Innlent

Passíusálmarnir fluttir víða í dag

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Passíusálmarnir lesnir upp í Hallgrímskirkju í dag.
Passíusálmarnir lesnir upp í Hallgrímskirkju í dag. mynd/ pjetur.
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar eru víða lesnir í kirkjum landsins í dag, enda er hefð fyrir því á föstudaginn langa. Þeir eru meðal annars fluttir í Hallgrímskirkju, í Grafarvogskirkju og í Seltjarnarneskirkju.

Það eru stúdentar í guðfræði og bókmenntafræði við Háskóla Íslands sem lesa í Hallgrímskirkju og voru fluttir nýir Passíusálmaforleikir eftir íslensk tónskáld, á milli þess sem sálmarnir voru fluttir. Passíusálmaforleikirnir voru fluttir af organistum kirkjunnar, Herði Áskelssyni og Birni Steinari Sólbergssyni. Tónverkin eru eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Hjálmar H. Ragnarsson, Huga Guðmundsson, John A. Speight, Þorkel Sigurbjörnsson og Þuríði Jónsdóttur.

Á meðfylgjandi mynd, sem Pjetur Sigurðsson ljósmyndari tók, sést Elín Þórðardóttir flytja einn sálmanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×