Fleiri fréttir

Á annað hundrað erindi á mánuði

Á annað hundrað mál hafa borist til Leigjendaaðstoðar Neytendasamtakanna í hverjum mánuði það sem af er árinu. Að meðaltali bárust 128 erindi í mánuði sem er veruleg aukning frá síðasta ári, þegar 87 erindi bárust að meðaltali í hverjum mánuði.

Hnúfubakur lék listir sínar

Þótt víðast hvar hafi ekki verið mikil afþreying í boði í dag hefur Hvalalíf boðið upp á hvalaskoðunarferðir. Róbert Róbertsson náði við það tækifæri þessum mögnuðu myndum af hnúfubaki sem lék lystir sínar fyrir áhorfendur eins og hann væri í hringleikahúsi.

Þyrlan sótti barn í Flatey

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, var kölluð út laust fyrir klukkan tvö í dag eftir að barn varð fyrir óhappi í Flatey á Breiðafirði. Farið var í loftið klukkan 14:22 og flogið beint í Flatey þar sem lent var klukkan 15:30. Sjúklingur var þá fluttur um borð í þyrluna og var farið nýju í loftið stundarfjórðungi síðar.

Stuðningsmenn Kristínar láta mæla fylgið við hana

Stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur létu framkvæma könnun á fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands og hennar stöðu í baráttunni um Bessastaði. Enn á eftir að kynna lokaniðurstöðurnar.

Erlendur ferðamaður þrisvar tekinn af lögreglunni

Ölvaður erlendur ferðamaður tæmdi minibar á hóteli á Suðurnesjum á dögunum, en átti ekki pening til að borga fyrir veigarnar. Lögreglan var kölluð til og var maðurinn fluttur á lögreglustöð, að eigin beiðni, þar sem hann fékk að sofa úr sér. Tveimur dögum síðar, í

Sérkennileg hljóð í ferðatösku

Starfsmaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar óskaði í vikunni eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum þegar hann heyrði torkennilegt hljóð úr farangurstösku sem verið var að hlaða um borð í farþegavél er var á leiðinni til New York. Lögreglumaður mætti á staðinn ásamt öryggisverði og var eigandi töskunnar kallaður til. Þegar skyggnst var í töskuna kom í ljós að suðið kom frá rakvél sem í henni var. Eftir þessa niðurstöðu var taskan sett um borð í vélina.

Passíusálmarnir fluttir víða í dag

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru víða lesnir í kirkjum landsins í dag, enda er hefð fyrir því á föstudaginn langa. Þeir eru meðal annars fluttir í Hallgrímskirkju, í Grafarvogskirkju og í Seltjarnarneskirkju.

Mynda Heillakeðju fyrir Barnaheill

Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru í samstarfi við tólf íslensk fyrirtæki í ár sem mynda keðju stuðningsaðila og taka að sér einn mánuð til stuðnings samtökunum.

Apríl sjaldnast kaldasti mánuðurinn

Janúar og febrúar eru yfirleitt köldustu mánuðir ársins hér á landi miðað við tölur frá síðustu 189 árum. Apríl hefur aðeins þrisvar komist á blað sem kaldasti mánuðurinn og því lítil hætta á að kuldametið þetta árið verði bætt fyrr en næsta vetur.

Það kostar að fara í páskafrí

Það er ekki ókeypis að fara með fjölskylduna í frí um páskana. Breki Logason skoðaði kostnað við skíðaferð fjögurra manna fjölskyldu til Akureyrar nú um páskana. Fjölskyldan okkar samanstendur af tveimur fullorðnum, kalli og konu, og tveimur yndislegum vel uppöldum fallegum börnum. Bara svona týpísk íslensk fjölskylda.

Mun taka áratugi að losa höftin að óbreyttu

Prófessor í hagfræði og forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík segir að Íslendingar verði áratugi að aflétta höftunum miðað við hvernig gjaldeyrisútboðsleið Seðlabankans hefur heppnast til þessa.

Forsendur Deloitte beinlínis rangar

Forsendur endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte eru beinlínis rangar þegar þeir reikna út hversu íþyngjandi hækkun veiðigjalds er fyrir útgerðina segir sjávarútvegsráðherra. Þá gerði Íslandsbanki mistök við gerð umsagnar um frumvarp til laga um stjórn fiskveiða sem bankinn hefur leiðrétt.

Slökkviliðið kallað út vegna frumstæðs reykofns

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Sóltúni í Reykjavík vegna reyks. Þegar á vettvang var komið sáu slökkviliðsmenn að íbúar voru búnir að grafa holu og reyktu kjöt með heldur frumstæðum aðferðum.

Óvissuástand við Öskju

Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við að fara að Víti og Öskjuvatni því hugsanlega séu eitraðar gastegundir að leita þar upp. Ástæðan er sú að Öskjuvatn ætti alla jafna að vera ísi lagt á þessum árstíma og raunar fram undir mánaðamótin júní júlí - en er það ekki.

Segir niðurstöður Deloitte hæpnar og sumt beinlínis rangt

Niðurstöður endurskoðunarfyrirtækisins Deloitte um áhrif hækkunar veiðigjalds í nýju frumvarpi eru hæpnar að mati sjávarútvegsráðuneytisins. Þá sé það beinlínis rangt að ekki sé gert ráð fyrir afskriftum og nýfjárfestingum í útreikningi á veiðigjaldi.

Erill hjá sjúkraflutningamönnum og freonleki á hóteli

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Hótel Óðinsvé um klukkan níu í morgun vegna hugsanlegs freonleka úr ísskáp í húsinu. Við nánari athugun kom í ljós að lekinn var með minnsta móti og það nægði hreinlega að kippa ísskápnum úr sambandi, var þá vandamálið úr sögunni.

Laminn á Búálfinum og ráðist á mann að tilefnislausu

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þannig var maður handtekinn um klukkan þrjú í nótt á veitingastaðnum Búálfinum við Lóuhóla í Breiðholti. Sá hafði ráðist á annan gest en ekki er talið að fórnarlambið sé mikið slasað eftir átökin. Gerandinn gistir nú fangageymslur lögreglunnar og verður yfirheyrður í dag.

Vegir víðast hvar auðir - þoka fyrir vestan

Vegir eru víðast hvar auðir á landinu en þó er hálka á Mývatnsöræfum, snjóþekja og éljagangur á Hálsum og Hófaskarðsleið og einhverjir hálkublettir á nokkrum öðrum fjallvegum á Norðaustur- og Austurlandi.

Harma aðför að náttúruperlum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands harma þá aðför sem gerð er að náttúruperlum Suðvesturlands í þingsályktunartillögu að Rammaáætlun um vernd og orkunýtingu náttúrusvæða.

Skíðasvæði opin um land allt

Opið er á skíðasvæðum víða um land í dag. Bláfjöll opnuðu nú klukkan tíu og er opið til fimm. Staðahaldarar segja mjúkt og klassískt vorfæri í fjöllunum. Eins og er er lokað í Skálafelli en fylgst er með aðstæðum í þeirri von um að hægt sé að opna fyrir skíðaiðkendur.

Vilja fjölga ferðum Baldurs

Atvinnumálanefnd Vesturbyggðar hvetur bæjarráð Vesturbyggðar til að beita sér fyrir því að ferjan Baldur sigli lengur en til stendur, að því er fram kemur á vef Bæjarins besta.

Verðhækkanir eru langtum meiri hér

Verð á vörum og þjónustu hefur hækkað um 34,9 prósent hér á landi frá árinu 2008. Á meðan hefur hækkunin numið 5,8 prósentum á evrusvæðinu.

Umferð jókst í marsmánuði

Umferð í marsmánuði jókst um fjögur prósent á milli ára samkvæmt mælingum Vegagerðarinnar. Aukningin er sögð sambærileg við aukninguna milli áranna 2009 og 2010.

Segir að vatnsaflið sé að mestu fullnýtt

Umhverfisráðherra segir orð forstjóra Landsvirkjunar sýna að vatnsafl sé að mestu leyti fullvirkjað hér á landi. Fagnar viðurkenningu fyrirtækisins á því að jarðvarmavinnsla taki tíma. Vonast til að Rammaáætlun verði samþykkt í vor.

Ísleysið á Öskjuvatni er til marks um aukinn jarðhita

Vísindamenn lögðu í gær línurnar vegna óvenjulegs ástands við Öskju, sem er eldstöð norðan Vatnajökuls. Öskjuvatn var orðið íslaust í mars, sem er óþekkt. Almannavarnir vara við ferðalögum um svæðið.

