Fleiri fréttir

Ívar Ingimarsson á leið í framboð?

Eftir atvinnumannsferil í ensku knattspyrnunni er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson fluttur heim til Austurlands og hefur sterkar skoðanir um það hvar tækifæri landsbyggðarinnar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. Hann og eiginkona hans, Hrefna Dagbjört Arnardóttir frá Breiðdalsvík, eru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 að loknum fréttum kl. 18.55 í kvöld.

Ljósin tendruð á Óslóartrénu

Ljósin verða tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli klukkan fjögur í dag. Rúm sextíu ár eru síðan að íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrsta grenitréð að gjöf og hefur það ávallt átt sinn stað á Austurvelli. Það verður sex ára gamall norsk-íslenskur piltur, Jörundur Ísak Stefánsson, sem fær þann heiður að tendra ljósin.

Tvíburar rífast í móðurkviði

Meðgöngumiðstöð Lundúna hefur birt ótrúlegt myndband sem sýnir erjur tvíbura í móðurkviði. Systkinin virðast vera heldur pláss og sparka til og frá í von um að koma sér sem best fyrir áður en stóra stundin rennur upp.

CCP færði Taflfélagi Reykjavíkur veglega gjöf

Tölvuleikjafyrirtækið CCP sem framleiðir og rekur fjölspilunarleikinn Eve online færði Taflfélagi Reykjavíkur í gær að gjöf öflugan skjávarpa, fartölvu af nýjustu gerð auk peningastyrks.

Byssumanns enn leitað

Lögreglan leitar að enn að manni sem réðst inn í söluturn í Reykjavík á föstudagskvöldið með byssu og ógnaði starfsmanni.

Rændi jólatré í ölæði

Karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og stal um þriggja metra háu furutré sem stóð ljósum prýtt í miðbæ Akureyrar rétt fyrir klukkan sex í morgun.

Óveður og hálka víða á landinu

Óveður og hálka er víða á landinu. Það er hálka á Hellisheiði og snjóþekja í Þrengslum. Óveður er á Grindavíkurvegi og undir Eyjafjöllum. Óveður er einnig við Hafnarfjall en auður vegur. Það er snjóþekja á Fróðárheiði og Bröttubrekku, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Enginn slasaðist í tveimur bílveltum

Enginn slasaðist í tveimur bílveltum í gærkvöldi og nótt. Í gærkvöldi valt bifreið á Reykjanesbraut við Álfabakka. Í bifreiðinni voru karl og kona og voru þau voru bæði ölvuð, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni.

Endalok kvöldvökunnar

Þegar rökkva tekur og margar fjölskyldur eiga samverustundir fyrir framan sjónvarpið, er ekki úr vegi að rifja upp hvernig fólk nýtti vetrarkvöldin áður fyrr. Allt fram á síðustu öld lifðu aldagamlir heimilishættir frá því fyrir tíma rafmagnslýsingar og f

Hlakka til að deila út fatapökkum

Steinunn Björgvinsdóttir, oftast kölluð Steina, starfar sem barnaverndarfulltrúi hjá UNICEF í Zaatari-flóttamannabúðunum nyrst í Jórdaníu. Þar hefur veturinn nú gengið í garð með tilheyrandi næturfrosti.

Enn að leita að vondu köllunum

Jón Björgvinsson hefur heimsótt stríðsátakasvæði um allan heim til að flytja þaðan fréttir og myndir fyrir ýmsar sjónvarpsstöðvar og hjálparsamtök. Reglulega sjáum við hann á skjánum í fréttum RÚV, flytjandi fréttir af stríði. Hann segist ekki vera stríðs

Greiða 300 þúsund í ferðakostnað vegna tæknifrjóvgana

Tæknifrjóvganir eru ekki á færi allra vegna kostnaðar. Þetta segir einn þeirra sem hefur farið í gegnum slíkar meðferðir en ofan á kostnað við meðferðirnar hefur hann þurft að greiða 300 þúsund krónur í ferðakostnað þar sem þau hjónin eru búsett á Akureyri.

