Fleiri fréttir Hvetja bændur til þess að leita aðstoðar Í kjölfar illviðrisins í gær er óttast um afdrif fjölda sauðfjár, einkanlega norðanlands, þar sem veðrið var hvað verst Í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda segir að í mörgum tilvikum eru afréttir og önnur beitilönd ósmöluð, enda göngur og réttir í gangi fram eftir septembermánuði. 11.9.2012 10:42 Ölvaður maður reykti í flugvél Ölvaður maður var um helgina staðinn að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair á leið til landsins. Þegar lögreglan á Suðurnesjum ræddi við hann stóð hann fyrst fast á því að hann hefð ekki reykt í vélinni. Fljótlega breytti hann þó framburði sínum og sagðist sjá eftir athæfi sínu sem myndi ekki endurtaka sig. Að því búnu var hann frjáls ferða sinna en að sögn lögreglu var hann afar ölvaður. 11.9.2012 10:41 Ekki handtekinn fyrir innbrot Lögreglan á Suðurnesjum var um helgina kölluð út vegna þess að maður reyndi að brjótast inn í hús með barefli. Þegar lögreglan kom á vettvang reyndist maðurinn ekki innbrotsþjófur heldur eigandi hússins. Hann hafði læst sig úti en var kominn inn í inngang að bílskúr hússins. 11.9.2012 10:33 Minnihlutinn skrópaði allur á fundi Meirihluti hreppsnefndar Rangársþings ytra á Hellu er afar ósáttur við að allir aðalmenn minnihluta hafi forfallast á síðasta hreppsnefndarfundi. Samþykktu þeir bókun þess efnis að sveitastjóranum væri falið að fá skýringar á forföllunum frá oddvita minnihlutans. 11.9.2012 10:27 HÍ og Björk fengu verðlaun Háskóli Íslands hlaut um helgina evrópsk verðlaun fyrir besta vísindamiðlunarverkefni ársins 2011. Um er að ræða svokallaðar Biophilia-tónvísindasmiðjur sem er samstarfsverkefni Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar. Verðlaunin veita Samtök samskiptasérfræðinga í evrópskum háskólum (EUPRIO) og tók Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands, við þeim fyrir hönd háskólans á ársfundi EUPRIO í Gautaborg. Aðild að EUPRIO eiga flestir virtustu háskólar Evrópu. 11.9.2012 10:17 Skopmyndateiknarar túlka aðstæður Þorgerðar á sama hátt Skopmyndateiknarar Fréttablaðsins virðast túlka ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, með sama nefi ef marka má myndir þeirra í blöðunum í dag. Þorgerður Katrín sagði í viðtalsþættinum Klinkinu hér á Vísi á sunnudaginn að Sjálfstæðisflokkurinn mætti ekki einangra sig yst á hægri vængnum og verða Teboðshreyfing Íslands. 11.9.2012 09:58 Hús fæst gefins í Grindavík Tæplega 50 fermetra hús sem stendur á leikvelli í Grindavík fæst gefins. Til stóð að rífa húsið, en í stað þess var ákveðið að gefa það gegn því að viðkomandi aðilar fjarlægi það alfarið á eigin kostnað. 11.9.2012 09:55 Allt að 70 manns búa á götunni Talið er að 50-70 manns sem eru haldnir áfengis- og vímuefnafíkn lifi á götum Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein sem Björn M. Sigurjónsson, varaformaður stjórnar sjúkrastofnunar SÁÁ, skrifar í Fréttablaðið og á Vísi í dag. 11.9.2012 09:40 Ríkið styrkir fjölskylduna í Kólumbíu um þrjár milljónir Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur. 11.9.2012 09:18 Crossfit-þjálfun veldur fagfólki áhyggjum "Fólk meiðist í auknum mæli. Sprenglært íþróttafólk sem sækir þessa tíma hefur horft upp á fólk meiðast því það þekkir ekki sín takmörk,“ segir Íris Anna Steinarrsdóttir, fráfarandi formaður Íþróttakennarasambands Íslands, um crossfit og aðrar tengdar íþróttagreinar þar sem fólk reynir um of á þolmörk sín undir handleiðslu ómenntaðra þjálfara. 