"Þetta eru náttúruhamfarir“ 12. september 2012 00:01 Tugir þúsunda fjár voru enn uppi í snævi þöktum fjöllum Norðurlands í gærkvöld. Ástandið verra en talið var. Hefðu getað náð fénu inn ef veðurspáin hefði verið rétt, segir bóndi. Enn var rafmagnslaust í gærkvöld. „Við höfum ekki séð fyrir endann á þessu. En allir sem eru í búskap vita að þegar svona gerist getur eitthvað farið illa. Núna snýst þetta um að takmarka tjónið. Þetta er alveg gríðarlegt dæmi," segir Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og bóndi á Grýtubakka í Eyjafirði. Óvenjulega hart vetrarveður hefur geisað um allt Norðurland síðan á sunnudagsnótt. Vindur gekk hægt niður í gær, en sauðfé fannst grafið víða í tveggja til þriggja metra djúpum snjósköflum á mánudaginn. Allt tiltækt björgunarsveitarlið var kallað út til að aðstoða bændur við smölun, en snemma var ljóst að tugir þúsunda fjár var á fjöllum, margt grafið í snjó. Þórarinn hefur heyrt frá nokkrum bændum sem hafa fundið dautt fé í fönn, en það hafi aðallega verið heima við bæi. Leitarmenn lögðu af stað snemma í gærmorgun á vélsleðum, dráttarvélum og stærri bílum til að leita fjár og koma því niður á götur. En þar sem klakabrynjur eru á mestöllu fénu, telur Þórarinn líklegt að það verði þungt í rekstri og smölun gæti tekið langan tíma við svona erfiðar aðstæður. „Þetta er ekkert annað en náttúruhamfarir fyrir sauðfjárbændur," segir hann. „Við höfum lent í svona veðrum á annesjum þegar kemur skítviðri á haustin, en ég man ekki eftir að hafa heyrt um það á þessum tíma svona inn til landsins." Að sögn Þórarins hafa kindur ríka sjálfsbjargarviðleitni þegar kemur að svona fárviðrum. Það er ekki nema þær blotni mikið og það frysti að þær drepist úr kulda. Erlingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjardal, hafði fundið tvö dauð lömb í snjónum þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærdag. „Ef svona veðri hefði verið spáð leikur enginn vafi á því að við hefðum tekið allt féð inn kvöldið áður og komist hjá þessu," segir Erlingur. Hann hafði grafið á fjórða tug skepna upp úr fönn á mánudagskvöld. Hann getur ekki sagt með vissu hvort fleiri kindur hafi drepist. „Við höfum ekkert fundið síðan í gærkvöldi [í fyrrakvöld], en við teljum okkur vera búna að ná langmestu," segir hann. „Menn voru ekki viðbúnir að það yrði svona mikil stórhríð. Það er gríðarlega mikill snjór kominn og miðað við veðurspá er þetta mun verra en ég átti von á." Erlingur reiknaði þó með að missa fleiri dýr en úr varð. Til allrar hamingju var helmingur búfjárins þegar kominn í hús áður en fárviðrið skall á. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Tugir þúsunda fjár voru enn uppi í snævi þöktum fjöllum Norðurlands í gærkvöld. Ástandið verra en talið var. Hefðu getað náð fénu inn ef veðurspáin hefði verið rétt, segir bóndi. Enn var rafmagnslaust í gærkvöld. „Við höfum ekki séð fyrir endann á þessu. En allir sem eru í búskap vita að þegar svona gerist getur eitthvað farið illa. Núna snýst þetta um að takmarka tjónið. Þetta er alveg gríðarlegt dæmi," segir Þórarinn Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og bóndi á Grýtubakka í Eyjafirði. Óvenjulega hart vetrarveður hefur geisað um allt Norðurland síðan á sunnudagsnótt. Vindur gekk hægt niður í gær, en sauðfé fannst grafið víða í tveggja til þriggja metra djúpum snjósköflum á mánudaginn. Allt tiltækt björgunarsveitarlið var kallað út til að aðstoða bændur við smölun, en snemma var ljóst að tugir þúsunda fjár var á fjöllum, margt grafið í snjó. Þórarinn hefur heyrt frá nokkrum bændum sem hafa fundið dautt fé í fönn, en það hafi aðallega verið heima við bæi. Leitarmenn lögðu af stað snemma í gærmorgun á vélsleðum, dráttarvélum og stærri bílum til að leita fjár og koma því niður á götur. En þar sem klakabrynjur eru á mestöllu fénu, telur Þórarinn líklegt að það verði þungt í rekstri og smölun gæti tekið langan tíma við svona erfiðar aðstæður. „Þetta er ekkert annað en náttúruhamfarir fyrir sauðfjárbændur," segir hann. „Við höfum lent í svona veðrum á annesjum þegar kemur skítviðri á haustin, en ég man ekki eftir að hafa heyrt um það á þessum tíma svona inn til landsins." Að sögn Þórarins hafa kindur ríka sjálfsbjargarviðleitni þegar kemur að svona fárviðrum. Það er ekki nema þær blotni mikið og það frysti að þær drepist úr kulda. Erlingur Teitsson, bóndi á Brún í Reykjardal, hafði fundið tvö dauð lömb í snjónum þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gærdag. „Ef svona veðri hefði verið spáð leikur enginn vafi á því að við hefðum tekið allt féð inn kvöldið áður og komist hjá þessu," segir Erlingur. Hann hafði grafið á fjórða tug skepna upp úr fönn á mánudagskvöld. Hann getur ekki sagt með vissu hvort fleiri kindur hafi drepist. „Við höfum ekkert fundið síðan í gærkvöldi [í fyrrakvöld], en við teljum okkur vera búna að ná langmestu," segir hann. „Menn voru ekki viðbúnir að það yrði svona mikil stórhríð. Það er gríðarlega mikill snjór kominn og miðað við veðurspá er þetta mun verra en ég átti von á." Erlingur reiknaði þó með að missa fleiri dýr en úr varð. Til allrar hamingju var helmingur búfjárins þegar kominn í hús áður en fárviðrið skall á.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent