Innlent

Fylgi ríkisstjórnar minnkar - Sjálfstæðisflokkur eykur við sig

Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst töluvert milli febrúar og mars samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þá segja 26% að þau styðji ríkisstjórnina - aðeins einu sinni hefur sitjandi ríkisstjórn mælst með minni stuðning en það var í upphafi árs 2009. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV.

Rúmlega 38% segjast myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er 5 prósentustigum meira en fyrir mánuði.

Fylgi Samstöðu minnkaði um tvö prósentustig milli mánaða og stendur það nú í 9%. Þá eru Björt framtíð með tæplega 5% fylgi og Dögun með 5%.

VG mælist með rúmlega 11% fylgi á meðan fylki Samfylkingar er ríflega 17%. Fylgi Framsóknarflokks mælist 13%.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×