11.9.2012 08:00 Hvorugur vill greiða talþjálfun barna Móðir í Hveragerði fær hvorki stuðning frá sveitarfélaginu né Sjúkratryggingum Íslands til að greiða kostnað vegna talþjálfunar dóttur sinnar. 11.9.2012 07:30 Herjólfur á áætlun í fyrstu ferðum dagsins Herjólfur er á áætlun í fyrstu ferð dagsins frá Vestmannaeyjum kl. 08:30 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00. 11.9.2012 07:04 Mikið annríki hjá björgunarsveitum Björgunarsveitir víðast hvar á landinu voru við störf fram undir miðnætti vegna veðursins sem gengið hefur yfir landið. Tuttugu og fjórar sveitar voru við störf í gær og fara nokkrar þeirra af stað aftur núna klukkan sjö. 11.9.2012 06:57 Enn rafmagnslaust á stórum hluta Norðaustanlands Rafmagnlaust er enn á stórum hluta Norðausturlands. Verst er ástandið í Skagafirði og í Mývatnssveit og svæðinu þar um kring. 11.9.2012 06:54 Sjúkrasaga í almennum pósti Persónuvernd segir Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) ekki hafa viðhaft nægilegar öryggisráðstafanir með því að senda sjúkraskrárupplýsingar til manns í almennum pósti en ekki með ábyrgðarpósti. Í kæru til Persónuverndar kvaðst maðurinn mjög ósáttur við að hafa fengið viðkvæmar persónuupplýsingar um sjálfan sig sendar á heimilisfang sem hann sé ekki skráður fyrir og ekki í ábyrgðarpósti. 11.9.2012 08:00 Fækkaði um 1.000 milli ára Ríkisstarfsmönnum fækkaði um þúsund á árunum frá 2010 til 2011. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur þingkonu Sjálfstæðisflokks. 11.9.2012 06:30 Úthafsrækjan áfram í lægð Ljóst er að úthafsrækjustofninn er áfram í mikilli lægð miðað við síðasta áratug. Þetta sýnir árleg stofnmæling Hafrannsóknastofnunar sem er nýlokið. 11.9.2012 06:30 Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11.9.2012 06:00 Skiptar skoðanir um Crossfit Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann. 10.9.2012 22:34 Kópavogsbær gaf Jóni Margeiri 500 þúsund Bæjarstjórn Kópavogs færði í dag Jóni Margeiri Sverrissyni, Kópavogsbúa og Ólympíumeistara, 500.000 krónur að gjöf fyrir glæsilegan árangur á Ólympíumóti fatlaðra í London. 10.9.2012 21:10 Seljalandsfoss umturnaðist í óveðrinu „Þetta var alveg rosalega flott," segir Sólveig Pálmadóttir, íbúi í Fljótshlíð, sem náði hreint út sagt ótrúlegum myndum af Seljalandsfossi í dag. Mikill vindur var á svæðinu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. 10.9.2012 20:07 Hækkaðir skattar í ferðaþjónustu skaða Ísland Framkvæmdastjóri Samtaka evróskra ferðaskrifstofa segir boðaðar skattahækkanir í ferðaþjónustu hafa sett allt í uppnám. Ekki sé hægt að hækka verðið eftir að búið að er gera samninga sem miða við þrefalt lægri skatta. 10.9.2012 21:15 Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10.9.2012 20:15 Björguðu kind sem fennt hafði í kaf Aðeins er farið að hægja á verkefnum björgunarsveita þrátt fyrir að bálhvasst sé víða um land ennþá. Alls hafa 24 björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið við störf í dag og milli 70 til 80 manns. 10.9.2012 19:48 Rafmagn komið á á Akureyri "Við náðum að koma aðallínunni inn til Akureyrar til fyrir skömmu. Rafmagnið er því komið á þar, sem og á Eyjafjarðarsvæðinu. Kópasker er þó enn rafmagnslaust því eina línan sem þangað liggur er skemmd. Við erum að fara í það að laga hana núna,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti. 10.9.2012 19:35 "Ég vil ekki deyja lengur, ég vil lifa" Ung kona sem reyndi endurtekið að fremja sjálfsmorð segist ekki vilja deyja lengur, og að það sé gott að finna aftur lífslöngunina. Tveir til þrír Íslendingar fremja sjálfsvíg í hverjum mánuði. 10.9.2012 19:23 Síðasta ferð Herjólfs fellur niður Vegna veðurs og sjólags á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fellur niður síðasta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 20:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 22:00. 10.9.2012 19:19 Hinrik saklaust fórnarlamb fólskuverks Varðstjóri morðdeildar lögreglunnar í Tulsa í er enn að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum af svæðinu þar sem Hinrik Þórsson var myrtur aðfaranótt laugardagsins. 10.9.2012 18:58 Ófært um Vatnsskarðið Lögreglan á Sauðárkróki vill koma því á framfæri við vegfarendur að sé búið að loka Vatnsskarðinu vegna ófærðar en Þverárfjallsvegur verður mokaður til klukkan 20 í kvöld en þá verður honum einnig lokað. 10.9.2012 18:29 Eldri kona tókst á loft í vindhviðu Um klukkan hálf tólf í dag var tilkynnt um eldri konu sem hafði tekist á loft í vindhviðu við Hamraborg í Kópavogi. Að sögn lögreglu féll konan illa til jarðar og meiddist á vinstri öxl og hendi. Hún var flutt á slysadeild en ekki er vitað nánar um líðan hennar. 10.9.2012 18:21 Fatlaðir fengu 4 milljónir frá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin færði í dag Íþróttasambandi fatlaðra fjórar milljónir króna að gjöf í viðurkenningarskyni fyrir glæsileg afrek íslensku þátttakendanna í Ólympíuleikum fatlaðra sem nýlokið er í Lundúnum. 10.9.2012 17:44 Allt Norðurland án rafmagns "Það er mjög óvenjulegt, sérstaklega svona í seinni tíð að svona stór hluti af landinu verði rafmagnslaus vegna veðurs,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson, rafmagnsverkfræðingur og deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti. Rafmagnslaust er nánast á öllu Norðurlandi, frá Blönduósi og að Kópaskeri, og þá er stórhluti Austurlands keyrði áfram á varaafli. 10.9.2012 17:36 Innanlandsflugi aflýst en millilandaflug á áætlun Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Flugfélag Íslands hefur flogið til Grænlands og Færeyja en ekkert innanlands. 10.9.2012 16:43 Malbikið stenst ekki veðurofsann Það er hasar á Íslandi í dag og víða hafa menn lent í kröppum dansi vegna veðurofsa. Tugir björgunarsveitamanna hafa farið í hvert útkallið á fætur öðru og smalar hafa setið fastir í leitarmannakofum. Nú síðast stóðst malbikið við Skaftafellsá ekki veðurofsann og flettist af veginum við brúna. 10.9.2012 16:31 Sambíóin loka á Selfossi "Já, við ætlum að loka 1. nóvember nk. og höfum sagt upp öllu okkar starfsfólki á Selfossi, 10 manns. Ástæðan er fyrst og fremst gömul tæki á Selfossi, við erum með 35 mm vélar þar en nú er allt meira og minna komið í digital. Við treystum okkur ekki í að endurnýja tækin á Selfossi og ætlum því að loka,“ sagði Alfreð Árnason hjá Sambíóunum í samtali við fréttavefinn dfs.is, en Sambíó hefur verið á Selfossi síðan 2006. 10.9.2012 16:28 Handteknir með 100 grömm af amfetamíni Lögreglan stöðvaði tvo karlmenn á þrítugsaldri í Reykjavík fyrir helgina en þeir voru með 100 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Þeir voru báðir handteknir. Lögreglan lagði hald á amfetamínið og sömuleiðis hnúajárn sem fannst í bifreið mannanna. Þeir hafa báðir komið áður við sögu hjá lögreglu, m.a. vegna fíkniefnamála. 