Hlakka til að deila út fatapökkum 1. desember 2012 21:00 Steinunn Björgvinsdóttir hefur starfað fyrir UNICEF frá því í apríl í vor, áður var hún hjá frjálsum félagasamtökum sem heita Terre des hommes. Flestir íbúarnir búa í tjöldum og það segir sig sjálft að þegar hitinn er kominn niður fyrir frostmark á nóttunni er kalt að sofa bara með teppi,“ segir Steinunn Björgvinsdóttir, barnaverndarfulltrúi hjá UNICEF, um vetrarkuldann sem farinn er að segja til sín í Zaatari-flóttamannabúðunum við landamæri Sýrlands og Jórdaníu og búast má við að vari fram í mars. Hún segir UNICEF þess vegna hafa útvegað yfir þrjú þúsund fatapakka fyrir ungbörn. Pakkarnir innihalda allt sem þarf til að halda á þeim hita yfir veturinn, föt til skiptanna, hlýja sokka og húfur, teppi og burðarrúm fyrir þau yngstu. „Við munum byrja að deila þessum pökkum út í næstu viku og ég hlakka mikið til. Það er erfitt að horfa upp á lítil börn sem eiga bágt, og foreldrarnir geta lítið gert til að útvega það sem þarf.“Skólinn kominn í hús Fyrir nokkrum dögum komu gámahús á flóttamannasvæðið við landamærin, sem hluti af íbúunum getur flutt inn í á næstunni, að sögn Steinunnar. Önnur góð frétt er að fyrir viku gat skólinn, sem starfræktur hefur verið á svæðinu í einn mánuð, flutt úr tjöldum inn í hús sem Barein, lítið ríki við Persaflóann, gaf jórdönskum yfirvöldum. „Að komast í hús er bylting fyrir þau tæplega fjögur þúsund börn á aldrinum sex til sextán ára sem ganga þarna í skóla á hverjum einasta degi,“ segir hún. Steinunn stýrir sjö manna teymi og fer reglulega í flóttamannabúðirnar til að fylgjast með ástandinu. „Það sem ég og mitt fólk gerum er að þjálfa þá sem vinna með börnunum,“ lýsir hún. „UNICEF á Íslandi hefur safnað framlögum til aðgerða UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum með sérstakri neyðarsöfnun sem enn er í gangi. Framlög heimsforeldra á Íslandi hafa líka runnið til verkefnisins. Okkar hlutverk hér úti er að sjá til þess að þeir sem vinna með börnunum hafi fengið þá þjálfun sem þeir þurfa á að halda og að veita þeim hjálp. Það getur verið í gegnum félagsaðstoð, sálfræðiaðstoð eða í skólunum sem við rekum. En ég sit ekki sjálf á hverjum degi inni í tjaldi með börnunum. Þó get ég aðeins talað arabísku og hef því möguleika á að hafa einföld samskipti við þau.“Með eigin smárekstur Steinunn segir að frá því að flóttamannabúðirnar voru opnaðar í lok júlí síðastliðnum hafi yfir 60 þúsund flóttamenn farið þar í gegn. Sumir hafi farið áfram inn í Jórdaníu og sest að í borgum og bæjum í norðanverðu landinu, aðrir hafi snúið til baka til Sýrlands. „En fjöldinn í flóttamannabúðunum hefur haldist í kringum 25 þúsund í nokkuð langan tíma og yfir helmingur þess hóps eru börn yngri en 18 ára,“ upplýsir hún. Hvernig skyldi svo lífið vera í flóttamannabúðunum og hvað er fólk að sýsla? „UNICEF hefur reynt að virkja fólk og skapa störf í búðunum. Samtökin hafa ráðið fólk til að sjá um alla sorphirðu og þrif og viðhald á hreinlætisaðstöðu. Þau hafa líka ráðið kringum sextíu sýrlenska kennara við skólana ásamt því að hafa sjálfboðaliða á öllum barnvænu svæðunum sem komið hefur verið upp. Sameinuðu þjóðirnar sjá um allan mat og ráða fólk til vinnu við að elda og deila út matarpökkum. Það er líka yndislegt að sjá að fólk er sjálft að opna eigin smárekstur. Það er að búa til mat úr kjúklingabaunum, selja notuð föt, ávexti og grænmeti og sumir eru komnir með saumavélar og taka að sér fatasaum og viðgerðir.“ En hafa þá aðrir íbúar peninga til að borga fyrir eitthvað? „Já, fólkið hefur reynt að grípa með sér það sem það gat þegar það lagði á flótta, þó það fé dugi auðvitað ekki um eilífð.“Alvöru jól Steinunn er fædd og uppalin í hinum friðsæla bæ Stykkishólmi en hleypti heimdraganum snemma. „Ég fór ung að heiman til að mennta mig og hef ekki átt heima fyrir vestan síðan ég var 18 ára,“ segir Steinunn, sem nam alþjóðlega félagsráðgjöf í Danmörku og tók meistaragráðu í þróunarfræði frá háskólanum í Manchester. Síðan hefur hún sérhæft sig í sálfélagslegum verkefnum og búið í Amman í Jórdaníu frá árinu 2009, ásamt frönskum eiginmanni sínum. Hann starfar líka fyrir UNICEF, fyrir Svæðisskrifstofu UNICEF fyrir Norður-Afríku og Mið-Austurlönd. Fyrir tæpum tveimur árum eignuðust þau son sem byrjaður er í leikskóla og unir hag sínum vel. Hvar ætlar svo þessi litla fjölskylda að halda heilög jól? „Við ætlum að koma heim til Íslands og það verður voða gaman. Alvöru jól með hangikjöti og öllu.“ Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira
Flestir íbúarnir búa í tjöldum og það segir sig sjálft að þegar hitinn er kominn niður fyrir frostmark á nóttunni er kalt að sofa bara með teppi,“ segir Steinunn Björgvinsdóttir, barnaverndarfulltrúi hjá UNICEF, um vetrarkuldann sem farinn er að segja til sín í Zaatari-flóttamannabúðunum við landamæri Sýrlands og Jórdaníu og búast má við að vari fram í mars. Hún segir UNICEF þess vegna hafa útvegað yfir þrjú þúsund fatapakka fyrir ungbörn. Pakkarnir innihalda allt sem þarf til að halda á þeim hita yfir veturinn, föt til skiptanna, hlýja sokka og húfur, teppi og burðarrúm fyrir þau yngstu. „Við munum byrja að deila þessum pökkum út í næstu viku og ég hlakka mikið til. Það er erfitt að horfa upp á lítil börn sem eiga bágt, og foreldrarnir geta lítið gert til að útvega það sem þarf.“Skólinn kominn í hús Fyrir nokkrum dögum komu gámahús á flóttamannasvæðið við landamærin, sem hluti af íbúunum getur flutt inn í á næstunni, að sögn Steinunnar. Önnur góð frétt er að fyrir viku gat skólinn, sem starfræktur hefur verið á svæðinu í einn mánuð, flutt úr tjöldum inn í hús sem Barein, lítið ríki við Persaflóann, gaf jórdönskum yfirvöldum. „Að komast í hús er bylting fyrir þau tæplega fjögur þúsund börn á aldrinum sex til sextán ára sem ganga þarna í skóla á hverjum einasta degi,“ segir hún. Steinunn stýrir sjö manna teymi og fer reglulega í flóttamannabúðirnar til að fylgjast með ástandinu. „Það sem ég og mitt fólk gerum er að þjálfa þá sem vinna með börnunum,“ lýsir hún. „UNICEF á Íslandi hefur safnað framlögum til aðgerða UNICEF í Sýrlandi og nágrannaríkjunum með sérstakri neyðarsöfnun sem enn er í gangi. Framlög heimsforeldra á Íslandi hafa líka runnið til verkefnisins. Okkar hlutverk hér úti er að sjá til þess að þeir sem vinna með börnunum hafi fengið þá þjálfun sem þeir þurfa á að halda og að veita þeim hjálp. Það getur verið í gegnum félagsaðstoð, sálfræðiaðstoð eða í skólunum sem við rekum. En ég sit ekki sjálf á hverjum degi inni í tjaldi með börnunum. Þó get ég aðeins talað arabísku og hef því möguleika á að hafa einföld samskipti við þau.“Með eigin smárekstur Steinunn segir að frá því að flóttamannabúðirnar voru opnaðar í lok júlí síðastliðnum hafi yfir 60 þúsund flóttamenn farið þar í gegn. Sumir hafi farið áfram inn í Jórdaníu og sest að í borgum og bæjum í norðanverðu landinu, aðrir hafi snúið til baka til Sýrlands. „En fjöldinn í flóttamannabúðunum hefur haldist í kringum 25 þúsund í nokkuð langan tíma og yfir helmingur þess hóps eru börn yngri en 18 ára,“ upplýsir hún. Hvernig skyldi svo lífið vera í flóttamannabúðunum og hvað er fólk að sýsla? „UNICEF hefur reynt að virkja fólk og skapa störf í búðunum. Samtökin hafa ráðið fólk til að sjá um alla sorphirðu og þrif og viðhald á hreinlætisaðstöðu. Þau hafa líka ráðið kringum sextíu sýrlenska kennara við skólana ásamt því að hafa sjálfboðaliða á öllum barnvænu svæðunum sem komið hefur verið upp. Sameinuðu þjóðirnar sjá um allan mat og ráða fólk til vinnu við að elda og deila út matarpökkum. Það er líka yndislegt að sjá að fólk er sjálft að opna eigin smárekstur. Það er að búa til mat úr kjúklingabaunum, selja notuð föt, ávexti og grænmeti og sumir eru komnir með saumavélar og taka að sér fatasaum og viðgerðir.“ En hafa þá aðrir íbúar peninga til að borga fyrir eitthvað? „Já, fólkið hefur reynt að grípa með sér það sem það gat þegar það lagði á flótta, þó það fé dugi auðvitað ekki um eilífð.“Alvöru jól Steinunn er fædd og uppalin í hinum friðsæla bæ Stykkishólmi en hleypti heimdraganum snemma. „Ég fór ung að heiman til að mennta mig og hef ekki átt heima fyrir vestan síðan ég var 18 ára,“ segir Steinunn, sem nam alþjóðlega félagsráðgjöf í Danmörku og tók meistaragráðu í þróunarfræði frá háskólanum í Manchester. Síðan hefur hún sérhæft sig í sálfélagslegum verkefnum og búið í Amman í Jórdaníu frá árinu 2009, ásamt frönskum eiginmanni sínum. Hann starfar líka fyrir UNICEF, fyrir Svæðisskrifstofu UNICEF fyrir Norður-Afríku og Mið-Austurlönd. Fyrir tæpum tveimur árum eignuðust þau son sem byrjaður er í leikskóla og unir hag sínum vel. Hvar ætlar svo þessi litla fjölskylda að halda heilög jól? „Við ætlum að koma heim til Íslands og það verður voða gaman. Alvöru jól með hangikjöti og öllu.“
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Sjá meira