Fjármálaráðherra: Ríkið er að sigla örugglega út úr kreppunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. september 2012 18:45 Oddný Harðardóttir kynnti fjárlagafrumvarpið í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mynd/gva Fjármálaráðherra vill hækka barnabætur, lengja fæðingarorlofið og stendur við átján prósenta hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta er meðal þess sem hún kynnti í nýjum fjárlögum sem hún segir að megi líta á sem kosningafjárlagafrumvarp. Hún segir ríkið vera að sigla örugglega út úr kreppunni. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 sem kynnt var í morgun er gert ráð fyrir að verulega dragi úr halla ríkissjóðs. Hann verði 2,8 milljarðar króna árið 2013 sem er nokkuð minna en í ár eða 25,8 milljarðar. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra segir að viðsnúningur hafi orðið á rekstri ríkissjóð og að ríkið sé að sigla örugglega út úr kreppunni. Hún telur að árið 2014 verði ríkissjóður rekinn án halla. „Við erum að ná mjög mikilvægum áfanga núna í þessum fjárlögum, að koma okkur í þá stöðu að geta farið að greiða niður skuldir," segir Oddný. Ólíkt fjárlögunum í fyrra verður ekki skorið niður á næsta ári heldur aðeins gerð krafa um að aðhalds verði gætt. Bætt staða ríkissjóðs skapi svigrúm til að styðja barnafjölskyldur og til avinnusköpunar. „Við bætum verulega í barnabæturnar. Við bætum 2,5 milljarði þannig að samtals verðum við með 10,7 milljarða úr að spila til stuðnings barnafjölskyldum í landinu og við eigum eftir að útfæra það nákvæmlega en við hugsum um fjölda barna og við hugsum um tekjurnar. Þannig að það verði komið á móts við lágtekju og millitekjufólk sérstaklega." Þá á að reisa Fæðingarorlofssjóð við í áföngum. „Við byrjum á að hækka greiðslurnar núna árið 2013 og gerum síðan langtímaáætlun þannig að fæðingarorlofið lengist í 12 mánuði." Þá gerir fjárfestingaráætlun ríkisins ráð fyrir ríkið fái arðgreiðslur frá fjármálastofnunum og greiðslur vegna sölu eignarhluta í þeim. Þessir peningar verða svo notaðir til að byggja nýtt fangelsi, nýjan Herjólf og uppbyggingu ferðamannastaða og í atvinnubyggingu. „Það er þrennt sem skiptir mestu máli. Það er hagvöxturinn að hann verði jafn og stöðugur og að auðlindirnar og arður af auðlindunum okkar skiptir mjög miklu máli inn í heildardæmið og síðan aðhaldssamur rekstur. Það er þetta þrennt sem mun fleyta okkur áfram." Þá stendur ríkið við áform sín um að auka tekjur af erlendum ferðamönnum með því að hækka virðisaukaskatt á hótel- og gistiþjónstu í þrepum úr 7% í 25,5%. Þá verður fjársýsluskattinum breytt en það er sá skattur sem fjármálafyrirtæki greiða. Í dag er bæði skattur á laun sem fyrirtækin greiða og á hagnað. „Við tökum út þennan sérstaka skatt á hagnað en bætum í varðandi skattinn á laun í bönkunum. Það kemur þannig út að eftir því sem fjármálafyrirtækin greiða hærri laun því hærri skatta greiða þau af því." Í fjárlagafrumvarpinu minnst á að tveir óvissuþættir geti haft áhrif. Það er málaferlin vegna Icesave og erfið staða Íbúðalánasjóðs. En ekki er gert ráð fyrir neinum kostnaði vegna þessa í frumvarpinu. Aðspurð hvort það hafi áhrif á gerð fjárlagafrumvarpsins að kosninga séu á næsta leyti segir Oddný: „Ég held að þetta sé kosningafjárlagafrumvarp í tveimur [sic] skilingi. Vegna þess að við stöndum við áætlunina og við höldum ríkissbúskapnum innan þeirra marka sem að við ráðum við og stefnum að því að greiða niður skuldir og síðan að við nýtum það svigrúm sem það til er til þess að koma á móts við barnafjölskyldur enda hafa greiningar sýnt það að það eru barnafjölskyldur í landinu sem þurfa mest á stuðningi að halda." Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Fjármálaráðherra vill hækka barnabætur, lengja fæðingarorlofið og stendur við átján prósenta hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta er meðal þess sem hún kynnti í nýjum fjárlögum sem hún segir að megi líta á sem kosningafjárlagafrumvarp. Hún segir ríkið vera að sigla örugglega út úr kreppunni. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 sem kynnt var í morgun er gert ráð fyrir að verulega dragi úr halla ríkissjóðs. Hann verði 2,8 milljarðar króna árið 2013 sem er nokkuð minna en í ár eða 25,8 milljarðar. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra segir að viðsnúningur hafi orðið á rekstri ríkissjóð og að ríkið sé að sigla örugglega út úr kreppunni. Hún telur að árið 2014 verði ríkissjóður rekinn án halla. „Við erum að ná mjög mikilvægum áfanga núna í þessum fjárlögum, að koma okkur í þá stöðu að geta farið að greiða niður skuldir," segir Oddný. Ólíkt fjárlögunum í fyrra verður ekki skorið niður á næsta ári heldur aðeins gerð krafa um að aðhalds verði gætt. Bætt staða ríkissjóðs skapi svigrúm til að styðja barnafjölskyldur og til avinnusköpunar. „Við bætum verulega í barnabæturnar. Við bætum 2,5 milljarði þannig að samtals verðum við með 10,7 milljarða úr að spila til stuðnings barnafjölskyldum í landinu og við eigum eftir að útfæra það nákvæmlega en við hugsum um fjölda barna og við hugsum um tekjurnar. Þannig að það verði komið á móts við lágtekju og millitekjufólk sérstaklega." Þá á að reisa Fæðingarorlofssjóð við í áföngum. „Við byrjum á að hækka greiðslurnar núna árið 2013 og gerum síðan langtímaáætlun þannig að fæðingarorlofið lengist í 12 mánuði." Þá gerir fjárfestingaráætlun ríkisins ráð fyrir ríkið fái arðgreiðslur frá fjármálastofnunum og greiðslur vegna sölu eignarhluta í þeim. Þessir peningar verða svo notaðir til að byggja nýtt fangelsi, nýjan Herjólf og uppbyggingu ferðamannastaða og í atvinnubyggingu. „Það er þrennt sem skiptir mestu máli. Það er hagvöxturinn að hann verði jafn og stöðugur og að auðlindirnar og arður af auðlindunum okkar skiptir mjög miklu máli inn í heildardæmið og síðan aðhaldssamur rekstur. Það er þetta þrennt sem mun fleyta okkur áfram." Þá stendur ríkið við áform sín um að auka tekjur af erlendum ferðamönnum með því að hækka virðisaukaskatt á hótel- og gistiþjónstu í þrepum úr 7% í 25,5%. Þá verður fjársýsluskattinum breytt en það er sá skattur sem fjármálafyrirtæki greiða. Í dag er bæði skattur á laun sem fyrirtækin greiða og á hagnað. „Við tökum út þennan sérstaka skatt á hagnað en bætum í varðandi skattinn á laun í bönkunum. Það kemur þannig út að eftir því sem fjármálafyrirtækin greiða hærri laun því hærri skatta greiða þau af því." Í fjárlagafrumvarpinu minnst á að tveir óvissuþættir geti haft áhrif. Það er málaferlin vegna Icesave og erfið staða Íbúðalánasjóðs. En ekki er gert ráð fyrir neinum kostnaði vegna þessa í frumvarpinu. Aðspurð hvort það hafi áhrif á gerð fjárlagafrumvarpsins að kosninga séu á næsta leyti segir Oddný: „Ég held að þetta sé kosningafjárlagafrumvarp í tveimur [sic] skilingi. Vegna þess að við stöndum við áætlunina og við höldum ríkissbúskapnum innan þeirra marka sem að við ráðum við og stefnum að því að greiða niður skuldir og síðan að við nýtum það svigrúm sem það til er til þess að koma á móts við barnafjölskyldur enda hafa greiningar sýnt það að það eru barnafjölskyldur í landinu sem þurfa mest á stuðningi að halda."
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent