Innlent

Skorið niður hjá hælisleitendum en Útlendingastofnun efld

Fit-Hostel í Reykjanesbæ.
Fit-Hostel í Reykjanesbæ.
Gert er ráð fyrir 3,4 milljóna króna niðurskurð í málaflokki hælisleitenda samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í dag. Í útskýringum í frumvarpinu segir að umönnunarkostnaður vegna hælisleitenda hafi vaxið mikið á liðnum misserum og má gera ráð fyrir því að fyrir árið 2012 muni útgjöld vegna málaflokksins fara verulega fram úr fjárheimildum gildandi fjárlaga, sem eru 77 milljónir króna.

Þar af leiðandi, segir í frumvarpinu, að nauðsynlegt verði að endurmeta áætlanir um fjölda hælisleitenda fyrir næsta ár þegar lengra líður á árið til að sjá hvort um tímabundna aukningu hafi verið að ræða sem muni ganga til baka að einhverju leyti á næsta ári.

Aftur á móti hækka framlög til Útlendingastofnunar um fimm milljónir króna, eða úr 170,8 milljónum upp í 175,7.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×