10.9.2012 15:43 Kornið að skemmast á Norðurlandi Talsverðar líkur eru á að korn á Norðurlandi hafi skemmst vegna veðurs í nótt og í dag. Ekki liggur fyrir hve umfangsmiklar skemmdirnar eru. 10.9.2012 15:22 Mögulega salmonella í kjúklingi frá Matfugli Komið hefur upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna. 10.9.2012 15:20 Boða til tunnumótmæla á miðvikudaginn Boðað hefur verið til tunnumótmæla þegar stjórnmálaflokkar halda stefnuræður á Alþingi næstkomandi miðvikudag. Í tilkynningu frá hópi sem kallar sig Tunnurnar er almenningur hvattur til þess að mæta fyrir utan Alþingi klukkan hálf átta en stefnuræður flokkanna hefjast 19:50. 10.9.2012 15:19 Engir smalar á ferð á Norðurlandi Smalar á Norðurlandi hafa ekki lent í vandræðum vegna veðurs samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir eru ekki á ferðinni sem stendur. 10.9.2012 14:57 Jón Gnarr hvetur borgarstjórann í Moskvu til að leyfa gleðigöngur Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík hefur skrifað bréf til Sergey Sobyanin borgarstjóra í Moskvu. Í bréfinu lýsir Jón Gnarr því yfir að hann vilji deila því með borgarstjóranum hversu jákvæð áhrif Hinsegin dagar og gleðigangan hafi haft á ímynd Reykjavíkur og viðhorf almennings til samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Orðið hafi mikil viðhorfsbreyting til batnaðar á Íslandi vegna hátíðarinnar sem sé nú ein stærsta útihátíðin í Reykjavík. 10.9.2012 14:38 Tæplega 90% lögreglumanna eru karlmenn Um 88% starfsmanna lögregluembættanna eru karlmenn. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að á meðal starfandi óbreyttra lögreglumanna eru um 85% karlar en tæp 15% konur. Hæst er hlutfall kvenna meðal afleysingamanna, en þar eru konur um 20%, og næsthæst meðal rannsóknarlögreglumanna, en þar er hlutfalla kvenna tæp 18%. Af 35 aðalvarstjórum er ein kona. Engin kona gegnir stöðu yfirlögregluþjóns eða aðstoðarvarðstjóra. 10.9.2012 14:20 Þakplötur fjúka af húsum Þakplötur eru byrjaðar að fjúka af húsum í miðborginni. Auk þess er búið að kalla út björgunarsveitir til aðstoðar ferðamönnum á Kaldadal, í Vatnsskarði, við Mývatn, á Hólasandi, við Varmahlíð og í Víkurskarði. Björgunarsveitir hafa einnig verið kallaðar út vegna foks í Aðaldal, í Skagafirði, á Bolungarvík, í Vestmannaeyjum, á Mývatni og eins og fyrr sagði á höfuborgarsvæðinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg ítrekar að lítið ferðaveður er á landinu í dag og í kvöld víðast hvar um landið. 10.9.2012 14:03 Ánægð með ákvörðun Ögmundar - samningaviðræður ekki hafnar "Umbjóðandi minn er mjög ánægður með þessa ákvörðun," segir Áslaug Árnadóttir hæstaréttarlögmaður og lögmaður Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi, út af ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að kæra ekki úrskurð kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur. 10.9.2012 13:37 Kornið sleppur ennþá í rokinu á Suðurlandi „Það er allt í lagi hjá okkur og kornið er ekki að skemmast þrátt fyrir rokið. Ég hef meiri áhyggjur af korninu fyrir norðan, það hlýtur að fara mjög illa í þessu veðri," sagði Björgvin Þór Harðarson, svína- og kornbóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Hann ræktar korn á um 200 hekturum í Gunnarsholti á Rangárvöllum. „Það besta er að það rignir ekki eða snjóar hjá okkur í þessu vonda veðri, það munar öllu, það er alveg þurrt þrátt fyrir mikið hvassviðri, það bjargar korninu hér á Suðurlandi," bætti Björgvin Þór við. 10.9.2012 13:36 Sjá næstu 50 fréttir
Hvetja bændur til þess að leita aðstoðar Í kjölfar illviðrisins í gær er óttast um afdrif fjölda sauðfjár, einkanlega norðanlands, þar sem veðrið var hvað verst Í tilkynningu frá Landssamtökum sauðfjárbænda segir að í mörgum tilvikum eru afréttir og önnur beitilönd ósmöluð, enda göngur og réttir í gangi fram eftir septembermánuði. 11.9.2012 10:42
