Innlent

Verðhækkanir eru langtum meiri hér

Vöruverð hér á landi hefur hækkað talsvert umfram það sem gerist á evrusvæðinu samkvæmt úttekt Já Íslands.
Vöruverð hér á landi hefur hækkað talsvert umfram það sem gerist á evrusvæðinu samkvæmt úttekt Já Íslands.
Verð á vörum og þjónustu hefur hækkað um 34,9 prósent hér á landi frá árinu 2008. Á meðan hefur hækkunin numið 5,8 prósentum á evrusvæðinu.

Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem Hagstofa Íslands vann fyrir Já Ísland, en þar kemur jafnframt fram að matarkarfan hefur hækkað um 32 prósent á Íslandi en samsvarandi hækkun nemur rúmum fimm prósentum á evrusvæðinu. Verð á fatnaði og skóm hefur einnig hækkað um rúm 30 prósent hér landi en verð hefur lækkað um tæp átta prósent á evrusvæðinu.

Í tilkynningu frá Já Íslandi segir að augljóst sé að gjaldmiðlamál skipti miklu í þessu máli og mikilvægt sé að skoða samanburð við evrulönd til þess að geta tekið upplýsta ákvörðun um það hvort aðild að ESB geti nýst heimilum í landinu. Mikilvægt sé að horft sé til staðreynda í þeirri umræðu og þessari úttekt sé ætlað að hafa jákvæð áhrif á umræðuna „til gagns og fróðleiks“.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×