Innlent

Umboðsmaður setur ofan í við Persónuvernd

BBI skrifar
Róbert Ragnar Spanó er settur Umboðsmaður Alþingis.
Róbert Ragnar Spanó er settur Umboðsmaður Alþingis. Mynd/Valli
Umboðsmaður Alþingis komst nýverið að þeirri niðurstöðu að úrskurður Persónuverndar hefði ekki verið verið í samræmi við lög. Persónuvernd hafði úrskurðað að tveir sálfræðingar hefðu brotið lög um persónuvernd þegar þeir unnu skýrslu um einelti á ákveðinni stofnun.

Einn starfsmaður stofnunarinnar upplifði sjálfan sig sem fórnarlamb eineltis á vinnustaðnum óskaði eftir að gerð yrði úttekt á eineltinu. Sálfræðingarnir sem unnu skýrslu vegna kvörtunarinnar tóku viðtöl við starfsmanninn og birtu svo útdrátt úr samtölunum í skýrslunni. Starfsmaðurinn var ákaflega ósáttur við þetta og taldi sálfræðingana ekki hafa haft heimild til að birta samtölin í skýrslunni. „Sálfræðingarnir létu mig aldrei vita að það sem ég segði yrði birt í skýrslunni og henni síðar dreift," segir í kvörtun aðilans og er það metið sálfræðingunum til lasts.

Persónuvernd taldi að með þessu hefðu sálfræðingarnir brotið lög um persónuvernd nr. 77/2000. Samkvæmt 20. grein laganna ættu ábyrgðaraðilar persónuupplýsinga að upplýsa viðkomandi aðila um ákveðna hluti.

Umboðsmaður Alþingis taldi hins vegar að sálfræðingarnir hefðu ekki verið ábyrgðaraðilar í merkingu laganna. Því voru þeir ekki skyldir til að segja starfsmanninum hvernig upplýsingarnar yrðu notaðar.

Úrskurður Persónuverndar þótti því ekki á rökum reistur og var nefndinni gert að taka málið aftur til meðferðar.

Hér er úrskurður Umboðsmanns í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×