Ölvaður maður reykti í flugvél Ölvaður maður var um helgina staðinn að því að reykja inni á salerni flugvélar Icelandair á leið til landsins. Þegar lögreglan á Suðurnesjum ræddi við hann stóð hann fyrst fast á því að hann hefð ekki reykt í vélinni. Fljótlega breytti hann þó framburði sínum og sagðist sjá eftir athæfi sínu sem myndi ekki endurtaka sig. Að því búnu var hann frjáls ferða sinna en að sögn lögreglu var hann afar ölvaður. 11.9.2012 10:41
Ekki handtekinn fyrir innbrot Lögreglan á Suðurnesjum var um helgina kölluð út vegna þess að maður reyndi að brjótast inn í hús með barefli. Þegar lögreglan kom á vettvang reyndist maðurinn ekki innbrotsþjófur heldur eigandi hússins. Hann hafði læst sig úti en var kominn inn í inngang að bílskúr hússins. 11.9.2012 10:33
Minnihlutinn skrópaði allur á fundi Meirihluti hreppsnefndar Rangársþings ytra á Hellu er afar ósáttur við að allir aðalmenn minnihluta hafi forfallast á síðasta hreppsnefndarfundi. Samþykktu þeir bókun þess efnis að sveitastjóranum væri falið að fá skýringar á forföllunum frá oddvita minnihlutans. 11.9.2012 10:27
HÍ og Björk fengu verðlaun Háskóli Íslands hlaut um helgina evrópsk verðlaun fyrir besta vísindamiðlunarverkefni ársins 2011. Um er að ræða svokallaðar Biophilia-tónvísindasmiðjur sem er samstarfsverkefni Bjarkar Guðmundsdóttur tónlistarkonu, Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar. Verðlaunin veita Samtök samskiptasérfræðinga í evrópskum háskólum (EUPRIO) og tók Jón Örn Guðbjartsson, sviðsstjóri markaðs- og samskiptasviðs Háskóla Íslands, við þeim fyrir hönd háskólans á ársfundi EUPRIO í Gautaborg. Aðild að EUPRIO eiga flestir virtustu háskólar Evrópu. 11.9.2012 10:17
Skopmyndateiknarar túlka aðstæður Þorgerðar á sama hátt Skopmyndateiknarar Fréttablaðsins virðast túlka ummæli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, með sama nefi ef marka má myndir þeirra í blöðunum í dag. Þorgerður Katrín sagði í viðtalsþættinum Klinkinu hér á Vísi á sunnudaginn að Sjálfstæðisflokkurinn mætti ekki einangra sig yst á hægri vængnum og verða Teboðshreyfing Íslands. 11.9.2012 09:58
Hús fæst gefins í Grindavík Tæplega 50 fermetra hús sem stendur á leikvelli í Grindavík fæst gefins. Til stóð að rífa húsið, en í stað þess var ákveðið að gefa það gegn því að viðkomandi aðilar fjarlægi það alfarið á eigin kostnað. 11.9.2012 09:55
Allt að 70 manns búa á götunni Talið er að 50-70 manns sem eru haldnir áfengis- og vímuefnafíkn lifi á götum Reykjavíkur. Þetta kemur fram í grein sem Björn M. Sigurjónsson, varaformaður stjórnar sjúkrastofnunar SÁÁ, skrifar í Fréttablaðið og á Vísi í dag. 11.9.2012 09:40
Ríkið styrkir fjölskylduna í Kólumbíu um þrjár milljónir Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur. 11.9.2012 09:18
Crossfit-þjálfun veldur fagfólki áhyggjum "Fólk meiðist í auknum mæli. Sprenglært íþróttafólk sem sækir þessa tíma hefur horft upp á fólk meiðast því það þekkir ekki sín takmörk,“ segir Íris Anna Steinarrsdóttir, fráfarandi formaður Íþróttakennarasambands Íslands, um crossfit og aðrar tengdar íþróttagreinar þar sem fólk reynir um of á þolmörk sín undir handleiðslu ómenntaðra þjálfara. 11.9.2012 08:00
Hvorugur vill greiða talþjálfun barna Móðir í Hveragerði fær hvorki stuðning frá sveitarfélaginu né Sjúkratryggingum Íslands til að greiða kostnað vegna talþjálfunar dóttur sinnar. 11.9.2012 07:30
Herjólfur á áætlun í fyrstu ferðum dagsins Herjólfur er á áætlun í fyrstu ferð dagsins frá Vestmannaeyjum kl. 08:30 og frá Landeyjahöfn kl. 10:00. 11.9.2012 07:04
