"Það eru allir boðnir og búnir að taka höndum saman" 11. september 2012 22:49 Eins og sjá má á þessari mynd eru rafmagnsstaurar illa farnir eftir óveðrið. Rafmagnslaust er á nokkrum svæðum á Norðurlandi. mynd/theistareykir.is „Það gefur auga leið að þegar bústofninn er í hættu þá er þungt yfir mönnum. Svona hefur ekki átt sér stað í mörg mörg ár," segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, sem hefur fundað með viðbragðsaðilum fyrir norðan í allt kvöld. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslu vegna óveðursins sem gekk yfir svæðið í gær. Talið er að hátt í 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum. „Síðustu menn voru að koma í hús sem voru á þessum svæðum. Við erum að fara yfir ástandið og skipuleggja björgunaraðgerðir á morgun, við hefjum leit strax í fyrramálið," segir Svavar í samtali við fréttastofu í kvöld. Reiknað er með að vel á annað hundrað björgunarsveitarmenn taki þátt í aðgerðum á morgun. „Þá hafa bæjarbúar einnig boðið fram hjálp sína, sem og bændur hér á svæðinu. Það eru allir boðnir og búnir að taka höndum saman." Svavar segir að leitað hafi verið í Mývatnssveit í dag. „En þetta eru fleiri svæði. Það verður farið að Þeistareykjum af fullum þunga á morgun. Þá þarf einnig að halda áfram leit á Reykjaheiði, sem og í Bárðardal. Það eru helst þessir fjórir staðir." Aðspurður hvort að neyðarstig Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra muni auðvelda björgunarsveitarmönnum störf sín, segir Svavar svo vera. „Þegar svona almannavarnaástand hefur verið virkjað, þá aukast heimildir þeirra sem stjórna aðgerðum. Það verður auðveldara að kalla menn til aðstoðar sem og tæki og tól." Almannavarnastigin eru þrjú. Fyrsta er óvissustig, því næst kemur hættustig og loks er það neyðarstig. Á heimasíðu Almannavarna segir um neyðarstig: „Neyðarstig einkennist af atburði sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mannvirkjum. Verkefni á þessu stigi einkennast af tafarlausum aðgerðum til lífsbjargandi aðstoðar og viðleitni til að afstýra fleiri slysum og varna frekara tjóni." Nánar er hægt að lesa um neyðarstigið hér. Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir fyrir norðan - 12 þúsund kindur fastar upp á fjöllum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá Almannavarnardeild eru þrjú, það er að segja óvissu-, hættu- og neyðarstig. 11. september 2012 21:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
„Það gefur auga leið að þegar bústofninn er í hættu þá er þungt yfir mönnum. Svona hefur ekki átt sér stað í mörg mörg ár," segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, sem hefur fundað með viðbragðsaðilum fyrir norðan í allt kvöld. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslu vegna óveðursins sem gekk yfir svæðið í gær. Talið er að hátt í 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum. „Síðustu menn voru að koma í hús sem voru á þessum svæðum. Við erum að fara yfir ástandið og skipuleggja björgunaraðgerðir á morgun, við hefjum leit strax í fyrramálið," segir Svavar í samtali við fréttastofu í kvöld. Reiknað er með að vel á annað hundrað björgunarsveitarmenn taki þátt í aðgerðum á morgun. „Þá hafa bæjarbúar einnig boðið fram hjálp sína, sem og bændur hér á svæðinu. Það eru allir boðnir og búnir að taka höndum saman." Svavar segir að leitað hafi verið í Mývatnssveit í dag. „En þetta eru fleiri svæði. Það verður farið að Þeistareykjum af fullum þunga á morgun. Þá þarf einnig að halda áfram leit á Reykjaheiði, sem og í Bárðardal. Það eru helst þessir fjórir staðir." Aðspurður hvort að neyðarstig Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra muni auðvelda björgunarsveitarmönnum störf sín, segir Svavar svo vera. „Þegar svona almannavarnaástand hefur verið virkjað, þá aukast heimildir þeirra sem stjórna aðgerðum. Það verður auðveldara að kalla menn til aðstoðar sem og tæki og tól." Almannavarnastigin eru þrjú. Fyrsta er óvissustig, því næst kemur hættustig og loks er það neyðarstig. Á heimasíðu Almannavarna segir um neyðarstig: „Neyðarstig einkennist af atburði sem valdið hefur slysum á fólki og/eða tjóni á mannvirkjum. Verkefni á þessu stigi einkennast af tafarlausum aðgerðum til lífsbjargandi aðstoðar og viðleitni til að afstýra fleiri slysum og varna frekara tjóni." Nánar er hægt að lesa um neyðarstigið hér.
Tengdar fréttir Neyðarstigi lýst yfir fyrir norðan - 12 þúsund kindur fastar upp á fjöllum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá Almannavarnardeild eru þrjú, það er að segja óvissu-, hættu- og neyðarstig. 11. september 2012 21:30 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fleiri fréttir Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Sjá meira
Neyðarstigi lýst yfir fyrir norðan - 12 þúsund kindur fastar upp á fjöllum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá Almannavarnardeild eru þrjú, það er að segja óvissu-, hættu- og neyðarstig. 11. september 2012 21:30