Innlent

Dorrit horfir á Sólskinsdreng í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Dorrit Mousieff forsetafrú verður viðstödd sérstaka sýningu á myndinni Sólskinsdrengur í húsakynnum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York á alþjóðlegum degi einhverfu, sem er í dag.

Sólskinsdrengur er heimildarmynd um einhverfu eftir Friðrik Þór Friðriksson og fjallar um mæðgin, Kela Þorsteinsson sem er einhverfur og móður hans Margréti Ericsdóttur. Margrét situr fyrir svörum að lokinni sýningu myndarinnar. Myndin hlaut alheimsfrægð þegar hún var gefin út á enskri tungu, en það var stórleikkonan Kate Winslet sem las textann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×