Mikið annríki hjá björgunarsveitum Björgunarsveitir víðast hvar á landinu voru við störf fram undir miðnætti vegna veðursins sem gengið hefur yfir landið. Tuttugu og fjórar sveitar voru við störf í gær og fara nokkrar þeirra af stað aftur núna klukkan sjö. 11.9.2012 06:57
Enn rafmagnslaust á stórum hluta Norðaustanlands Rafmagnlaust er enn á stórum hluta Norðausturlands. Verst er ástandið í Skagafirði og í Mývatnssveit og svæðinu þar um kring. 11.9.2012 06:54
Sjúkrasaga í almennum pósti Persónuvernd segir Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) ekki hafa viðhaft nægilegar öryggisráðstafanir með því að senda sjúkraskrárupplýsingar til manns í almennum pósti en ekki með ábyrgðarpósti. Í kæru til Persónuverndar kvaðst maðurinn mjög ósáttur við að hafa fengið viðkvæmar persónuupplýsingar um sjálfan sig sendar á heimilisfang sem hann sé ekki skráður fyrir og ekki í ábyrgðarpósti. 11.9.2012 08:00
Fækkaði um 1.000 milli ára Ríkisstarfsmönnum fækkaði um þúsund á árunum frá 2010 til 2011. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur þingkonu Sjálfstæðisflokks. 11.9.2012 06:30
Úthafsrækjan áfram í lægð Ljóst er að úthafsrækjustofninn er áfram í mikilli lægð miðað við síðasta áratug. Þetta sýnir árleg stofnmæling Hafrannsóknastofnunar sem er nýlokið. 11.9.2012 06:30
Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11.9.2012 06:00
Skiptar skoðanir um Crossfit Ólympískar lyftingar geta ekki hentað bæði eldri borgurum og keppnisfólki segir íþróttafræðingur sem gagnrýnir Crossfit þjálfun landans harðlega. Crossfit þjálfari segir að hægt sé að segja að allar íþróttir séu slæmar fyrir líkamann. 10.9.2012 22:34
Kópavogsbær gaf Jóni Margeiri 500 þúsund Bæjarstjórn Kópavogs færði í dag Jóni Margeiri Sverrissyni, Kópavogsbúa og Ólympíumeistara, 500.000 krónur að gjöf fyrir glæsilegan árangur á Ólympíumóti fatlaðra í London. 10.9.2012 21:10
Seljalandsfoss umturnaðist í óveðrinu „Þetta var alveg rosalega flott," segir Sólveig Pálmadóttir, íbúi í Fljótshlíð, sem náði hreint út sagt ótrúlegum myndum af Seljalandsfossi í dag. Mikill vindur var á svæðinu, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. 10.9.2012 20:07
Hækkaðir skattar í ferðaþjónustu skaða Ísland Framkvæmdastjóri Samtaka evróskra ferðaskrifstofa segir boðaðar skattahækkanir í ferðaþjónustu hafa sett allt í uppnám. Ekki sé hægt að hækka verðið eftir að búið að er gera samninga sem miða við þrefalt lægri skatta. 10.9.2012 21:15
Íslendingar í klakahöll undir Grænlandsjökli Virkjun sem Ístak er að smíða á Grænlandi við Diskóflóa lengst norðan heimskautsbaugs er stærsta verkefni í fjörutíu ára sögu fyrirtækisins. Þar er sennilega sú Íslendinganýlenda sem fjærst er öðrum byggðum bólum í sannkallaðri klakahöll við bæinn Ilulissat. Fyrri reynsla Ístaksmanna af smíði virkjana á Grænlandi réð miklu þegar Orkustofnun Grænlands fól þeim einnig þetta tólf milljarða króna verk, þótt þeir ættu ekki lægsta boð. 10.9.2012 20:15
Björguðu kind sem fennt hafði í kaf Aðeins er farið að hægja á verkefnum björgunarsveita þrátt fyrir að bálhvasst sé víða um land ennþá. Alls hafa 24 björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið við störf í dag og milli 70 til 80 manns. 10.9.2012 19:48
Rafmagn komið á á Akureyri "Við náðum að koma aðallínunni inn til Akureyrar til fyrir skömmu. Rafmagnið er því komið á þar, sem og á Eyjafjarðarsvæðinu. Kópasker er þó enn rafmagnslaust því eina línan sem þangað liggur er skemmd. Við erum að fara í það að laga hana núna,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti. 10.9.2012 19:35
