Fjármálaráðherra: Ríkið er að sigla örugglega út úr kreppunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. september 2012 18:45 Oddný Harðardóttir kynnti fjárlagafrumvarpið í Þjóðmenningarhúsinu í dag. mynd/gva Fjármálaráðherra vill hækka barnabætur, lengja fæðingarorlofið og stendur við átján prósenta hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta er meðal þess sem hún kynnti í nýjum fjárlögum sem hún segir að megi líta á sem kosningafjárlagafrumvarp. Hún segir ríkið vera að sigla örugglega út úr kreppunni. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 sem kynnt var í morgun er gert ráð fyrir að verulega dragi úr halla ríkissjóðs. Hann verði 2,8 milljarðar króna árið 2013 sem er nokkuð minna en í ár eða 25,8 milljarðar. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra segir að viðsnúningur hafi orðið á rekstri ríkissjóð og að ríkið sé að sigla örugglega út úr kreppunni. Hún telur að árið 2014 verði ríkissjóður rekinn án halla. „Við erum að ná mjög mikilvægum áfanga núna í þessum fjárlögum, að koma okkur í þá stöðu að geta farið að greiða niður skuldir," segir Oddný. Ólíkt fjárlögunum í fyrra verður ekki skorið niður á næsta ári heldur aðeins gerð krafa um að aðhalds verði gætt. Bætt staða ríkissjóðs skapi svigrúm til að styðja barnafjölskyldur og til avinnusköpunar. „Við bætum verulega í barnabæturnar. Við bætum 2,5 milljarði þannig að samtals verðum við með 10,7 milljarða úr að spila til stuðnings barnafjölskyldum í landinu og við eigum eftir að útfæra það nákvæmlega en við hugsum um fjölda barna og við hugsum um tekjurnar. Þannig að það verði komið á móts við lágtekju og millitekjufólk sérstaklega." Þá á að reisa Fæðingarorlofssjóð við í áföngum. „Við byrjum á að hækka greiðslurnar núna árið 2013 og gerum síðan langtímaáætlun þannig að fæðingarorlofið lengist í 12 mánuði." Þá gerir fjárfestingaráætlun ríkisins ráð fyrir ríkið fái arðgreiðslur frá fjármálastofnunum og greiðslur vegna sölu eignarhluta í þeim. Þessir peningar verða svo notaðir til að byggja nýtt fangelsi, nýjan Herjólf og uppbyggingu ferðamannastaða og í atvinnubyggingu. „Það er þrennt sem skiptir mestu máli. Það er hagvöxturinn að hann verði jafn og stöðugur og að auðlindirnar og arður af auðlindunum okkar skiptir mjög miklu máli inn í heildardæmið og síðan aðhaldssamur rekstur. Það er þetta þrennt sem mun fleyta okkur áfram." Þá stendur ríkið við áform sín um að auka tekjur af erlendum ferðamönnum með því að hækka virðisaukaskatt á hótel- og gistiþjónstu í þrepum úr 7% í 25,5%. Þá verður fjársýsluskattinum breytt en það er sá skattur sem fjármálafyrirtæki greiða. Í dag er bæði skattur á laun sem fyrirtækin greiða og á hagnað. „Við tökum út þennan sérstaka skatt á hagnað en bætum í varðandi skattinn á laun í bönkunum. Það kemur þannig út að eftir því sem fjármálafyrirtækin greiða hærri laun því hærri skatta greiða þau af því." Í fjárlagafrumvarpinu minnst á að tveir óvissuþættir geti haft áhrif. Það er málaferlin vegna Icesave og erfið staða Íbúðalánasjóðs. En ekki er gert ráð fyrir neinum kostnaði vegna þessa í frumvarpinu. Aðspurð hvort það hafi áhrif á gerð fjárlagafrumvarpsins að kosninga séu á næsta leyti segir Oddný: „Ég held að þetta sé kosningafjárlagafrumvarp í tveimur [sic] skilingi. Vegna þess að við stöndum við áætlunina og við höldum ríkissbúskapnum innan þeirra marka sem að við ráðum við og stefnum að því að greiða niður skuldir og síðan að við nýtum það svigrúm sem það til er til þess að koma á móts við barnafjölskyldur enda hafa greiningar sýnt það að það eru barnafjölskyldur í landinu sem þurfa mest á stuðningi að halda." Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Fjármálaráðherra vill hækka barnabætur, lengja fæðingarorlofið og stendur við átján prósenta hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta er meðal þess sem hún kynnti í nýjum fjárlögum sem hún segir að megi líta á sem kosningafjárlagafrumvarp. Hún segir ríkið vera að sigla örugglega út úr kreppunni. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2013 sem kynnt var í morgun er gert ráð fyrir að verulega dragi úr halla ríkissjóðs. Hann verði 2,8 milljarðar króna árið 2013 sem er nokkuð minna en í ár eða 25,8 milljarðar. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra segir að viðsnúningur hafi orðið á rekstri ríkissjóð og að ríkið sé að sigla örugglega út úr kreppunni. Hún telur að árið 2014 verði ríkissjóður rekinn án halla. „Við erum að ná mjög mikilvægum áfanga núna í þessum fjárlögum, að koma okkur í þá stöðu að geta farið að greiða niður skuldir," segir Oddný. Ólíkt fjárlögunum í fyrra verður ekki skorið niður á næsta ári heldur aðeins gerð krafa um að aðhalds verði gætt. Bætt staða ríkissjóðs skapi svigrúm til að styðja barnafjölskyldur og til avinnusköpunar. „Við bætum verulega í barnabæturnar. Við bætum 2,5 milljarði þannig að samtals verðum við með 10,7 milljarða úr að spila til stuðnings barnafjölskyldum í landinu og við eigum eftir að útfæra það nákvæmlega en við hugsum um fjölda barna og við hugsum um tekjurnar. Þannig að það verði komið á móts við lágtekju og millitekjufólk sérstaklega." Þá á að reisa Fæðingarorlofssjóð við í áföngum. „Við byrjum á að hækka greiðslurnar núna árið 2013 og gerum síðan langtímaáætlun þannig að fæðingarorlofið lengist í 12 mánuði." Þá gerir fjárfestingaráætlun ríkisins ráð fyrir ríkið fái arðgreiðslur frá fjármálastofnunum og greiðslur vegna sölu eignarhluta í þeim. Þessir peningar verða svo notaðir til að byggja nýtt fangelsi, nýjan Herjólf og uppbyggingu ferðamannastaða og í atvinnubyggingu. „Það er þrennt sem skiptir mestu máli. Það er hagvöxturinn að hann verði jafn og stöðugur og að auðlindirnar og arður af auðlindunum okkar skiptir mjög miklu máli inn í heildardæmið og síðan aðhaldssamur rekstur. Það er þetta þrennt sem mun fleyta okkur áfram." Þá stendur ríkið við áform sín um að auka tekjur af erlendum ferðamönnum með því að hækka virðisaukaskatt á hótel- og gistiþjónstu í þrepum úr 7% í 25,5%. Þá verður fjársýsluskattinum breytt en það er sá skattur sem fjármálafyrirtæki greiða. Í dag er bæði skattur á laun sem fyrirtækin greiða og á hagnað. „Við tökum út þennan sérstaka skatt á hagnað en bætum í varðandi skattinn á laun í bönkunum. Það kemur þannig út að eftir því sem fjármálafyrirtækin greiða hærri laun því hærri skatta greiða þau af því." Í fjárlagafrumvarpinu minnst á að tveir óvissuþættir geti haft áhrif. Það er málaferlin vegna Icesave og erfið staða Íbúðalánasjóðs. En ekki er gert ráð fyrir neinum kostnaði vegna þessa í frumvarpinu. Aðspurð hvort það hafi áhrif á gerð fjárlagafrumvarpsins að kosninga séu á næsta leyti segir Oddný: „Ég held að þetta sé kosningafjárlagafrumvarp í tveimur [sic] skilingi. Vegna þess að við stöndum við áætlunina og við höldum ríkissbúskapnum innan þeirra marka sem að við ráðum við og stefnum að því að greiða niður skuldir og síðan að við nýtum það svigrúm sem það til er til þess að koma á móts við barnafjölskyldur enda hafa greiningar sýnt það að það eru barnafjölskyldur í landinu sem þurfa mest á stuðningi að halda."
Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira