Innlent

Besta páskaveðrið fyrir austan

Suðvestanátt verður ríkjandi um land allt yfir páskana.
Suðvestanátt verður ríkjandi um land allt yfir páskana. Fréttablaðið/stefán
„Það verður suðvestan- og vestanátt ríkjandi næstu daga. Á norðan- og austanverðu landinu verður hins vegar norðvestan- og norðanátt hluta úr degi á laugardeginum. Þá verður snjókoma eða él,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður um páskaveðrið.

Óli Þór segir að suðvestanátt verði ríkjandi um mest allt land og að veðrið ætti að verða skást á Austurlandi þegar vestanáttin er búin að þvælast yfir allt land.

„Það eru hins vegar einhver skil sem koma yfir landið, líklega aðfaranótt páskadags, með rigningu en þau eiga að vera komin yfir landið undir hádegi,“ segir Óli Þór. Veðurstofan gerir ráð fyrir að hitinn verði lengst af 2 til 8 gráður og að sögn Óla er ekki enn orðið sumardekkjafært.

„Það má búast við því að það verði hálka á fjallvegum, sérstaklega á næturlagi, og svo verður dálítið kaldara loft eftir páska.“

- kh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×