Innlent

Passíusálmarnir fluttir í Grafarvogskirkju á morgun

Á morgun, föstudaginn langa, verða Passíusálmarnir lesnir í Grafarvogskirkju í heild sinni. Lesturinn hefst klukkan eitt og stendur til klukkan sjö um kvöldið.

Í þetta sinn munu skólastjórar, kennarar og fleiri aðilar flytja sálmana.

Passíusálmarnir hafa verið fluttir í Grafarvogskirkju á föstudaginn langa síðustu fimmtán árin. Kammerkór Grafarvogskirkju mun syngja á milli sálmalestursins. Kórstjóri og organisti er Hákon Leifsson.

Í messunni um morguninn, sem hefst klukkan ellefu, mun dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur prédika. Þá verður Litánía séra Bjarna þorsteinssonar flutt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×