlega í að skoða þessar spár og trúa þeim - keppnin er ekki hafin,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, okkar helsti Eurovision-sérfræðingur. Veðmálasíðan Betsson.com spáir Íslandi 30. til 34. sæti og aðrar sambærilegar síður spá okkur svipuðum árangri. 27.3.2013 14:28
Ekki ætlunin að mismuna nemendum "Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi að auka mismun heldur stuðla að jafnrétti,“ segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Blindrafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu með greinagerð tveggja lögmanna þar sem fullyrt er að nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna. 27.3.2013 14:05
Enn óvissa vegna Heklu Óvissustig vegna Heklu er enn í gildi. Í tilkynningu frá almannavörnum segir að engir atburðir séu nú í gangi sem bendi til að eldgos sé yfirvofandi en í samráði við Veðurstofu Íslands verði áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verði staðan endurmetin í næstu viku. 27.3.2013 13:48
Samkynhneigð pör hafa ekki ættleitt börn Ekkert par af sama kyni, sem búsett er hér á landi, hefur ættleitt barn frá árinu 2006 - hvorki innan lands né erlendis frá. Svipaða sögu eru að segja þegar kemur að öðrum norrænum ríkjum. 27.3.2013 13:34
Að óbreyttu fá nýútskrifaðir lögreglumenn ekki vinnu Á annan tug lögreglumanna, sem útskrifuðust úr lögregluskólanum síðustu jól, fær enga vinnu þar sem niðurskurður síðustu ára hefur fækkað störfum verulega. Tuttugu í viðbót útskrifast næstu jól og sjá þeir heldur ekki fram á að fá vinnu við löggæslu. Formaður Landssambands lögreglumanna hefur áhyggjur af ástandinu. 27.3.2013 12:15
Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27.3.2013 12:13