Innlent

Ekki ekið föstudag og sunnudag

Þrátt fyrir að strætisvagnar verði ekki í umferð á föstudaginn langa og páskadag verður farin ferð til Þorlákshafnar.
Þrátt fyrir að strætisvagnar verði ekki í umferð á föstudaginn langa og páskadag verður farin ferð til Þorlákshafnar. fréttablaðið/pjetur
Enginn akstur verður hjá Strætó á föstudaginn langa og páskadag. Fyrirkomulagið hjá Strætó er eins og undanfarin ár um páska.

Í dag, skírdag, er strætisvögnum ekið samkvæmt sunnudagsáætlun. Á laugardag verður ekið samkvæmt venjulegri laugardagsáætlun og á annan í páskum verður ekið eftir sunnudagsáætlun á ný.

Strætó vill vekja athygli farþega með Herjólfi á því að á föstudaginn langa og páskadag verður fyrri ferð til Þorlákshafnar farin klukkan 9.45 frá BSÍ og frá Mjódd klukkan 10. Það verður eina ferðin þann dag.

Nánari upplýsingar um ferðir strætisvagna má nálgast í þjónustusíma Strætó, 540-2700, og á heimasíðunni strætó.is. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×