Innlent

Níu þingmenn viðstaddir hugvekju Siðmenntar

Þingmenn sem voru viðstaddir hugvekju Svans.
Þingmenn sem voru viðstaddir hugvekju Svans.
Níu þingmenn voru viðstaddir hugvekju Siðmenntar, sem haldin var á Hótel Borg, í stað þess að mæta í hefðbundna guðsþjónustu í Dómkirkjunni við setningu Alþingis. Það var Svanur Sigurbjörnsson, læknir og stjórnarmaður í Siðmennt, sem hélt hugvekju um „heilbrigði þjóðar".

Í tilkynningu frá Siðmennt segir: „Athygli vekur að séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup, sem predikaði yfir alþingismönnum í Dómkirkjunni í dag, notaði tækifærið til að segja þingmönnum að tilvist þjóðkirkju ógnaði ekki trúfrelsi í landinu. Er þetta að mati Siðmenntar dæmi um það hvernig Þjóðkirkjan getur nýtt sér aðstöðu sína til að breiða út einhliða áróður. Siðmennt er einmitt þeirrar skoðunar að þjóðkirkjufyrirkomulagið samræmist ekki trúfrelsi."

Hægt er að nálgast hugvekju Svans hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×