Innlent

Athugasemd frá Nóa Síríus

Páskaegg frá Nóa Sírius
Páskaegg frá Nóa Sírius
„Það er rétt sem fram kemur í frétt á Vísi.is að barnaþrælkun er ljótur blettur á kakóbaunarækt á Fílabeinsströndinni en vegna fátæktar og viðvarandi stríðsástands á þessum slóðum hefur gengið illa útrýma þessu vandamáli."

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Nói Síríus sendi Vísi í dag vegna fréttar frá því í gær. Þar fullyrtu meðlimir í Íslandsdeild alþjóðasamtakanna Stop the Traffik að börn í ánauð kæmu að framleiðslu kakóbauna sem notaðar séu í íslenskt súkkulaði.

Athugasemd Nóa Síríus má sjá hér að neðan.

„Nói Síríus fagnar fulltrúum alþjóðlegra grasrótarsamtaka sem láta sig málið varða og hefur átt með þeim upplýsandi fundi. Það eru nokkur ár síðan að Nói Síríus innleiddi þá stefnu að allt súkkulaði í framleiðslu fyrirtækisins skuli hafa rekjanlegan uppruna, sem m.a. felur í sér að það sé framleitt á siðlegan og löglegan hátt. Við höfum gert skýra kröfu til okkar birgja um að svo sé en munum ekki láta þar staðar numið.

Nói Síríus leggur áherslu á geta sannreynt hvað í vottunum eða upprunaupplýsingum felist. Starfsmenn Nóa Síríusar könnuðu aðstæður við ræktunina í nóvember síðastliðnum. Markmið okkar er að kaupa aðeins siðlega framleiddar kakóbaunir. Í því felst að börn í landinu fái menntun og njóti góðrar umönnunar.

En einnig að allir sem við ræktunina vinna njóti sanngjarnar eftirtekju vinnu sinnar. Sú krafa stendur upp á alla ábyrga súkkulaðiframleiðendur, sem og neytendur um allan heim. "
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.