Íslandsbanki óttast áhrif veiðigjaldsins

Boðaðar breytingar á stjórnkerfi fiskveiða og sérstakt veiðigjald munu hafa veruleg áhrif á íslenskt efnahagslíf, er mat Íslandsbanka. Afkoma fyrirtækja og sjávarútvegs í heild er undir. Eins verða áhrifin á efnahag bankanna neikvæð.

Geitungar rumska til að pissa

Það að garðyglur, flökkufiðrildi frá meginlandi Evrópu, séu óvenjusnemma hér á ferðinni þetta árið þýðir ekki að nú vori fyrr en alla jafna. Þetta er mat Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings.

Ekki ekið föstudag og sunnudag

Enginn akstur verður hjá Strætó á föstudaginn langa og páskadag. Fyrirkomulagið hjá Strætó er eins og undanfarin ár um páska.

Ein sprunga er vísbending um fleiri

Góður undirbúningur er lykilatriði til að tryggja öryggi ferðalanga. Bleyta í veðurkortum helgarinnar veldur björgunarsveitum ákveðnum áhyggjum. Landsbjörg er ekki með sérstakan viðbúnað vegna páskanna. Sveitir eru ávallt til reiðu.

Aldrei fleiri ferðamenn í mars

Rúmlega fjórðungi fleiri ferðamenn fóru frá landinu í nýliðnum marsmánuði en í sama mánuði í fyrra og hafa aldrei verið jafnmargir. Þetta kemur fram í nýjum talningum Ferðamálastofu.

Fjöldamorðinginn í Oakland hataði konur

Talið er að fjöldamorðinginn One Goh hafi leitað stjórnanda hjúkrunarfræðisviðs Oikos-háskólans í Oakland þegar hann myrti sjö manns á miðvikudaginn. Goh var dreginn fyrir dómstóla í dag og voru ákæruatriðin á hendur honum kynnt.

Mótmælendur og lögregla takast á í Aþenu

Átök brutust út á milli mótmælenda og lögreglu í Aþenu í kvöld. Mótmælin hófust í kjölfar minningarathafnar sem haldin var fyrir utan þinghús borgarinnar.

Yfirveðsettum heimilum fækkar milli ára

Athugun Ríkisskattstjóra fyrir stjórnvöld sýnir að yfirveðsettum heimilum hefur fækkað úr 25.876 í 14.412 frá árinu 2010 til 2011. Skuldir heimilanna hafa lækkað um 3 til 4 prósent eða um 9 prósent að raunvirði.

Fjölmenni í útgáfuhófi Gunnlaugs Jónssonar

Gunnlaugur Jónsson fjárfestir efndi til útgáfuhófs í verslun Eymundssonar í Reykjavík síðdegis. Á meðal gesta í hófinu voru meðal annars foreldrar hans, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kristín Pálsdóttir, Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður, Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi, Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ólafur Arnarson hagfræðingur, Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur, Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, auk fleiri. Gunnar V. Andrésson ljósmyndari var á ferðinni og smellti nokkrum myndum af gestum.

Jón Steinar íhugar að setjast í helgan stein

Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari íhugar nú að setjast í helgan stein, en hann hefur í hyggju að rita æviminningar sínar. Jón Steinar vísar alfarið á bug því sem haldið er fram í nýjasta tölublaði Mannlífs um að gjá hafi skapast milli dómara í Hæstarétti vegna skipunar hans og Ólafs Barkar Þorvaldssonar að undirlagi Davíðs Oddssonar. Jón Steinar segir þetta hreinan hugarburð.

Fólki bent á að fara ekki að Öskju

Almannavarnadeild ríkislögreglustjórans beinir þeim tilmælum til fólk að fara ekki að Öskjuvatni. Allur er ís er farinn af vatninu en það er mjög óvenjulegt að slíkt gerist á þessum árstíma.

Segir dótturfélag Samherja ekki þrýsta á stjórnvöld

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir dótturfélag Samherja í Þýsklandi ekki vera að þrýsta á íslensk stjórnvöld með því að hætta að landa fiski til vinnslu hér á landi, vegna rannsóknar Seðlabankans á viðskiptum Samherja. Hann segist þegar hafa rætt við Má Guðmundsson um aðgerðir bankans gegn fyrirtækinu.

Sjá næstu 50 fréttir