Segja framkomu nokkurra einstaklinga í garð Hildar ógeðslega Hugrún Halldórsdóttir skrifar 1. desember 2012 19:20 Feministi sem kvartaði nýverið undan meiðandi umræðu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu hefur þurft að sæta hótunum og persónulegum árásum á netinu. Þáttastjórnendurnir segja hegðun nokkurra einstaklinga í hennar garð ógeðslega og hvetja þeir Íslendinga til að taka á slíkri hegðun. Þáttastjórnendum útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 977 hefur verið gert að víkja tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum stöðvarinnar en málið varðar viðtal sem fór í loftið fyrir rúmri viku en þar talaði viðmælandi þeirra félaga um kvenfólk og kynfæri. "Við gerðumst sekir um dómgreindarbrest þegar við sátum hjá og gagnrýndum ekkert að því sem hann sagði og jafnvel hlógum af vitleysunni í honum," segir Frosti Logason, þáttastjórnandi Harmageddon. "Hann fer langt yfir strikið og nafngreinir einn einstakling í samhengi við mjög ósmekklegt grín." Það var Hildur Lillendahl sem vakti athygli yfirstjórnar stöðvarinnar á viðtalinu og fór hún fór þess á leit að eitthvað yrði gert í málunum. Stjórnin ákvað að víkja þáttastjórnendunum tímabundið úr starfi en þess má geta að þeir eiga sjálfir sæti í henni. "Mér brá alveg sérstaklega við þetta vegna þess að þeir eru svo gagnrýnir, þeir spyrja erfiðra spurninga og svo kemur þessi drengur og það er bara ekki múkk, það bara gerist ekkert," segir Hildur. "Ég er ekkert viss um að þetta verði eitthvað langt straff þar sem þetta var samkomulag við okkar yfirmenn en það var alveg ástæða til að setja þáttinn úr loftinu því að það er fullt af liði sem kannski heyrði þetta viðtal. Við hefðum alveg getað farið auðveldu leiðina og sent bara skriflega afsökunarbeiðni eða sagt fyrirgefðu í loftið, en við erum ekkert vissir um að það hefði skilað sér," segir Þorkell Máni Pétursson, þáttastjórnandi Harmageddon. Brottreksturinn tímabundni hefur vakið mikil og sterk viðbrögð í netheimum og hefur umræðan verið sérstaklega óvægin í garð Hildar, reyndar svo óvægin að Vísir ákvað að loka ummælakerfi við frétt um málið í gær. "Hildur gerðu ekki neitt rangt í þessu máli. Mistökin voru alfarið okkar og það er okkar að biðjast afsökunar á honum," segir Máni. "Það er ógeðslegt að lesa sumt af þessu á netinu.Þetta er ógeðslegt að skrifa og þarna er verið að ráðast á persónu en ekki á neinar skoðanir og það er það sem er sorglegast í þessu." "Þetta hlýtur að vera allra Íslendinga og samfélagsins að taka á því það hefur klárlega eitthvað farið virkilega úrskeiðis," segir Máni. "Við viljum bara enn og aftur ítreka þessa afsökunarbeiðni okkar. Hún var sett fram af fullri alvöru og við viljum biðja þig Hildur mín innilegrar afsökunar á að hafa komið þér í þessari klemmu fyrir það eina að gera eitthvað rétt," segir Máni og Hildur svarar: "Já, það er bara svo sannarlega tekið til greina.Sp. blm. Og þið lærið af þessu? "Já, svo sannarlega. Við gerumst örugglega ekki sekir um svona vitleysu aftur," segir Máni og Frosti tekur undir með honum: "Við vonum að allir fjölmiðlamenn geri það líka í leiðinni."Sp. blm. Við þurfum öll að vera vakandi? "Já, við þurfum að vera vakandi," segir Hildur að lokum Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
Feministi sem kvartaði nýverið undan meiðandi umræðu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu hefur þurft að sæta hótunum og persónulegum árásum á netinu. Þáttastjórnendurnir segja hegðun nokkurra einstaklinga í hennar garð ógeðslega og hvetja þeir Íslendinga til að taka á slíkri hegðun. Þáttastjórnendum útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu 977 hefur verið gert að víkja tímabundið frá störfum vegna brota á siðareglum stöðvarinnar en málið varðar viðtal sem fór í loftið fyrir rúmri viku en þar talaði viðmælandi þeirra félaga um kvenfólk og kynfæri. "Við gerðumst sekir um dómgreindarbrest þegar við sátum hjá og gagnrýndum ekkert að því sem hann sagði og jafnvel hlógum af vitleysunni í honum," segir Frosti Logason, þáttastjórnandi Harmageddon. "Hann fer langt yfir strikið og nafngreinir einn einstakling í samhengi við mjög ósmekklegt grín." Það var Hildur Lillendahl sem vakti athygli yfirstjórnar stöðvarinnar á viðtalinu og fór hún fór þess á leit að eitthvað yrði gert í málunum. Stjórnin ákvað að víkja þáttastjórnendunum tímabundið úr starfi en þess má geta að þeir eiga sjálfir sæti í henni. "Mér brá alveg sérstaklega við þetta vegna þess að þeir eru svo gagnrýnir, þeir spyrja erfiðra spurninga og svo kemur þessi drengur og það er bara ekki múkk, það bara gerist ekkert," segir Hildur. "Ég er ekkert viss um að þetta verði eitthvað langt straff þar sem þetta var samkomulag við okkar yfirmenn en það var alveg ástæða til að setja þáttinn úr loftinu því að það er fullt af liði sem kannski heyrði þetta viðtal. Við hefðum alveg getað farið auðveldu leiðina og sent bara skriflega afsökunarbeiðni eða sagt fyrirgefðu í loftið, en við erum ekkert vissir um að það hefði skilað sér," segir Þorkell Máni Pétursson, þáttastjórnandi Harmageddon. Brottreksturinn tímabundni hefur vakið mikil og sterk viðbrögð í netheimum og hefur umræðan verið sérstaklega óvægin í garð Hildar, reyndar svo óvægin að Vísir ákvað að loka ummælakerfi við frétt um málið í gær. "Hildur gerðu ekki neitt rangt í þessu máli. Mistökin voru alfarið okkar og það er okkar að biðjast afsökunar á honum," segir Máni. "Það er ógeðslegt að lesa sumt af þessu á netinu.Þetta er ógeðslegt að skrifa og þarna er verið að ráðast á persónu en ekki á neinar skoðanir og það er það sem er sorglegast í þessu." "Þetta hlýtur að vera allra Íslendinga og samfélagsins að taka á því það hefur klárlega eitthvað farið virkilega úrskeiðis," segir Máni. "Við viljum bara enn og aftur ítreka þessa afsökunarbeiðni okkar. Hún var sett fram af fullri alvöru og við viljum biðja þig Hildur mín innilegrar afsökunar á að hafa komið þér í þessari klemmu fyrir það eina að gera eitthvað rétt," segir Máni og Hildur svarar: "Já, það er bara svo sannarlega tekið til greina.Sp. blm. Og þið lærið af þessu? "Já, svo sannarlega. Við gerumst örugglega ekki sekir um svona vitleysu aftur," segir Máni og Frosti tekur undir með honum: "Við vonum að allir fjölmiðlamenn geri það líka í leiðinni."Sp. blm. Við þurfum öll að vera vakandi? "Já, við þurfum að vera vakandi," segir Hildur að lokum
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði