Innlent

Glöggt fylgst með Heklu

Svavar Hávarðsson skrifar
Sú gamla er tilbúin í næsta gos.
Sú gamla er tilbúin í næsta gos. Fréttablaðið/Vilhelm
Óvissustig vegna óvenjulegra jarðhræringa í Heklu er enn í gildi. Engir atburðir eru þó í gangi sem benda til að eldgos sé yfirvofandi, segir í tilkynningu Almannavarna. Í samráði við Veðurstofu Íslands verður áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verður staðan endurmetin í næstu viku. Veðurstofan og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa vaktina yfir páskahátíðina og upplýsa almenning ef eitthvað nýtt kemur í ljós.

Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli vara áfram við ferðum fólks á Heklu á meðan að óvissustig er í gildi.

Komi til atburðar við Heklu verður notast við boðunarkerfi Neyðarlínunnar sem sendir út skilaboð í alla þá farsíma sem eru tengdir farsímasendum næst fjallinu, segir í tilkynningu yfirvalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×