Ekki ætlunin að mismuna nemendum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2013 14:05 Katrín Jakobsdóttir er menntamálaráðherra. „Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi að auka mismun heldur stuðla að jafnrétti," segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Blindrafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu með greinagerð tveggja lögmanna þar sem fullyrt er að nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna brjóti jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Meginefni frumvarpsins er að þeir nemendur sem ljúka við háskólanám á tilteknum árafjölda geti fengið allt að 25% námslána breytt í námsstyrk. Blindir telja að frumvarpið feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Félagið vill að tólftu grein frumvarpsins verði breytt þannig að hún feli í sér svigrúm til þess að koma til móts við þarfir og réttindi fatlaðra nemenda. Námstími verði þannig lengdur með hliðsjón af fötlun viðkomandi nemenda. Katrín segir að í tólftu grein frumvarpsins sé komið til móts við nemendur með fötlun. Í greininni segir að „stjórn Lánasjóðsins setur nánari reglur um hvað teljist upphaf og lok náms samkvæmt þessari grein." Stjórnin geti því sett reglur til að koma til móts við þarfir ákveðinna hópa nemenda. Þá sé í núgildandi lögum heimild fyrir stjórn lánasjóðsins til þess að veita sérstakar undanþágur í einstaka tilfellum. Í fyrstu grein laganna er kveðið á um að lánasjóðurinn er „...félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það markmið að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, þ.e. með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð." Tengdar fréttir Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
„Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi að auka mismun heldur stuðla að jafnrétti," segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Blindrafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu með greinagerð tveggja lögmanna þar sem fullyrt er að nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna brjóti jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Meginefni frumvarpsins er að þeir nemendur sem ljúka við háskólanám á tilteknum árafjölda geti fengið allt að 25% námslána breytt í námsstyrk. Blindir telja að frumvarpið feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Félagið vill að tólftu grein frumvarpsins verði breytt þannig að hún feli í sér svigrúm til þess að koma til móts við þarfir og réttindi fatlaðra nemenda. Námstími verði þannig lengdur með hliðsjón af fötlun viðkomandi nemenda. Katrín segir að í tólftu grein frumvarpsins sé komið til móts við nemendur með fötlun. Í greininni segir að „stjórn Lánasjóðsins setur nánari reglur um hvað teljist upphaf og lok náms samkvæmt þessari grein." Stjórnin geti því sett reglur til að koma til móts við þarfir ákveðinna hópa nemenda. Þá sé í núgildandi lögum heimild fyrir stjórn lánasjóðsins til þess að veita sérstakar undanþágur í einstaka tilfellum. Í fyrstu grein laganna er kveðið á um að lánasjóðurinn er „...félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það markmið að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, þ.e. með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð."
Tengdar fréttir Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13