„Það er engin ástæða til að gefast upp“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. júlí 2025 19:11 Brynhildur Briem landeigandi við Þjórsá. vísir/ívar Hæstiréttur staðfesti í dag ógildingu virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. Undirbúningsframkvæmdir vegna virkjunarinnar eru nú þegar komnar vel á veg en ljóst þykir að niðurstaðan muni fresta virkjuninni enn frekar. Niðurstaðan á sér tiltölulega langan aðdraganda en ellefu landeigendur við bakka Þjórsár höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun í apríl á síðasta ári vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Fór það svo að Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil í janúar og felldi virkjunarleyfi úr gildi. Var þá ógild heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna skorts á lagastoð í lögum sem er nú búið að breyta. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra sagði um slæmar fréttir að ræða. Nú þyrfti að hafa hraðar hendur og sækja um leyfi á nýjan leik. Allt er þegar þrennt er Brynhildur Briem, landeigandi á svæðinu, fagnaði niðurstöðunnni er hún lá fyrir í morgun. „Ég á hluta í gróðurmikilli eyju í Þjórsá sem hefði eyðilagst algörlega ef það hefði orðið af virkjuninni. Þetta er náttúrulega mjög ánægjulegt. Þetta gat ekki farið öðruvísi því þetta er það eina rétta.“ Ertu þá vongóð um að það verði engar framkvæmdir upp úr þessu? „Nú er búið að vinna tvo mál. Og allt er þegar þrennt er þannig við bara vonum að þetta haldi áfram svona. Það er svo sjáflsagt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. “ Munt þú halda áfram að berjast ef það verður sótt um nýtt leyfi? „Já það er engin ástæða til að gefast upp þegar þú stendur með svona flott mál í höndunum. Ég er undrandi yfir þeim miklu framkvæmdum sem hafa verið þarna í gangi án þess að leyfi hafi fengist.“ Dómurinn sé svekkjandi og mikil vonbrigði Guðjón Ármannsson, lögmaður Landsvirkjunnar, segir dóminn mikil vonbrigði. Óljóst sé hvort hann muni hafa fordæmisgildi. „Ekkert í málsmeðferð eða aðkomu Landsvirkjunnar er fundið að í dóminum. Þetta snýst einungis um það að löggjafinn hafi 2011 hagað málum með þeim hætti að það væri ekki hægt að sækja um undanþágu á vatnshlotinu Þjórsá.“ Nú sé ekkert annað í stöðunni en að sækja aftur um leyfi. „Lagastoðin er skýr í dag, sem hún var ekki að mati Hæstaréttar. Það er auðvitað vonandi hægt að fresta framkvæmdum sem minnst. Það er auðvitað svekkjandi að tapa málum, öllum dómsmálum. Þannig er það bara. En þetta er víst líf lögmannsins.“ Guðjón Ármannsson hæstaréttarlögmaður.vísir/ívar „Þetta eru náttúrulega ólög“ Umhverfissinnar segja um fyrirsjáanlega niðurstöðu að ræða og mikinn sigur fyrir náttúruna. „Ég er mjög glöð og ég held að það séu margir landeigendur við Þjórsá sem sækja þetta mál séu líka mjög glaðir. Þarna eru virkjanaframkvæmdir í fullum gangi þó ekkert hafi verið virkjanaleyfi og það finnst mér mjög ámælisvert,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Okkur finnst líklegt að þau, Landsvirkjun og ríkið muni ekki gefast upp og það muni við ekki gera heldur,“ sagði Snæbjörn Gruðmundsson, formaður Náttúrugriðs. Hann bætir við að um mjög stóran dag sé að ræða fyrir náttúruna. Snæbjörn gefur lítið fyrir nýju lögin sem eiga að tryggja virkjunarleyfi. „Þau lög sem voru samþykkt núna sem kveða á um að hægt sé að veita bráðabirgðaheimild fyrir virkjun. Þetta eru náttúrulega ólög. Við teljum það líklegt að þau muni sækja um þetta bráðabirgðaleyfi. Við munum verjast því og aðstoða landeigendur eins og þau óska eftir.“ Afhverju segirðu að þetta séu ólög? „Þetta brýtur gegn EES-rétti. Það verður að veita sérstaka undanþáguheimild fyrir raski af þessu tagi. Það er ekki hægt að veita bráðabirgðaheimild fyrir virkjun fyrir utan hið augljós sem er; Hvernig getur virkjun verið til bráðabirgða?“ Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriðs, og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Niðurstaðan á sér tiltölulega langan aðdraganda en ellefu landeigendur við bakka Þjórsár höfðuðu mál gegn íslenska ríkinu og Landsvirkjun í apríl á síðasta ári vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Fór það svo að Héraðsdómur dæmdi landeigendum í vil í janúar og felldi virkjunarleyfi úr gildi. Var þá ógild heimild Umhverfisstofnunar til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna skorts á lagastoð í lögum sem er nú búið að breyta. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms í dag. Umhverfis-, orku og loftslagsmálaráðherra sagði um slæmar fréttir að ræða. Nú þyrfti að hafa hraðar hendur og sækja um leyfi á nýjan leik. Allt er þegar þrennt er Brynhildur Briem, landeigandi á svæðinu, fagnaði niðurstöðunnni er hún lá fyrir í morgun. „Ég á hluta í gróðurmikilli eyju í Þjórsá sem hefði eyðilagst algörlega ef það hefði orðið af virkjuninni. Þetta er náttúrulega mjög ánægjulegt. Þetta gat ekki farið öðruvísi því þetta er það eina rétta.“ Ertu þá vongóð um að það verði engar framkvæmdir upp úr þessu? „Nú er búið að vinna tvo mál. Og allt er þegar þrennt er þannig við bara vonum að þetta haldi áfram svona. Það er svo sjáflsagt að leyfa náttúrunni að njóta vafans. “ Munt þú halda áfram að berjast ef það verður sótt um nýtt leyfi? „Já það er engin ástæða til að gefast upp þegar þú stendur með svona flott mál í höndunum. Ég er undrandi yfir þeim miklu framkvæmdum sem hafa verið þarna í gangi án þess að leyfi hafi fengist.“ Dómurinn sé svekkjandi og mikil vonbrigði Guðjón Ármannsson, lögmaður Landsvirkjunnar, segir dóminn mikil vonbrigði. Óljóst sé hvort hann muni hafa fordæmisgildi. „Ekkert í málsmeðferð eða aðkomu Landsvirkjunnar er fundið að í dóminum. Þetta snýst einungis um það að löggjafinn hafi 2011 hagað málum með þeim hætti að það væri ekki hægt að sækja um undanþágu á vatnshlotinu Þjórsá.“ Nú sé ekkert annað í stöðunni en að sækja aftur um leyfi. „Lagastoðin er skýr í dag, sem hún var ekki að mati Hæstaréttar. Það er auðvitað vonandi hægt að fresta framkvæmdum sem minnst. Það er auðvitað svekkjandi að tapa málum, öllum dómsmálum. Þannig er það bara. En þetta er víst líf lögmannsins.“ Guðjón Ármannsson hæstaréttarlögmaður.vísir/ívar „Þetta eru náttúrulega ólög“ Umhverfissinnar segja um fyrirsjáanlega niðurstöðu að ræða og mikinn sigur fyrir náttúruna. „Ég er mjög glöð og ég held að það séu margir landeigendur við Þjórsá sem sækja þetta mál séu líka mjög glaðir. Þarna eru virkjanaframkvæmdir í fullum gangi þó ekkert hafi verið virkjanaleyfi og það finnst mér mjög ámælisvert,“ segir Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar. „Okkur finnst líklegt að þau, Landsvirkjun og ríkið muni ekki gefast upp og það muni við ekki gera heldur,“ sagði Snæbjörn Gruðmundsson, formaður Náttúrugriðs. Hann bætir við að um mjög stóran dag sé að ræða fyrir náttúruna. Snæbjörn gefur lítið fyrir nýju lögin sem eiga að tryggja virkjunarleyfi. „Þau lög sem voru samþykkt núna sem kveða á um að hægt sé að veita bráðabirgðaheimild fyrir virkjun. Þetta eru náttúrulega ólög. Við teljum það líklegt að þau muni sækja um þetta bráðabirgðaleyfi. Við munum verjast því og aðstoða landeigendur eins og þau óska eftir.“ Afhverju segirðu að þetta séu ólög? „Þetta brýtur gegn EES-rétti. Það verður að veita sérstaka undanþáguheimild fyrir raski af þessu tagi. Það er ekki hægt að veita bráðabirgðaheimild fyrir virkjun fyrir utan hið augljós sem er; Hvernig getur virkjun verið til bráðabirgða?“ Snæbjörn Guðmundsson, formaður Náttúrugriðs, og Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Dómsmál Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira