Innlent

Þingfundum frestað í nótt

Jóhanna Sigurðardóttir hverfur nú af Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir hverfur nú af Alþingi.
Fundum Alþingis var frestað rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra las þá upp forsetabréf um þingfrestun og hélt síðan stutta ræðu en þetta var síðasti þingfundur hennar eftir um þrjátíu og fimm ára samfelldan feril á Alþingi. Hún hefur setið þar lengst allra kvenna í sögunni.

Í ræðunni deildi Jóhanna á vinnubrögð undanfarinna missera á þinginu og sagði að undanfarnar vikur hefðu verið þær döprustu á sínum ferli. Samkomulag um þinglok náðist um níuleytið í gærkvöldi og í kjölfarið voru nokkur stór mál samþykkt og má þar nefna lög um stofnun opinbers hlutafélags um byggingu nýs háskólasjúkrahúss, stuðning við uppbyggingu á Bakka og ný náttúrurverndarlög.

Þá var tillaga formanna stjórnarflokkanna og Guðmundar Steingrímssonar bjartri framtíð um tímabundnar breytingar á stjórnarskrá samþykkt, en aðeins með 24 atkvæðum gegn þremur. 22 þingmenn greiddu ekki atkvæði með tillögunni, þar á meðal Jóhanna Sigurðardóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×