Innlent

Þyrlan sótti barn í Flatey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þyrlan fór í Flatey.
Þyrlan fór í Flatey.
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, var kölluð út laust fyrir klukkan tvö í dag eftir að barn varð fyrir óhappi í Flatey á Breiðafirði. Farið var í loftið klukkan 14:22 og flogið beint í Flatey þar sem lent var klukkan 15:30. Sjúklingur var þá fluttur um borð í þyrluna og var farið að nýju í loftið stundarfjórðungi síðar.

Lent var við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálffimm þar sem sjúkrabifreið beið og flutti sjúkling ásamt aðstandanda á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×