"Þetta eru náttúruhamfarir“ 12. september 2012 00:01 Tugir þúsunda fjár voru enn uppi í snævi þöktum fjöllum Norðurlands í gærkvöld. Ástandið verra en talið var. Hefðu getað náð fénu inn ef veðurspáin hefði verið rétt, segir bóndi. Enn var rafmagnslaust í gærkvöld. „Við höfum ekki séð fyrir endann á þessu. En allir sem eru í búskap vita að þegar svona gerist getur eitthvað farið illa. Núna snýst þetta um að takmarka tjónið. Þetta er alveg gríðarlegt dæmi," segir Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og bóndi á Grýtubakka í Eyjafirði. Óvenjulega hart vetrarveður hefur geisað um allt Norðurland síðan á sunnudagsnótt. Vindur gekk hægt niður í gær, en sauðfé fannst grafið víða í tveggja til þriggja metra djúpum snjósköflum á mánudaginn. Allt tiltækt björgunarsveitarlið var kallað út til að aðstoða bændur við smölun, en snemma var ljóst að tugir þúsunda fjár var á fjöllum, margt grafið í snjó. Þórarinn hefur heyrt frá nokkrum bændum sem hafa fundið dautt fé í fönn, en það hafi aðallega verið heima við bæi. Leitarmenn lögðu af stað snemma í gærmorgun á vélsleðum, dráttarvélum og stærri bílum til að leita fjár og koma því niður á götur. En þar sem klakabrynjur eru á mestöllu fénu, telur Þórarinn líklegt að það verði þungt í rekstri og smölun gæti tekið langan tíma við svona erfiðar aðstæður. „Þetta er ekkert annað en náttúruhamfarir fyrir sauðfjárbændur," segir hann. „Við höfum lent í svona veðrum á annesjum þegar kemur skítviðri á haustin, en ég man ekki eftir að hafa heyrt um það á þessum tíma svona inn til landsins." Að sögn Þórarins hafa kindur ríka sjálfsbjargarviðleitni þegar kemur að svona fárviðrum. Það er ekki nema þær blotni mikið og það frysti að þær drepist úr kulda. Erlingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjardal, hafði fundið tvö dauð lömb í snjónum þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærdag. „Ef svona veðri hefði verið spáð leikur enginn vafi á því að við hefðum tekið allt féð inn kvöldið áður og komist hjá þessu," segir Erlingur. Hann hafði grafið á fjórða tug skepna upp úr fönn á mánudagskvöld. Hann getur ekki sagt með vissu hvort fleiri kindur hafi drepist. „Við höfum ekkert fundið síðan í gærkvöldi [í fyrrakvöld], en við teljum okkur vera búna að ná langmestu," segir hann. „Menn voru ekki viðbúnir að það yrði svona mikil stórhríð. Það er gríðarlega mikill snjór kominn og miðað við veðurspá er þetta mun verra en ég átti von á." Erlingur reiknaði þó með að missa fleiri dýr en úr varð. Til allrar hamingju var helmingur búfjárins þegar kominn í hús áður en fárviðrið skall á. Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Tugir þúsunda fjár voru enn uppi í snævi þöktum fjöllum Norðurlands í gærkvöld. Ástandið verra en talið var. Hefðu getað náð fénu inn ef veðurspáin hefði verið rétt, segir bóndi. Enn var rafmagnslaust í gærkvöld. „Við höfum ekki séð fyrir endann á þessu. En allir sem eru í búskap vita að þegar svona gerist getur eitthvað farið illa. Núna snýst þetta um að takmarka tjónið. Þetta er alveg gríðarlegt dæmi," segir Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og bóndi á Grýtubakka í Eyjafirði. Óvenjulega hart vetrarveður hefur geisað um allt Norðurland síðan á sunnudagsnótt. Vindur gekk hægt niður í gær, en sauðfé fannst grafið víða í tveggja til þriggja metra djúpum snjósköflum á mánudaginn. Allt tiltækt björgunarsveitarlið var kallað út til að aðstoða bændur við smölun, en snemma var ljóst að tugir þúsunda fjár var á fjöllum, margt grafið í snjó. Þórarinn hefur heyrt frá nokkrum bændum sem hafa fundið dautt fé í fönn, en það hafi aðallega verið heima við bæi. Leitarmenn lögðu af stað snemma í gærmorgun á vélsleðum, dráttarvélum og stærri bílum til að leita fjár og koma því niður á götur. En þar sem klakabrynjur eru á mestöllu fénu, telur Þórarinn líklegt að það verði þungt í rekstri og smölun gæti tekið langan tíma við svona erfiðar aðstæður. „Þetta er ekkert annað en náttúruhamfarir fyrir sauðfjárbændur," segir hann. „Við höfum lent í svona veðrum á annesjum þegar kemur skítviðri á haustin, en ég man ekki eftir að hafa heyrt um það á þessum tíma svona inn til landsins." Að sögn Þórarins hafa kindur ríka sjálfsbjargarviðleitni þegar kemur að svona fárviðrum. Það er ekki nema þær blotni mikið og það frysti að þær drepist úr kulda. Erlingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjardal, hafði fundið tvö dauð lömb í snjónum þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærdag. „Ef svona veðri hefði verið spáð leikur enginn vafi á því að við hefðum tekið allt féð inn kvöldið áður og komist hjá þessu," segir Erlingur. Hann hafði grafið á fjórða tug skepna upp úr fönn á mánudagskvöld. Hann getur ekki sagt með vissu hvort fleiri kindur hafi drepist. „Við höfum ekkert fundið síðan í gærkvöldi [í fyrrakvöld], en við teljum okkur vera búna að ná langmestu," segir hann. „Menn voru ekki viðbúnir að það yrði svona mikil stórhríð. Það er gríðarlega mikill snjór kominn og miðað við veðurspá er þetta mun verra en ég átti von á." Erlingur reiknaði þó með að missa fleiri dýr en úr varð. Til allrar hamingju var helmingur búfjárins þegar kominn í hús áður en fárviðrið skall á.
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira