Fleiri fréttir Sagðist vera frá Frakklandi Maður, sem kom með flugi frá Manchester í Englandi á föstudag og átti bókað flug áfram til Toronto í Kanada, framvísaði fölsuðu skilríki hjá tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu frá lögreglu segir að við innritun í flugið til Kanada framvísaði hann frönsku vegabréfi sem þótti grunsamlegt. Vegabréfið var því skoðað nánar og niðurstaða andlitssamanburðar var sú að hann væri ekki lögmætur handhafi vegabréfsins. Við yfirheyrslu hjá lögreglu hefur maðurinn neitað að vegabréfið sé falsað og hann hafi ekki gefið upp sitt rétta nafn og þjóðerni. Málið er í rannsókn en þetta er sjöunda fölsunarmálið á árinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Árið 2011 voru fölsunarmálin 33 talsins. 2.4.2012 10:34 Sjö hundruð sjúklingar bíða eftir aðgerð á augasteinum Biðlistar eftir skurðaðgerðum á augasteinum hafa ekki verið lengri síðan í október 2009. 710 einstaklingar höfðu í febrúar beðið lengur en þrjá mánuði eftir slíkri aðgerð, en á sama tíma í fyrra voru 526 á biðlista. Þetta kemur fram í tölum Landlæknisembættisins um biðlista eftir völdum skurðaðgerðum í febrúar. 2.4.2012 10:00 Sundstaðir fá hálfan milljarð Átaksverkefni við sundlaugamannvirki mun kosta borgarsjóð 500 milljónir króna á þessu ári. Um endurgerð, viðbætur og viðgerðir er að ræða í átaki sem hófst í fyrra við Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Laugardalslaug, Sundhöllina, Vesturbæjarlaug og ylströndina í Nauthólsvík. 2.4.2012 10:00 Perlumenn ekki rætt við ráðuneytið „Ég hef sagt að ég sé tilbúin til að skoða Perluna sem hugsanlegt húsnæði fyrir náttúruminjasafn en mér finnst það vera sjálfstæð ákvörðun og ekki hanga endilega á einhverjum þriðja aðila," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. 2.4.2012 07:15 Lögmaður Samherja krefst skýringa á húsleitum Lögmaður Samherja ítrekar kröfur fyrirtækisins þess efnis að Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans geri opinberar ástæður þess að farið var í húsleitir hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. 2.4.2012 06:56 Bílvelta á Eyrarbakkavegi Bílvelta varð á Eyrarbakkavegi um klukkan hálf fjögur í nótt. Ökumaður bílsins missti stjórn á honum og fór hann eina til tvær veltur áður en hann staðnæmdist utan vegar. Að sögn lögreglu voru aðstæður ákjósanlegar og engin hálka á veginum. Því er óljóst hvað olli veltunni. Ökumaðurinn, sem var kona, var ein á ferð og var hún flutt á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Hún er ekki talin alvarlega slösuð. 2.4.2012 06:43 Friðrik stefnir Ólafi fyrir dóm Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), hefur stefnt hagfræðingnum Ólafi Arnarsyni fyrir meiðyrði. 2.4.2012 06:30 Hvorki æskilegt né heppilegt Ríkisstjórnin lagði fram 50 þingmál á Alþingi í síðustu viku. Frestur til að leggja ný mál fram rann út á laugardag. Þann dag komu 25 mál frá stjórninni. 2.4.2012 06:00 Hótar málsókn vegna atlögu að lögmönnum „Við erum skyldugir gagnvart lögum að sinna þessu starfi og svo ákveður ríkið þóknunina einhliða. Það er mjög erfitt að sætta sig við það,“ segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Hann krefst þess að hið opinbera leiðrétti kjör lögmanna sem taka að sér verjendastörf í sakamálum, ella komi til greina að fara með málið fyrir dóm. 2.4.2012 05:00 Göng undir Hringbraut Úrslit eru fengin í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Norræna hússins um umhverfi Vatnsmýrarinnar. 