Innlent

Sviptu mann frelsi sínu og beittu á hann rafstuðbyssu

Um klukkan átta í gærkvöldi var sjúkrabíll sendur á Þorlákshöfn vegna manns sem talið var að hefði orðið fyrir rafstuði. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að óþekktir einstaklingar höfðu ráðist að ungum karlmanni og svipt hann frelsi sínu um stundarsakir og meðal annars beitt á hann rafstuðbyssu. Ástæðan var talin vera sú að árásarmennirnir höfðu manninn grunaðan um innbrot og þjófnaði í húsnæði þeim tengdum. Ungi maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunar en áverkar hans reyndust ekki alvarlega. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×