Ekki ætlunin að mismuna nemendum Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2013 14:05 Katrín Jakobsdóttir er menntamálaráðherra. „Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi að auka mismun heldur stuðla að jafnrétti," segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Blindrafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu með greinagerð tveggja lögmanna þar sem fullyrt er að nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna brjóti jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Meginefni frumvarpsins er að þeir nemendur sem ljúka við háskólanám á tilteknum árafjölda geti fengið allt að 25% námslána breytt í námsstyrk. Blindir telja að frumvarpið feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Félagið vill að tólftu grein frumvarpsins verði breytt þannig að hún feli í sér svigrúm til þess að koma til móts við þarfir og réttindi fatlaðra nemenda. Námstími verði þannig lengdur með hliðsjón af fötlun viðkomandi nemenda. Katrín segir að í tólftu grein frumvarpsins sé komið til móts við nemendur með fötlun. Í greininni segir að „stjórn Lánasjóðsins setur nánari reglur um hvað teljist upphaf og lok náms samkvæmt þessari grein." Stjórnin geti því sett reglur til að koma til móts við þarfir ákveðinna hópa nemenda. Þá sé í núgildandi lögum heimild fyrir stjórn lánasjóðsins til þess að veita sérstakar undanþágur í einstaka tilfellum. Í fyrstu grein laganna er kveðið á um að lánasjóðurinn er „...félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það markmið að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, þ.e. með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð." Tengdar fréttir Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
„Það er ekki ætlunin með þessu frumvarpi að auka mismun heldur stuðla að jafnrétti," segir Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Blindrafélagið sendi í dag frá sér tilkynningu með greinagerð tveggja lögmanna þar sem fullyrt er að nýtt frumvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna brjóti jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Meginefni frumvarpsins er að þeir nemendur sem ljúka við háskólanám á tilteknum árafjölda geti fengið allt að 25% námslána breytt í námsstyrk. Blindir telja að frumvarpið feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Félagið vill að tólftu grein frumvarpsins verði breytt þannig að hún feli í sér svigrúm til þess að koma til móts við þarfir og réttindi fatlaðra nemenda. Námstími verði þannig lengdur með hliðsjón af fötlun viðkomandi nemenda. Katrín segir að í tólftu grein frumvarpsins sé komið til móts við nemendur með fötlun. Í greininni segir að „stjórn Lánasjóðsins setur nánari reglur um hvað teljist upphaf og lok náms samkvæmt þessari grein." Stjórnin geti því sett reglur til að koma til móts við þarfir ákveðinna hópa nemenda. Þá sé í núgildandi lögum heimild fyrir stjórn lánasjóðsins til þess að veita sérstakar undanþágur í einstaka tilfellum. Í fyrstu grein laganna er kveðið á um að lánasjóðurinn er „...félagslegur jöfnunarsjóður sem hefur það markmið að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, þ.e. með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð."
Tengdar fréttir Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13 Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Blindir gagnrýna LÍN-frumvarp ráðherra Stjórn Blindrafélagsins telur að nýtt frumvarp menntamálaráðherra um LÍN feli í sér ólögmæta mismunun og brjóti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Blindrafélagið segir að höfundar frumvarpsins hafi lítið haft hliðsjón af hagsmunum og réttindum fatlaðra nemenda við gerð frumvarpsins. Máli sínu til stuðnings vísar Blindrafélagið til álitsgerðar sem Daníel Isebarn Ágústsson, hæstaréttarlögmaður og Páll Rúnar M. Kristjánsson héraðsdómslögmaður unnu. 27. mars 2013 12:13