Innlent

Gera ráð fyrir stórauknum framlögum til þróunarmála og alþjóðastofnana

Flóttamaður. Myndin er úr safni.
Flóttamaður. Myndin er úr safni. Nordicphotos/afp
Ríkisstjórnin stóreykur framlög til þróunarmála og alþjóðastofnana gangi frumvarp til fjárlaga eftir. Í frumvarpinu sem fjármálaráðherra kynnti í dag kemur fram að ríki muni hækka framlög ríkisins í heild um 1,3 milljarð frá árinu 2012 til 2013.

Í frumvarpinu kemur fram að breytinguna megi skýra út frá þúsund milljón króna hækkun framlaga í samræmi við þingsályktun um áætlun um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2011-2014. Þingályktunin var samþykkt á Alþingi í júní árið 2011. Þar er gert ráð fyrir tímasettri áætlun um hækkun framlaga á tímabilinu úr 0,21% í 0,28 % af vergum þjóðartekjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×