2.4.2012 05:00 Fyrir getur komið að fólk breyti gegn betri vitund Mikilvægt er að skapa menningu sameiginlegrar ábyrgðar innan fyrirtækja. Þetta er mat Dr. Daniel Levin, lögmanns og stjórnarmanns í Íslandsbanka. Levin var ræðumaður á fundi Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík fyrir helgi um stjórnunarhætti fyrirtækja. 2.4.2012 04:00 Bjuggumst alls ekki við þessu Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Austurbæ á laugardagskvöldið þar sem 10 hljómsveitir komu fram. Sunnlenska sveitin RetRoBot bar sigur úr býtum en hana skipa Daði Freyr Pétursson, Gunnlaugur Bjarnason, Kristján Pálmi Ásmundsson og Guðmundur Einar Vilbergsson. 2.4.2012 03:15 Ný veröld opnaðist fyrir mér Helgi Júlíus Óskarsson bjó í Bandaríkjunum í 25 ár og starfaði sem hjartalæknir. Hann gaf út sína fyrstu plötu 52 ára árið 2010, flutti til Íslands og gerði tvær plötur til viðbótar og á nú eitt vinsælasta lag landsins. 1.4.2012 23:00 Þetta er bara spurning um vilja Stífar æfingar fyrir Ólympíuleika komu ekki í veg fyrir að Ásdís Hjálmsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn sem gefin hefur verið úr lyfjafræði og uppskar 10 fyrir meistaraverkefni sitt. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að spjótkastarinn á sé 1.4.2012 22:00 Talsmaður stækkunarstjóra: Viðræður ganga vel vegna góðs undirbúnings Ísland hefur nú lokað 10 köflum af þrjátíu og þremur í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Á sumum sviðum ganga viðræðurnar afar hratt fyrir sig og undirstrikar það gæði undirbúnings þeirra. Þetta er mat talsmanns stækkunarstjóra ESB. 1.4.2012 21:30 Erum að komast í tísku aftur Bandalag íslenskra skáta hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Röksemd: Skátahreyfingin hefur gegnt mikilvægu hlutverki sem valkostur í frístundastarfi barna og ungmenna í hundrað ár. 1.4.2012 21:00 Fjölskrúðugt lífríki í Reykjavíkurtjörn og draugur á Vestfjörðum Það voru líklega fjölmargir sem hlupu 1. apríl í dag enda vantaði ekki göbbin í fréttamiðlum á netinu. Þannig mátti finna þjóðlegt og hrollvekjandi gabb á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta. Þar var sagt frá því að ótrúleg ljósmynd hefði náðst á Hótel Núpi í Dýrafirði í sumar, þar sem svo virtist sem yfirnáttúrulegur svipur hefði náðst á filmu. Hótelstjórinn sagðist ekki óttast minnkandi aðsókn og sagði á vefnum: 1.4.2012 20:30 Ósáttur við evru-sinna í nefnd um framtíð krónunnar Formaður Framsóknarflokksins furðar sig á að þremur þekktum evrusinnum hafi verið bætt inn í þverpólitíska nefnd sem átti að fjalla um framtíð krónunnar og skipan gjaldmiðlamála á Íslandi. Þar með sé niðurstaða nefndarinnar gefin. 1.4.2012 20:00 Forstjóri Ölgerðarinnar fagnar samkeppni á bjórmarkaði Forstjóri Ölgerðarinnar fagnar aukinni samkeppni á bjórmarkaði. Hann segir fyrirtækið ekki standa í vegi fyrir því að nýir aðilar komist inn á markaðinn. 1.4.2012 18:49 Hef meiri tíma með hestunum Einar Bollason er einn stofnenda ferðaþjónustufyrirtækisins Íshesta sem fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu í gær. Hann lét nýlega af starfi framkvæmdastjóra og sagði Kjartani Guðmundssyni frá áformum sínum, ferlinum í körfunni og erfiðri einangrunarvist. 1.4.2012 18:00 Segist ekki hafa fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar "Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt,“ segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1.4.2012 17:12 Úr greipum nördanna Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones óttuðust að sverð-sveiflandi lávarðar og eldspúandi drekar myndu aðeins höfða til lítils hóps fantasíu-nörda. Raunin varð önnur. Undir rauðrósóttum rúmgafli tók Sif Sigmarsdóttir tali tvíeykið á bak við þættina og fór vel á með þeim er þau ræddu um væntingarnar og velgengnina. En skyndilega skipaðist veður í lofti. 1.4.2012 17:00 Vill ákvæði um að svipta fyrirtæki veiðileyfi Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í viðtali í Silfri Egils í hádeginu í dag að ef það kæmi í ljós að Samherji hefði brotið gjaldeyrislög, og þannig gengið gegn almannahagsmunum, ætti að svipta félagið veiðileyfi. 1.4.2012 16:37 Stálu sel úr Húsdýragarðinum og slepptu í Reykjavíkurtjörn "Okkur er nú ekki skemmt,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. 1.4.2012 13:00 Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn. 1.4.2012 20:19 Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1.4.2012 15:31 Leikskólakennarar stefna Reykjavíkurborg Félag leikskólakennara mun nú í byrjun mánaðar höfða mál á hendur Reykjavíkurborg vegna niðurfellingar neysluhlés kennarana. Getum ekki sætt okkur við þetta segir formaður félagsins. 1.4.2012 13:30 Færeyskur línubátur gripinn við ólöglegar veiðar Landhelgisgæslan stóð í gær færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum inni í reglugerðarhólfi suðaustur af landinu. Skipinu hefur verið vísað til hafnar þar sem lögregla mun taka skýrslu af skipstjóra. Annars sinnir Landhelgisgæslan almennu eftirliti þessa stundina. 1.4.2012 13:21 Segir veiðigjaldið í raun byggðarskatt Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segist vera afar ósáttur við að dregið hafi verið úr byggðastefnu í nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða sem hann líkir við lestarslys. Þá segist hann ósáttur við nýja hugmyndafræði og að allt veiðigjaldið renni til ríkisins. Veiðigjaldið sé í raun landsbyggðaskattur. 1.4.2012 12:28 Innbrot og nágrannaerjur á borði lögreglu Brotist var inn í íbúðarhús í Hafnarfirði í nótt. Innbrotsþjófurinn spennti upp opnanlegt lausafag í glugga og voru stormjárn brotin. Hann fór svo inn í herbergi og stal þaðan fartölvu og hleðslutæki. 1.4.2012 10:51 Eigandi skíðanna fundinn Hún er heiðarleg konan sem hafði samband við fréttastofu í gær en hún sá þegar skíði féllu af toppi jeppabifreiðar á Borgarnesbrúnni. Bifreiðin var á leiðinni norður í land, og átti ökumaðurinn það eitt eftir að uppgötva að skíðin væru týnd. 1.4.2012 10:45 Skorað á Davíð að bjóða sig fram til forseta Hópur fólks þrýstir nú á Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra að gefa kosta á sér til forseta. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu. Davíð mun enn sem komið er ekki hafa svarað þeim áskorunum. 1.4.2012 10:01 Vel heppnuð jarðarstund - ökumenn keyrðu hægar Jarðarstundin svokallaða heppnaðist mjög vel í miðborg Reykjavíkur en götuljósin í miðborginni voru ekki kveikt fyrr en klukkan 21.35. Öll lýsing var takmörkuð og slökkt var á nokkrum áberandi byggingum sem iðulega eru upplýstar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 1.4.2012 09:57 Þyngri börn fá síður háþrýsting Lág fæðingarþyngd spáir fyrir um hækkun á blóðþrýstingi í 9 og 10 ára gömlum íslenskum börnum. Þetta var meðal þess sem nýverið var kynnt á rannsóknarráðstefnu deildarlækna Lyflækningasviðs LSH. 1.4.2012 00:00 FC Köbenhavn heldur áfram á beinu brautinni Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en FC Köbenhavn hélt áfram uppteknum hætti og vann góðan útisigur á Lyngby. 