Svartsýnar spár í Eurovision: Öndum bara rólega Boði Logason skrifar 27. mars 2013 14:28 „Ég fer varlega í að skoða þessar spár og trúa þeim - keppnin er ekki hafin," segir Páll Óskar Hjálmtýsson, okkar helsti Eurovision-sérfræðingur. Veðmálasíðan Betsson.com spáir Íslandi 30. til 34. sæti og aðrar sambærilegar síður spá okkur svipuðum árangri. Það er Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem syngur lagið Ég á líf í Malmö í Svíþjóð þann 16. maí næstkomandi. Nú þegar styttist í keppnina eru hinar ýmsu síður byrjaðar að gefa út spár fyrir keppnina. Veðmálasíður gefa einnig út stuðla, því lægri sem stuðullinn er því meiri líkur er á að lagið sigri keppnina. Betsson.com spáir til dæmis Danmörku sigri, Noregi öðru sætinu og Svíþjóð því þriðja. Til dæmis er Danmörk með stuðulinn 3,40 en Ísland 95. Páll Óskar segir að þessar spár segi lítið. „Ég veit ekki hvernig þetta fólk stendur sig á sviði. Maður þarf alltaf að ítreka það að, það eru þessar þrjár mínútur á sviðinu sem telja. Það skiptir engu máli hversu mörg „hits" tónlistarmyndbandið fær á Youtube. Það er ótrúlegasta fólk sem hefur verið spáð brjáluðu gengi í keppninni, og það hefur jafnvel ekki komist upp úr undanúrslitunum," segir hann og gefur lítið fyrir stuðla veðmálasíðna. „Öndum bara rólega þar til 18. maí rennur upp." Eyþór Ingi syngur lagið á íslensku, en það er í fyrsta skiptið sem Ísland syngur á móðurmálinu frá árinu 1997. „Þá var ég að keppa fyrir Íslands hönd. En þá átti ég enga aðra kosta völ, við neyddumst til að syngja lögin á okkar tungumáli. Ég hefði kosið að syngja lagið frekar á ensku en því var ekki að skipta." En hvernig lýst poppkóngnum á að við syngjum á íslensku? „Ég fýla það. Mér finnst þetta vera rétt lesið hjá honum. Íslenskan fer betur þessu lagi en enskan. Afhverju ekki nota þennan valmöguleika, úr því að hann er fyrir hendi? Flytjandinn og lagahöfundurinn hafa frjálst val. Þetta er rétt hjá þeim að syngja á íslensku." Eyþór Ingi stígur á svið í Malmö þann 16. maí næstkomandi, og gera má ráð fyrir því að öll þjóðin fylgist með - eins og alltaf. Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Ég fer varlega í að skoða þessar spár og trúa þeim - keppnin er ekki hafin," segir Páll Óskar Hjálmtýsson, okkar helsti Eurovision-sérfræðingur. Veðmálasíðan Betsson.com spáir Íslandi 30. til 34. sæti og aðrar sambærilegar síður spá okkur svipuðum árangri. Það er Eyþór Ingi Gunnlaugsson, sem syngur lagið Ég á líf í Malmö í Svíþjóð þann 16. maí næstkomandi. Nú þegar styttist í keppnina eru hinar ýmsu síður byrjaðar að gefa út spár fyrir keppnina. Veðmálasíður gefa einnig út stuðla, því lægri sem stuðullinn er því meiri líkur er á að lagið sigri keppnina. Betsson.com spáir til dæmis Danmörku sigri, Noregi öðru sætinu og Svíþjóð því þriðja. Til dæmis er Danmörk með stuðulinn 3,40 en Ísland 95. Páll Óskar segir að þessar spár segi lítið. „Ég veit ekki hvernig þetta fólk stendur sig á sviði. Maður þarf alltaf að ítreka það að, það eru þessar þrjár mínútur á sviðinu sem telja. Það skiptir engu máli hversu mörg „hits" tónlistarmyndbandið fær á Youtube. Það er ótrúlegasta fólk sem hefur verið spáð brjáluðu gengi í keppninni, og það hefur jafnvel ekki komist upp úr undanúrslitunum," segir hann og gefur lítið fyrir stuðla veðmálasíðna. „Öndum bara rólega þar til 18. maí rennur upp." Eyþór Ingi syngur lagið á íslensku, en það er í fyrsta skiptið sem Ísland syngur á móðurmálinu frá árinu 1997. „Þá var ég að keppa fyrir Íslands hönd. En þá átti ég enga aðra kosta völ, við neyddumst til að syngja lögin á okkar tungumáli. Ég hefði kosið að syngja lagið frekar á ensku en því var ekki að skipta." En hvernig lýst poppkóngnum á að við syngjum á íslensku? „Ég fýla það. Mér finnst þetta vera rétt lesið hjá honum. Íslenskan fer betur þessu lagi en enskan. Afhverju ekki nota þennan valmöguleika, úr því að hann er fyrir hendi? Flytjandinn og lagahöfundurinn hafa frjálst val. Þetta er rétt hjá þeim að syngja á íslensku." Eyþór Ingi stígur á svið í Malmö þann 16. maí næstkomandi, og gera má ráð fyrir því að öll þjóðin fylgist með - eins og alltaf.
Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira