Innlent

Mandela allur að koma til

Nordicphotos/AFP
Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður Afríku, bregst vel við meðferð sem hann gengst nú undir eftir að lungnabólga tók sig upp að nýju.

Í tilkynningu frá forsetaembætti landsins segir að hinn níutíu og fjögurra ára gamli Mandela verði um sinn á spítala undir eftirliti en hann var lagður inn í nótt.

Hann lá í átján daga á spítala í desember vegna sömu vandamála. Suður Afrískir borgarar fylgjast grannt með heilsu Mandela sem margir líta á sem föður hinnar nýju Suður Afríku en hann var ötullasti baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnunni á sínum tíma.


Tengdar fréttir

Mandela á spítala

Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku og mannréttindafrömuður, var lagður inn á sjúkrahús í nótt eftir að sýking hafði tekið sig upp að nýju í lungum hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×