1.4.2012 16:09 Flest skíðasvæði landsins opin Skíðasvæðin eru víða opin í dag, þar á meðal í Hlíðarfjalli, á Siglufirði og í Bláfjöllum. Í Hlíðarfjalli og á Siglufirði er opið til klukkan fjögur en til klukkan fimm í Bláfjöllum. 1.4.2012 10:22 Hákublettir á Vesturlandi og Vestfjörðum Flughált er á Vatnsskarði, mikil þoka og eru ökumenn beðnir um að fara keyra varlega. Snjóþekja er á flestum leiðum fyrir austan Akureyri og verið að hreinsa. Hálka er á Þverárfjalli, Siglufjarðarvegi og í Eyjafirði. Þungfært er á Hálsum. 1.4.2012 10:18 Rændi Bónusvídeó vopnaður hnífi Karlmaður ógnaði starfsstúlku Bónusvídeó í Lóuhólum í Breiðholti seint í gærkvöldi. Maðurinn hugðist ræna verslunina. Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvort maðurinn hafi verið handtekinn en málið er í rannsókn. 1.4.2012 09:52 Sjá næstu 50 fréttir
Sagðist vera frá Frakklandi Maður, sem kom með flugi frá Manchester í Englandi á föstudag og átti bókað flug áfram til Toronto í Kanada, framvísaði fölsuðu skilríki hjá tollvörðum á Keflavíkurflugvelli. Í tilkynningu frá lögreglu segir að við innritun í flugið til Kanada framvísaði hann frönsku vegabréfi sem þótti grunsamlegt. Vegabréfið var því skoðað nánar og niðurstaða andlitssamanburðar var sú að hann væri ekki lögmætur handhafi vegabréfsins. Við yfirheyrslu hjá lögreglu hefur maðurinn neitað að vegabréfið sé falsað og hann hafi ekki gefið upp sitt rétta nafn og þjóðerni. Málið er í rannsókn en þetta er sjöunda fölsunarmálið á árinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Árið 2011 voru fölsunarmálin 33 talsins. 2.4.2012 10:34
Sjö hundruð sjúklingar bíða eftir aðgerð á augasteinum Biðlistar eftir skurðaðgerðum á augasteinum hafa ekki verið lengri síðan í október 2009. 710 einstaklingar höfðu í febrúar beðið lengur en þrjá mánuði eftir slíkri aðgerð, en á sama tíma í fyrra voru 526 á biðlista. Þetta kemur fram í tölum Landlæknisembættisins um biðlista eftir völdum skurðaðgerðum í febrúar. 2.4.2012 10:00
Sundstaðir fá hálfan milljarð Átaksverkefni við sundlaugamannvirki mun kosta borgarsjóð 500 milljónir króna á þessu ári. Um endurgerð, viðbætur og viðgerðir er að ræða í átaki sem hófst í fyrra við Árbæjarlaug, Breiðholtslaug, Grafarvogslaug, Laugardalslaug, Sundhöllina, Vesturbæjarlaug og ylströndina í Nauthólsvík. 2.4.2012 10:00
Perlumenn ekki rætt við ráðuneytið „Ég hef sagt að ég sé tilbúin til að skoða Perluna sem hugsanlegt húsnæði fyrir náttúruminjasafn en mér finnst það vera sjálfstæð ákvörðun og ekki hanga endilega á einhverjum þriðja aðila," segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. 2.4.2012 07:15
Lögmaður Samherja krefst skýringa á húsleitum Lögmaður Samherja ítrekar kröfur fyrirtækisins þess efnis að Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans geri opinberar ástæður þess að farið var í húsleitir hjá Samherja í Reykjavík og á Akureyri í síðustu viku. 2.4.2012 06:56