"Ég vil ekki deyja lengur, ég vil lifa" Ung kona sem reyndi endurtekið að fremja sjálfsmorð segist ekki vilja deyja lengur, og að það sé gott að finna aftur lífslöngunina. Tveir til þrír Íslendingar fremja sjálfsvíg í hverjum mánuði. 10.9.2012 19:23
Síðasta ferð Herjólfs fellur niður Vegna veðurs og sjólags á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar fellur niður síðasta ferð Herjólfs frá Vestmannaeyjum klukkan 20:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 22:00. 10.9.2012 19:19
Hinrik saklaust fórnarlamb fólskuverks Varðstjóri morðdeildar lögreglunnar í Tulsa í er enn að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum af svæðinu þar sem Hinrik Þórsson var myrtur aðfaranótt laugardagsins. 10.9.2012 18:58
Ófært um Vatnsskarðið Lögreglan á Sauðárkróki vill koma því á framfæri við vegfarendur að sé búið að loka Vatnsskarðinu vegna ófærðar en Þverárfjallsvegur verður mokaður til klukkan 20 í kvöld en þá verður honum einnig lokað. 10.9.2012 18:29
Eldri kona tókst á loft í vindhviðu Um klukkan hálf tólf í dag var tilkynnt um eldri konu sem hafði tekist á loft í vindhviðu við Hamraborg í Kópavogi. Að sögn lögreglu féll konan illa til jarðar og meiddist á vinstri öxl og hendi. Hún var flutt á slysadeild en ekki er vitað nánar um líðan hennar. 10.9.2012 18:21
Fatlaðir fengu 4 milljónir frá ríkisstjórninni Ríkisstjórnin færði í dag Íþróttasambandi fatlaðra fjórar milljónir króna að gjöf í viðurkenningarskyni fyrir glæsileg afrek íslensku þátttakendanna í Ólympíuleikum fatlaðra sem nýlokið er í Lundúnum. 10.9.2012 17:44
Allt Norðurland án rafmagns "Það er mjög óvenjulegt, sérstaklega svona í seinni tíð að svona stór hluti af landinu verði rafmagnslaus vegna veðurs,“ segir Guðlaugur Sigurgeirsson, rafmagnsverkfræðingur og deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti. Rafmagnslaust er nánast á öllu Norðurlandi, frá Blönduósi og að Kópaskeri, og þá er stórhluti Austurlands keyrði áfram á varaafli. 10.9.2012 17:36
Innanlandsflugi aflýst en millilandaflug á áætlun Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Flugfélag Íslands hefur flogið til Grænlands og Færeyja en ekkert innanlands. 10.9.2012 16:43
Malbikið stenst ekki veðurofsann Það er hasar á Íslandi í dag og víða hafa menn lent í kröppum dansi vegna veðurofsa. Tugir björgunarsveitamanna hafa farið í hvert útkallið á fætur öðru og smalar hafa setið fastir í leitarmannakofum. Nú síðast stóðst malbikið við Skaftafellsá ekki veðurofsann og flettist af veginum við brúna. 10.9.2012 16:31
Sambíóin loka á Selfossi "Já, við ætlum að loka 1. nóvember nk. og höfum sagt upp öllu okkar starfsfólki á Selfossi, 10 manns. Ástæðan er fyrst og fremst gömul tæki á Selfossi, við erum með 35 mm vélar þar en nú er allt meira og minna komið í digital. Við treystum okkur ekki í að endurnýja tækin á Selfossi og ætlum því að loka,“ sagði Alfreð Árnason hjá Sambíóunum í samtali við fréttavefinn dfs.is, en Sambíó hefur verið á Selfossi síðan 2006. 10.9.2012 16:28
Handteknir með 100 grömm af amfetamíni Lögreglan stöðvaði tvo karlmenn á þrítugsaldri í Reykjavík fyrir helgina en þeir voru með 100 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Þeir voru báðir handteknir. Lögreglan lagði hald á amfetamínið og sömuleiðis hnúajárn sem fannst í bifreið mannanna. Þeir hafa báðir komið áður við sögu hjá lögreglu, m.a. vegna fíkniefnamála. 10.9.2012 15:43