Segja framkomu nokkurra einstaklinga í garð Hildar ógeðslega

Femínisti sem kvartaði nýverið undan meiðandi umræðu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu hefur þurft að sæta hótunum og persónulegum árásum á netinu. Þáttastjórnendurnir segja hegðun nokkurra einstaklinga í hennar garð ógeðslega og hvetja þeir Íslendinga til að taka á slíkri hegðun.

72% landsmanna telja íslenska kvótakerfið betra en í öðrum löndum

Yfir sjötíu prósent landsmanna telja að kvótakerfi fiskveiða á Íslandi sé almennt betra en gerist í öðrum löndum. Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna. Hörð átök geisa þessa dagana á Alþingi Íslendinga um skipan sjávarútvegsmála.

Með hausinn af Gretti úti í garði

Fæstir Íslendingar finna fyrir sérstöku návígi við fornsögurnar. Hjá mörgum ábúendum sögufrægra bóla hefur punkturinn hins vegar ekki enn verið settur aftan við sögurnar. Jón Sigurður Eyjólfsson flandraði um sögustaði Grettlu og kom meðal annars við á Bja

Hvað hrundi úr Eldey?

Margrét Blöndal hefur sent frá sér ævisögu Ellyjar Vilhjálms, einnar dáðustu söngkonu þjóðarinnar. Hér er gripið niður á tveimur stöðum í bókinni, sagt frá námsmeynni Elly á Laugarvatni um miðja síðustu öld og síðar þegar áföll dundu yfir.

Sigmundur himinlifandi með kosningarnar

"Þetta var skemmtilegur dagur, mikil stemning. Ég er handviss um að það séu allir mjög kátir með niðurstöðuna. Þeir sem komust ekki á listann eru að sama skapi sáttir og ætla að vinna með okkur í þessu.“

Konan í Kaupmannahöfn komin til meðvitundar

Íslenska konan sem féll í Peblingevatnið á Nörrebro í Kaupmannahöfn í nótt er komin til meðvitundar en henni var haldið í öndunarvél á gjörgæsludeild Rigshospitalet eftir að henni var bjargað úr vatninu.

Verslunin Iceland gaf Lífsspori eina milljón

Forráðamenn matvöruverslunarinnar Iceland færðu í morgun Lífsspori eina milljón króna til styrktar Kvennadeild Landspítalans, í tilefni af opnun nýrrar verslunar Iceland á Fiskislóð í Reykjavík.

Heilu skýjakljúfarnir af rusli

Gríðarlegt magn af plastpokum og rafhlöðum er urðað með hefðbundnu heimilissorpi á hverju ári. Stjórnvöld eru sögð skeytingarlaus um starfshætti endurvinnslufyrirtækja. Fræðsla um endurvinnslu og umhverfismál virðist lykilorð breytinga.

Sigríður Ingibjörg styður Guðbjart sem formann

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hyggst ekki bjóða sig fram til formennsku í sínum flokki. Hún ætlar að styðja Guðbjart Hannesson sem formann flokksins.

Höskuldur öruggur í annað sæti

Höskuldur Þór Þórhallsson fékk góða kosningu í 2. annað sæti lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í dag. Hann hlaut 231 atkvæði af 345 en það samsvarar 67 prósentum.

Þjóðarpúlsinn: Björt framtíð nær manni inn

Björt framtíð eini nýi stjórnmálaflokkurinn til að ná manni á þing samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup. Flokkurinn mælist með rúmlega 8 prósenta fylgi og hefur hann bætt nokkru við sig frá fyrri könnunum.

Sigmundur Davíð leiðir í Norðausturkjördæmi

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson mun leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningar í vor. Sigmundur, sem jafnframt er formaður flokksins, fékk tæp 63 prósent atkvæða.

Vigdís og Frosti leiða lista Framsóknar, Jónína mætti ekki

Samþykkt hefur verið á auka kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Reykjavík að Vigdís Hauksdóttir og Frosti Sigurjónsson leiði lista flokksins í komandi þingkosningum. Vigdís verður í efsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður og Frosti í norður.

Nubo hyggst sækja aftur um leyfi

Kínverski fjárfestirinn Huang Nubo er ekki af baki dottinn og ætlar að sækja aftur um leyfi hjá íslenskum stjórnvöldum vegna fjárfestinga sinn á Grímstöðum á Fjöllum.

Orkan styrkir Fjölskylduhjálp Íslands

Orkan styrkir Fjölskylduhjálp Íslands nú fyrir jólin. Styrkurinn er á þá leið að fyrir hvern lítra sem keyptur er á bensínstöðvum Orkunnar, út um allt land til 21. desember, rennur króna til Fjölskylduhjálpar Íslands.

Íslenska konan lá í 40 mínútur í ísköldu vatninu á Nörrebro

Íslenska konan sem liggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Rigshospitalet í Kaupmannahöfn lá í 40 mínútur undir brú í ísköldu Peblinge vatninu á Nörrebro áður en henni var bjargað. Þetta kemur fram í frétt TV2 um málið. Þar segir að konan þjáist af alvarlegri ofkælingu.

Jólageit Ikea brennd

Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010.

Íslensk kona lífshættulega slösuð í Kaupmannahöfn

Lögreglan í Kaupmannahöfn þurfti að kalla út björgunarþyrlu með tveimur köfurum um borð til að bjarga ölvuðu íslensku pari upp úr Peblinge vatninu sem liggur í miðju Nörrebro hverfinu. Konan liggur nú í öndunarvél á gjörgæsludeild og er talin í lífshættu.

Amma eða Garrinn hvort á að ráða?

Í bók Auðar Jónsdóttur Ósjálfrátt segir frá Eyju, ungri konu í djúpum vanda. Af (næstum því) kurteisi tók hún helmingi eldri mann og óttalegan vandræðagepil upp á sína arma og situr föst. Í stórfjölskyldunni er merkilegur afi, gallaðir en heillandi foreld

Eins manns rusl er annars gull

Dellusafnið á Flateyri sem opnað var á liðnu sumri hýsir forvitnileg einkasöfn sem fólk hefur lánað til sýningar og auðvelt er að gleyma sér við að skoða. Pjetur Sigurðsson ljósmyndari leit þar inn og heillaðist.

Drengir eru þögull hópur þolenda

Drengir sem verða fyrir kynferðisofbeldi af hendi karla kljást við alvarlegar og oft flóknari afleiðingar þess en stúlkur. Dómar Hæstaréttar síðustu 90 ár endurspegla á engan hátt veruleikann, að mati dósents við Háskólann í Reykjavík, sem hefur rannsakað

Bætur og vín hækka

Gjöld á tóbak og áfengi hækka á næsta ári og kolefnisgjald skellur á. Ríkisstjórnin hyggst afla 8,3 milljarða með aðgerðum. Hækkun barnabóta kostar 2,5 milljarða.

Fréttaskýring: Guðbjartur og Árni Páll í formannsslag

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra tilkynnti í gær að hann gæfi kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar. Árni Páll Árnason hefur þegar tilkynnt um framboð sitt. Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kjörinn í janúar.

Tilkynnt um níðinginn 2003

Lögreglu barst tilkynning árið 2003 um brot manns sem á fimmtudag var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir barnaníð. Hann var ekki handtekinn fyrr en sjö árum síðar.

Ferðamannastaðir vinsælli í september

Erlendum ferðamönnum þótti meira til íslenskra ferðamannastaða koma í september en í ágúst. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar á upplifun erlendra ferðamanna.

Sjá næstu 50 fréttir