Innlent

Rændi jólatré í ölæði

MYND/AFP
Karlmaður á þrítugsaldri gerði sér lítið fyrir og stal um þriggja metra háu furutré sem stóð ljósum prýtt í miðbæ Akureyrar rétt fyrir klukkan sex í morgun.

Lögreglunni var gert viðvart og fann hún aðilann óprúttna stuttu síðar á gangi með tréð í eftirdragi við Kaupvangsstræti.

Maðurinn, sem var mjög ölvaður, var handtekinn og gistir hann nú fangageymslur lögreglunnar. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en trénu hefur nú verið skilað á sinn stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×