Kornið að skemmast á Norðurlandi Talsverðar líkur eru á að korn á Norðurlandi hafi skemmst vegna veðurs í nótt og í dag. Ekki liggur fyrir hve umfangsmiklar skemmdirnar eru. 10.9.2012 15:22
Mögulega salmonella í kjúklingi frá Matfugli Komið hefur upp grunur um salmonellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna. 10.9.2012 15:20
Boða til tunnumótmæla á miðvikudaginn Boðað hefur verið til tunnumótmæla þegar stjórnmálaflokkar halda stefnuræður á Alþingi næstkomandi miðvikudag. Í tilkynningu frá hópi sem kallar sig Tunnurnar er almenningur hvattur til þess að mæta fyrir utan Alþingi klukkan hálf átta en stefnuræður flokkanna hefjast 19:50. 10.9.2012 15:19
Engir smalar á ferð á Norðurlandi Smalar á Norðurlandi hafa ekki lent í vandræðum vegna veðurs samkvæmt upplýsingum frá Bændasamtökum Íslands. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir eru ekki á ferðinni sem stendur. 10.9.2012 14:57
Jón Gnarr hvetur borgarstjórann í Moskvu til að leyfa gleðigöngur Jón Gnarr borgarstjóri í Reykjavík hefur skrifað bréf til Sergey Sobyanin borgarstjóra í Moskvu. Í bréfinu lýsir Jón Gnarr því yfir að hann vilji deila því með borgarstjóranum hversu jákvæð áhrif Hinsegin dagar og gleðigangan hafi haft á ímynd Reykjavíkur og viðhorf almennings til samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Orðið hafi mikil viðhorfsbreyting til batnaðar á Íslandi vegna hátíðarinnar sem sé nú ein stærsta útihátíðin í Reykjavík. 10.9.2012 14:38
Tæplega 90% lögreglumanna eru karlmenn Um 88% starfsmanna lögregluembættanna eru karlmenn. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ríkislögreglustjóra. Þar kemur fram að á meðal starfandi óbreyttra lögreglumanna eru um 85% karlar en tæp 15% konur. Hæst er hlutfall kvenna meðal afleysingamanna, en þar eru konur um 20%, og næsthæst meðal rannsóknarlögreglumanna, en þar er hlutfalla kvenna tæp 18%. Af 35 aðalvarstjórum er ein kona. Engin kona gegnir stöðu yfirlögregluþjóns eða aðstoðarvarðstjóra. 10.9.2012 14:20
Þakplötur fjúka af húsum Þakplötur eru byrjaðar að fjúka af húsum í miðborginni. Auk þess er búið að kalla út björgunarsveitir til aðstoðar ferðamönnum á Kaldadal, í Vatnsskarði, við Mývatn, á Hólasandi, við Varmahlíð og í Víkurskarði. Björgunarsveitir hafa einnig verið kallaðar út vegna foks í Aðaldal, í Skagafirði, á Bolungarvík, í Vestmannaeyjum, á Mývatni og eins og fyrr sagði á höfuborgarsvæðinu. Slysavarnafélagið Landsbjörg ítrekar að lítið ferðaveður er á landinu í dag og í kvöld víðast hvar um landið. 10.9.2012 14:03
Ánægð með ákvörðun Ögmundar - samningaviðræður ekki hafnar "Umbjóðandi minn er mjög ánægður með þessa ákvörðun," segir Áslaug Árnadóttir hæstaréttarlögmaður og lögmaður Höllu Bergþóru Björnsdóttur, sýslumanns á Akranesi, út af ákvörðun Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra um að kæra ekki úrskurð kærunefndar jafnréttismála til Héraðsdóms Reykjavíkur. 10.9.2012 13:37
Kornið sleppur ennþá í rokinu á Suðurlandi „Það er allt í lagi hjá okkur og kornið er ekki að skemmast þrátt fyrir rokið. Ég hef meiri áhyggjur af korninu fyrir norðan, það hlýtur að fara mjög illa í þessu veðri," sagði Björgvin Þór Harðarson, svína- og kornbóndi í Laxárdal í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Hann ræktar korn á um 200 hekturum í Gunnarsholti á Rangárvöllum. „Það besta er að það rignir ekki eða snjóar hjá okkur í þessu vonda veðri, það munar öllu, það er alveg þurrt þrátt fyrir mikið hvassviðri, það bjargar korninu hér á Suðurlandi," bætti Björgvin Þór við. 10.9.2012 13:36
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent