Ben Stiller ásamt 200 manna fylgdarliði til Seyðisfjarðar í sumar 5. apríl 2012 13:08 Ben Stillers. Senur í væntanlega kvikmynd bandaríska stórleikarans og leikstjórans Ben Stillers verða teknar á Seyðisfirði í haust samkvæmt fréttavefnum, agl.is. Þar segir að það sé gert er ráð fyrir rúmlega 200 manna fylgdarliði í bæinn og töluverðum umsvifum í bænum í kringum tökurnar. Stiller ferðaðist um Austurlandi um miðjan september og dvaldi meðal annars eina nótt á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Ferðin austur virðist hafa verið ábatasöm því framleiðslufyrirtækið True North, sem heldur utan um för tökuliðsins, hefur boðað komu þess til Seyðisfjarðar í haust. Gert er ráð fyrir að ríflega 200 manna lið komi til bæjarins, líklega í september, í tengslum við töku á Hollywood-mynd þar sem Ben Stiller verður leikstjóri og einn aðalleikara. „Senur verða teknar á leiðinni niður heiðina og inn í bæ," segir í minnisblaði fjármálastjóra bæjarins sem nýverið var tekið fyrir í bæjarstjórn og agl.is greinir frá. Tökuliðið verður á Seyðisfirði í nokkra daga og fylgir því töluvert umstang. Óskað er eftir plássi undir bíla, mötuneytisaðstöðu, skrifstofu og fleira. Undirbúningur fyrir tökurnar hefst í Reykjavík um miðjan júní. Myndin ber heitið „The Secret Life of Walter Mitty" og er endurgerð á vinsælli kvikmynd frá árinu 1947. Söguþræðinum hefur þó lítillega verið breytt. Í nýju útgáfunni er Walter Mitty, sem Stiller leikur, myndaritstjóri tímarits sem hefur ofan af fyrir sjálfum sér með dagdraumum. Hann fær tækifæri til að upplifa alvöru ævintýri þegar ein frummyndin úr safninu týnist. Með aðalkvenhlutverkið í myndinni fer Kirsten Wiig sem festi sig í sessi með sumarsmelli síðasta árs, Bridesmaid. Þar lék hún aðalhlutverkið og skrifaði handritið. Þá er á leikaraskránni Shirley MacLaine sem fjórum sinnum hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki auk þess sem hún hampaði styttunni árið 1983 fyrir leik sinn í Terms of Endearment. Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira
Senur í væntanlega kvikmynd bandaríska stórleikarans og leikstjórans Ben Stillers verða teknar á Seyðisfirði í haust samkvæmt fréttavefnum, agl.is. Þar segir að það sé gert er ráð fyrir rúmlega 200 manna fylgdarliði í bæinn og töluverðum umsvifum í bænum í kringum tökurnar. Stiller ferðaðist um Austurlandi um miðjan september og dvaldi meðal annars eina nótt á Hótel Framtíð á Djúpavogi. Ferðin austur virðist hafa verið ábatasöm því framleiðslufyrirtækið True North, sem heldur utan um för tökuliðsins, hefur boðað komu þess til Seyðisfjarðar í haust. Gert er ráð fyrir að ríflega 200 manna lið komi til bæjarins, líklega í september, í tengslum við töku á Hollywood-mynd þar sem Ben Stiller verður leikstjóri og einn aðalleikara. „Senur verða teknar á leiðinni niður heiðina og inn í bæ," segir í minnisblaði fjármálastjóra bæjarins sem nýverið var tekið fyrir í bæjarstjórn og agl.is greinir frá. Tökuliðið verður á Seyðisfirði í nokkra daga og fylgir því töluvert umstang. Óskað er eftir plássi undir bíla, mötuneytisaðstöðu, skrifstofu og fleira. Undirbúningur fyrir tökurnar hefst í Reykjavík um miðjan júní. Myndin ber heitið „The Secret Life of Walter Mitty" og er endurgerð á vinsælli kvikmynd frá árinu 1947. Söguþræðinum hefur þó lítillega verið breytt. Í nýju útgáfunni er Walter Mitty, sem Stiller leikur, myndaritstjóri tímarits sem hefur ofan af fyrir sjálfum sér með dagdraumum. Hann fær tækifæri til að upplifa alvöru ævintýri þegar ein frummyndin úr safninu týnist. Með aðalkvenhlutverkið í myndinni fer Kirsten Wiig sem festi sig í sessi með sumarsmelli síðasta árs, Bridesmaid. Þar lék hún aðalhlutverkið og skrifaði handritið. Þá er á leikaraskránni Shirley MacLaine sem fjórum sinnum hefur verið tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta leikkona í aðalhlutverki auk þess sem hún hampaði styttunni árið 1983 fyrir leik sinn í Terms of Endearment.
Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Fleiri fréttir 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Sjá meira