Bílvelta á Eyrarbakkavegi Bílvelta varð á Eyrarbakkavegi um klukkan hálf fjögur í nótt. Ökumaður bílsins missti stjórn á honum og fór hann eina til tvær veltur áður en hann staðnæmdist utan vegar. Að sögn lögreglu voru aðstæður ákjósanlegar og engin hálka á veginum. Því er óljóst hvað olli veltunni. Ökumaðurinn, sem var kona, var ein á ferð og var hún flutt á slysadeild í Reykjavík til aðhlynningar. Hún er ekki talin alvarlega slösuð. 2.4.2012 06:43
Friðrik stefnir Ólafi fyrir dóm Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), hefur stefnt hagfræðingnum Ólafi Arnarsyni fyrir meiðyrði. 2.4.2012 06:30
Hvorki æskilegt né heppilegt Ríkisstjórnin lagði fram 50 þingmál á Alþingi í síðustu viku. Frestur til að leggja ný mál fram rann út á laugardag. Þann dag komu 25 mál frá stjórninni. 2.4.2012 06:00
Hótar málsókn vegna atlögu að lögmönnum „Við erum skyldugir gagnvart lögum að sinna þessu starfi og svo ákveður ríkið þóknunina einhliða. Það er mjög erfitt að sætta sig við það,“ segir Brynjar Níelsson, formaður Lögmannafélags Íslands. Hann krefst þess að hið opinbera leiðrétti kjör lögmanna sem taka að sér verjendastörf í sakamálum, ella komi til greina að fara með málið fyrir dóm. 2.4.2012 05:00
Göng undir Hringbraut Úrslit eru fengin í hugmyndasamkeppni Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Norræna hússins um umhverfi Vatnsmýrarinnar. 2.4.2012 05:00
Fyrir getur komið að fólk breyti gegn betri vitund Mikilvægt er að skapa menningu sameiginlegrar ábyrgðar innan fyrirtækja. Þetta er mat Dr. Daniel Levin, lögmanns og stjórnarmanns í Íslandsbanka. Levin var ræðumaður á fundi Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð fyrirtækja, Viðskiptaráðs og Háskólans í Reykjavík fyrir helgi um stjórnunarhætti fyrirtækja. 2.4.2012 04:00
Bjuggumst alls ekki við þessu Úrslitakvöld Músíktilrauna fór fram í Austurbæ á laugardagskvöldið þar sem 10 hljómsveitir komu fram. Sunnlenska sveitin RetRoBot bar sigur úr býtum en hana skipa Daði Freyr Pétursson, Gunnlaugur Bjarnason, Kristján Pálmi Ásmundsson og Guðmundur Einar Vilbergsson. 2.4.2012 03:15
Ný veröld opnaðist fyrir mér Helgi Júlíus Óskarsson bjó í Bandaríkjunum í 25 ár og starfaði sem hjartalæknir. Hann gaf út sína fyrstu plötu 52 ára árið 2010, flutti til Íslands og gerði tvær plötur til viðbótar og á nú eitt vinsælasta lag landsins. 1.4.2012 23:00
Þetta er bara spurning um vilja Stífar æfingar fyrir Ólympíuleika komu ekki í veg fyrir að Ásdís Hjálmsdóttir útskrifaðist með hæstu einkunn sem gefin hefur verið úr lyfjafræði og uppskar 10 fyrir meistaraverkefni sitt. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að spjótkastarinn á sé 1.4.2012 22:00
Talsmaður stækkunarstjóra: Viðræður ganga vel vegna góðs undirbúnings Ísland hefur nú lokað 10 köflum af þrjátíu og þremur í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Á sumum sviðum ganga viðræðurnar afar hratt fyrir sig og undirstrikar það gæði undirbúnings þeirra. Þetta er mat talsmanns stækkunarstjóra ESB. 1.4.2012 21:30
Erum að komast í tísku aftur Bandalag íslenskra skáta hlaut samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í flokknum Frá kynslóð til kynslóðar. Röksemd: Skátahreyfingin hefur gegnt mikilvægu hlutverki sem valkostur í frístundastarfi barna og ungmenna í hundrað ár. 1.4.2012 21:00
Fjölskrúðugt lífríki í Reykjavíkurtjörn og draugur á Vestfjörðum Það voru líklega fjölmargir sem hlupu 1. apríl í dag enda vantaði ekki göbbin í fréttamiðlum á netinu. Þannig mátti finna þjóðlegt og hrollvekjandi gabb á vestfirska fréttavefnum Bæjarins besta. Þar var sagt frá því að ótrúleg ljósmynd hefði náðst á Hótel Núpi í Dýrafirði í sumar, þar sem svo virtist sem yfirnáttúrulegur svipur hefði náðst á filmu. Hótelstjórinn sagðist ekki óttast minnkandi aðsókn og sagði á vefnum: 1.4.2012 20:30
Ósáttur við evru-sinna í nefnd um framtíð krónunnar Formaður Framsóknarflokksins furðar sig á að þremur þekktum evrusinnum hafi verið bætt inn í þverpólitíska nefnd sem átti að fjalla um framtíð krónunnar og skipan gjaldmiðlamála á Íslandi. Þar með sé niðurstaða nefndarinnar gefin. 1.4.2012 20:00
Forstjóri Ölgerðarinnar fagnar samkeppni á bjórmarkaði Forstjóri Ölgerðarinnar fagnar aukinni samkeppni á bjórmarkaði. Hann segir fyrirtækið ekki standa í vegi fyrir því að nýir aðilar komist inn á markaðinn. 1.4.2012 18:49
Hef meiri tíma með hestunum Einar Bollason er einn stofnenda ferðaþjónustufyrirtækisins Íshesta sem fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu í gær. Hann lét nýlega af starfi framkvæmdastjóra og sagði Kjartani Guðmundssyni frá áformum sínum, ferlinum í körfunni og erfiðri einangrunarvist. 1.4.2012 18:00
Segist ekki hafa fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar "Ég hljóp ekkert 1. apríl, það er bara ekki rétt,“ segir Ástþór Magnússon sem hringdi frá Kína þar sem hann skoðar brúðarkjóla þessa dagana en Vísir birti grein fyrr í dag þar sem sagt var frá því að Ástþór hefði fallið fyrir aprílgabbi Smugunnar sem greindi frá því að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1.4.2012 17:12
Úr greipum nördanna Aðstandendur sjónvarpsþáttanna Game of Thrones óttuðust að sverð-sveiflandi lávarðar og eldspúandi drekar myndu aðeins höfða til lítils hóps fantasíu-nörda. Raunin varð önnur. Undir rauðrósóttum rúmgafli tók Sif Sigmarsdóttir tali tvíeykið á bak við þættina og fór vel á með þeim er þau ræddu um væntingarnar og velgengnina. En skyndilega skipaðist veður í lofti. 1.4.2012 17:00
Vill ákvæði um að svipta fyrirtæki veiðileyfi Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í viðtali í Silfri Egils í hádeginu í dag að ef það kæmi í ljós að Samherji hefði brotið gjaldeyrislög, og þannig gengið gegn almannahagsmunum, ætti að svipta félagið veiðileyfi. 1.4.2012 16:37
Stálu sel úr Húsdýragarðinum og slepptu í Reykjavíkurtjörn "Okkur er nú ekki skemmt,“ segir Tómas Óskar Guðjónsson, líffræðingur og forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, en óprúttnir aðilar virðast hafa brotist inn í skemmtigarðinn í nótt, stolið þaðan sel og sleppt í Reykjavíkurtjörn. 1.4.2012 13:00
Tveir hundar drápu kött og fóru hálfir ofan í barnavagn Tilkynning barst til lögreglunnar í dag um að tveir stórir hvítir hundar hefðu ráðist á kött fyrir utan hús í foldahverfinu í Grafarvogi. Hundarnir hlupu síðan í burtu. Nokkru síðar kom önnur tilkynning um að sömu hundar hefðu farið hálfir ofan í barnavagn skammt frá þar sem þeir réðust á köttinn. 1.4.2012 20:19
Forsetaframbjóðandi hleypur 1. apríl - Páll ekki á leið í framboð Það eru eflaust einhverjir sem hafa hlaupið 1. apríl í dag, en einn þeirra er Ástþór Magnússon, forsetaframbjóðandi, sem nú býður sig fram í þriðja skiptið til forseta. Þannig sendi hann pistil á alla fjölmiðla landsins fyrr í dag en ástæðan var frétt Smugunnar um að Páll Magnússon útvarpsstjóri hygðist bjóða sig fram til forseta. 1.4.2012 15:31
