Óvissuástand við Öskju 5. apríl 2012 12:30 Askja er dökki bletturinn fyrir miðju. Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við að fara að Víti og Öskjuvatni því hugsanlega séu eitraðar gastegundir að leita þar upp. Ástæðan er sú að Öskjuvatn ætti alla jafna að vera ísi lagt á þessum árstíma og raunar fram undir mánaðamótin júní júlí - en er það ekki. Talið er að ísleysið sé vísbending um verulega aukinn jarðhita á botni Öskju. „Það er nú aðallega verið að vara við því að fólk fari ofan í lokaðar dældir alveg niðurvið Öskjuvatn og Víti sem er vinsæll baðstaður á sumrin," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Ástæðan fyrir því að það er verulega aukinn jarðhiti undir Öskjuvatni. Þetta veldur óvissuástandi því við vitum ekki alveg hvað veldur þessum aukna jarðhita. Á meðan að svo er vilja menn hindra það að fólk fari inn í aflokaðar dældir þarna þar sem gæti verið hættulegt gas, sérstaklega koltvísýringur. Ef fólk fer ofan í slíka dæld þá getur það ekki andað." Askja gaus síðast fyrir hálfri öld, árið 1961. Aðspurður hvort jarðhitinn geti verið vísbending um að gos sé í aðsigi segir Magnús Tumi að einn og sér sé jarðhitinn ekki óræk vísbending, því menn hafi ekki séð þar óvenjulega skjálftavirkni og eftir eigi að mæla hvort land hafi þar risið. En til stendur að fara í slíkar mælingar eftir páska. Enn hafi engar klassískar vísbendingar komið fram um gos. Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Almannavarnir hafa sent frá sér tilkynningu þar sem fólk er varað við að fara að Víti og Öskjuvatni því hugsanlega séu eitraðar gastegundir að leita þar upp. Ástæðan er sú að Öskjuvatn ætti alla jafna að vera ísi lagt á þessum árstíma og raunar fram undir mánaðamótin júní júlí - en er það ekki. Talið er að ísleysið sé vísbending um verulega aukinn jarðhita á botni Öskju. „Það er nú aðallega verið að vara við því að fólk fari ofan í lokaðar dældir alveg niðurvið Öskjuvatn og Víti sem er vinsæll baðstaður á sumrin," segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Ástæðan fyrir því að það er verulega aukinn jarðhiti undir Öskjuvatni. Þetta veldur óvissuástandi því við vitum ekki alveg hvað veldur þessum aukna jarðhita. Á meðan að svo er vilja menn hindra það að fólk fari inn í aflokaðar dældir þarna þar sem gæti verið hættulegt gas, sérstaklega koltvísýringur. Ef fólk fer ofan í slíka dæld þá getur það ekki andað." Askja gaus síðast fyrir hálfri öld, árið 1961. Aðspurður hvort jarðhitinn geti verið vísbending um að gos sé í aðsigi segir Magnús Tumi að einn og sér sé jarðhitinn ekki óræk vísbending, því menn hafi ekki séð þar óvenjulega skjálftavirkni og eftir eigi að mæla hvort land hafi þar risið. En til stendur að fara í slíkar mælingar eftir páska. Enn hafi engar klassískar vísbendingar komið fram um gos.
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira