Innlent

Framsókn vildi ekki Landspítala

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestar fundi klukkan 21 í gærkvöldi. Hún hættir nú á Alþingi eftir átján ára þingsetu.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, frestar fundi klukkan 21 í gærkvöldi. Hún hættir nú á Alþingi eftir átján ára þingsetu. Fréttablaðið/Valli
Allt útlit var fyrir að þingstörfum mundi ljúka í gær í eins mikilli sátt og hægt var, miðað við deilur undanfarinnar daga. Samningar náðust daginn áður á milli formanna flokkanna um þingfrestun. Undir kvöldmat hljóp hins vegar snurða á þráðinn þegar Framsóknarflokkurinn neitaði að afgreiða lög um byggingu nýs Landspítala.

Þingfundi var frestað ítrekað en á níunda tímanum í gærkvöldi náðust samningar þegar Framsókn gaf eftir í spítalamálinu. Samið var um samþykkt náttúruverndarlaga með gildistíma frá 1. apríl 2014, fjölmiðlanefnd fær að íhlutast um takmarkanir á eignarhaldi á fjölmiðlum og breytingarákvæði á stjórnarskrá var samþykkt. Þingfundur stóð enn þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær en til stóð að ljúka störfum síðar um kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×