Leikskólakennarar stefna Reykjavíkurborg Félag leikskólakennara mun nú í byrjun mánaðar höfða mál á hendur Reykjavíkurborg vegna niðurfellingar neysluhlés kennarana. Getum ekki sætt okkur við þetta segir formaður félagsins. 1.4.2012 13:30
Færeyskur línubátur gripinn við ólöglegar veiðar Landhelgisgæslan stóð í gær færeyskan línubát að meintum ólöglegum veiðum inni í reglugerðarhólfi suðaustur af landinu. Skipinu hefur verið vísað til hafnar þar sem lögregla mun taka skýrslu af skipstjóra. Annars sinnir Landhelgisgæslan almennu eftirliti þessa stundina. 1.4.2012 13:21
Segir veiðigjaldið í raun byggðarskatt Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, segist vera afar ósáttur við að dregið hafi verið úr byggðastefnu í nýju frumvarpi til laga um stjórn fiskveiða sem hann líkir við lestarslys. Þá segist hann ósáttur við nýja hugmyndafræði og að allt veiðigjaldið renni til ríkisins. Veiðigjaldið sé í raun landsbyggðaskattur. 1.4.2012 12:28
Innbrot og nágrannaerjur á borði lögreglu Brotist var inn í íbúðarhús í Hafnarfirði í nótt. Innbrotsþjófurinn spennti upp opnanlegt lausafag í glugga og voru stormjárn brotin. Hann fór svo inn í herbergi og stal þaðan fartölvu og hleðslutæki. 1.4.2012 10:51
Eigandi skíðanna fundinn Hún er heiðarleg konan sem hafði samband við fréttastofu í gær en hún sá þegar skíði féllu af toppi jeppabifreiðar á Borgarnesbrúnni. Bifreiðin var á leiðinni norður í land, og átti ökumaðurinn það eitt eftir að uppgötva að skíðin væru týnd. 1.4.2012 10:45
Skorað á Davíð að bjóða sig fram til forseta Hópur fólks þrýstir nú á Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra og seðlabankastjóra að gefa kosta á sér til forseta. Frá þessu er greint í Viðskiptablaðinu. Davíð mun enn sem komið er ekki hafa svarað þeim áskorunum. 1.4.2012 10:01
Vel heppnuð jarðarstund - ökumenn keyrðu hægar Jarðarstundin svokallaða heppnaðist mjög vel í miðborg Reykjavíkur en götuljósin í miðborginni voru ekki kveikt fyrr en klukkan 21.35. Öll lýsing var takmörkuð og slökkt var á nokkrum áberandi byggingum sem iðulega eru upplýstar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni. 1.4.2012 09:57
Þyngri börn fá síður háþrýsting Lág fæðingarþyngd spáir fyrir um hækkun á blóðþrýstingi í 9 og 10 ára gömlum íslenskum börnum. Þetta var meðal þess sem nýverið var kynnt á rannsóknarráðstefnu deildarlækna Lyflækningasviðs LSH. 1.4.2012 00:00
FC Köbenhavn heldur áfram á beinu brautinni Þrír leikir fóru fram í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en FC Köbenhavn hélt áfram uppteknum hætti og vann góðan útisigur á Lyngby. 1.4.2012 16:09
Flest skíðasvæði landsins opin Skíðasvæðin eru víða opin í dag, þar á meðal í Hlíðarfjalli, á Siglufirði og í Bláfjöllum. Í Hlíðarfjalli og á Siglufirði er opið til klukkan fjögur en til klukkan fimm í Bláfjöllum. 1.4.2012 10:22
Hákublettir á Vesturlandi og Vestfjörðum Flughált er á Vatnsskarði, mikil þoka og eru ökumenn beðnir um að fara keyra varlega. Snjóþekja er á flestum leiðum fyrir austan Akureyri og verið að hreinsa. Hálka er á Þverárfjalli, Siglufjarðarvegi og í Eyjafirði. Þungfært er á Hálsum. 1.4.2012 10:18
Rændi Bónusvídeó vopnaður hnífi Karlmaður ógnaði starfsstúlku Bónusvídeó í Lóuhólum í Breiðholti seint í gærkvöldi. Maðurinn hugðist ræna verslunina. Ekki kemur fram í dagbók lögreglunnar hvort maðurinn hafi verið handtekinn en málið er í rannsókn. 1.4.2012 09:52