Innlent

Lögreglan varar ökumenn við sólstöðunni

Lögregla varar við lágri sólarstöðu þessa dagana en um kvöldmatarleytið í gær blindaðist ökumaður á höfuðborgarsvæðinu og ók á ljósastaur. Maðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin beyglaðist nokkuð.

Í tilkynningu frá lögreglu er fólk minnt á að vera með sólgleraugu þegar það á við. Um miðnætti var bifreið síðan ekið á ljósastaur í Kópavogi. Þar kom sólin ekkert við sögu heldur köttur í hverfinu sem hljóp í veg fyrir bifreiðina. Ökumaður sveigði frá en endaði förina á ljósastaur.

Hann kenndi til eftir óhappið og var fluttur með sjúkrabifreið á bráðamóttökuna í Fossvogi til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×