Innlent

Skíðasvæði opin um land allt

Mynd Anton Brink
Opið er á skíðasvæðum víða um land í dag. Bláfjöll opnuðu nú klukkan tíu og er opið til fimm. Staðahaldarar segja mjúkt og klassískt vorfæri í fjöllunum. Eins og er er lokað í Skálafelli en fylgst er með aðstæðum í þeirri von um að hægt sé að opna fyrir skíðaiðkendur.

Það eru ekki bara höfuðborgarbúar sem geta rennt sér í dag því skíðasvæðin í Oddsskarði, Tungudal. Tindastóli, Siglufirði og Hlíðarfjalli eru opin. Tindastóll Hlíðarfjall og skíðasvæðið á Siglufirði er opið til klukkan fjögur en opið er til klukkan fimm í Oddsskarði og í Tungudal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×