Innlent

Ákærðir fyrir tugmilljóna svindl

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fjórir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að svíkja samtals um tugi milljóna króna út úr Íbúðalánasjóði sumarið 2009. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. Í öðru tilfellinu var brotið framið þann 8. júní 2009 en í hinu tilfellinu 2. júlí sama ár. Mennirnir eru líka ákærðir fyrir að svíkja fé af einstaklingum og fyrirtækjum. Mennirnir eru ungir að árum, en sá elsti er 25 ára og sá yngsti einungis 21 árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×